Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 27
NORÐURLJÓSIÐ
27
Vinur minn sagði frá því, hvernig Jesús hafði
frelsað hann. Hann gat líka um það, að hann hafði
reynt að fá mynd sína frá Joliet. Er hann hafði lokið
ræðu sinni, kom Altgeld ríkisstjóri til hans, þerraði
augun og mælti: „Herra Callahan, ég skal sjá, hvað
ég get gert fyrir þig.“ Fáum dögum síðar fékk hann
bréf, sem hljóðaði þannig:
„Kæri herra Callahan. Það er mér mjög mikil
ánægja að senda þér myndina þína, sem geymd var í
hegningarhúsinu í Joliet, og að segja þér, að saka-
skráin þín hefur verið eyðilögð. Nú er ekkert til, sem
minni á hið fyrra, nema það, sem geymt er í minni
þínu.“
Guð er hinn mikli, siðferðislegi ríkisstjóri heimsins.
Þess vegna er hann skyldur til að refsa þér fyrir syndir
þínar. En Jesús Kristur hefur tekið refsinguna á sig.
Þess vegna getur hinn mikli, siðferðislegi ríkisstjóri
orðið vinur þinn og gert að engu sakaskrá þína. Eins
og hann segir í rimingunni: „Eg mun alls ekki framar
minnast synda þeirra.“
„Lygin er eilíf ‘
Lítil stúlka kom til móður sinnar. Það var árla morg-
uns. Hún spurði: „Hvort er verra, mamma, að ljúga
eða stela?“ Móðir hennar svaraði, að hvorttveggja
væri svo syndsamlegt, að hún gæti ekki sagt, hvort
væri verra. „Jæja, þú skilur, mamma,“ sagði telpan,
„ef þú stelur einhverju, getur þú skilað því aftur,
nema þú hafír etið það, þá getur þú borgað það. En
lygin verður eilíf.“
Lygi, hvort sem hún nefnist skrök eða ósannindi,
tilheyrir sakaskrá okkar syndugra manna. En lof sé
Guði, hún verður líka fyrirgefin og afmáð. Sektin,
sem hún skapar, verður afmáð og hreinsuð af okkur
með einu móti, þessu: „Ef vér játum syndir vorar, er
hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss
syndirnar; og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af
allri synd.“ (1. Jóh. 1. 7.)
CSögurnar báðar úr „Sverði Drottins“. - S. G. J.)
Hvað getur hreinsað, ef hjartað er spillt?
Hið heilaga blóð, frelsarans blóð.
Sálnanna óvin, ef sigra þú vilt,
þú sigrar fyrir lausnarans blóð.
Viðlag:
Mikinn kraft, mátt, undradýrlegt afl,
á hans blóð, Jesú blóð.
Veitir lífskraft, andlegt þrek og all,
eilíft, dýrmætt frelsarans blóð.
(Þýtt S. G. J.)
Skrautkerið
brotna
Leirkerasmiður, mjög fær í sinni grein, átti heima í
Englandi fyrir 100 árum. Hann hét Jósía Wedgwood.
Þeir hlutir, sem hann bjó til, eru fjarska sjaldgæfír og
dýrir.
Dag nokkum fékk hann heimsókn. Hástéttamaður
enskur kom til hans í verksmiðju hans, sem var mjög
stór. Starfsmaður hans einn, fímmtán ára unglingur,
fór með honum og skýrði fyrir honum, hvernig verkið
væri framkvæmt. Hástéttamaðurinn, þótt gáfaður
væri, trúði því ekki, að Guð væri til. Sagði hann margt
ljótt og gerði gys að heilögum hlutum. Piltinum
ofbauð í fyrstu orðbragð mannsins, en eftir nokkra
stund var hann farinn að hlæja að því, sem hann sagði.
Mr. Wedgwood var á eftir þeim og heyrði mikið af
samtalinu. Gramdist honum mjög, hvemig þessi há-
stéttamaður talaði og lét piltinn heyra til sín. Er þeir
komu aftur inn í skrifstofu Mr. Wedgwoods, tók hann
mjög fagurt skrautker. Á því voru úrvalsmyndir. Hélt
hann því í höndum sér og skýrði fyrir hástéttamann-
inum, með hve mikilli vandvirkni og hve langan tíma
það tók: að búa til þetta fagra ker.
Hástéttamanninum geðjaðist skýring hans vel. Var
hann mjög hrifinn af lögun þess og litunum á mynd-
unum. Rétti hann fram höndina til að taka kerið. Rétt
um leið og hann snart það, lét eigandi þess það detta
á gólfíð. Gesturinn mælti reiðiyrði og sagði: „Eg
ætlaði mér sjálfum þetta ker. Nú hafíð þér ónýtt það
með hirðuleysi yðar.“
„Lávarður minn,“ sagði gamli leirkerasmiðurirm.
„Til eru hlutir, sem langtum eru dýrmætari en nokk-
urt leirker, - hlutir, sem aldrei fást endurheimtir, séu
þeir ónýttir. Eg get búið til annað ker alveg eins handa
yður. En þér getið aldrei gefíð unglingnum aftur, sem
nú er nýfarinn frá okkur, þá trú og það hreina hjarta,
sem þér hafið tortýnt með því að geragys að heilögum
hlutum og með því að nota saurug orð í áheym hans.“
Haldið þið ekki, að þetta hafí verið góð ræða fyrir
mikinn hástéttamann?
Heyrt hef ég menn segja, að þeir mundu vilja gefa til
þess hægri arm sinn, að þeir gætu gleymt sumu af því,
sem þeir heyrðu, er þeir voru drengir.