Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 74
74
NORÐURLJÓSIÐ
En móttökumar, sem þeir fengu, er þeir komu til
Hung-tung, meir en bættu fyrir hættumar og erfíð-
leika ferðalagsins. Árin vom mörg og löng, sem
Hudson Taylor hafði unnið án afláts að því, að Upp-
löndum Kína yrði boðað fagnaðarerindið. Oft hafði
þetta sýnst vonlaust verk, hindranirnar svo miklar, að
þær yrðu ekki yfirstignar. En tími Guðs var loksins
kominn. Bjargið, sem lokaði veginum, opnaðist. Og
hér, langt inni í Kína, gat hann litið ásjónur bæði karla
og kvenna, sem fyllt vom kærleika Krists. Hér var
fólk, frelsað sjálft, sem varði ævinni til að frelsa aðra.
Það vakti í sannleika mikinn áhuga: að vera hér á
meðal alls þessa fólks, kynnast mörgum, sem hann
þekkti að nafni og var kunnugur sögunum af þeim. Oft
hafði hann beðið fyrir þeim og fagnað yfír þeirri
blessun, sem fylgdi starfí þeirra. Nú heyrði hann Hsi
sjálfan og konu hans, Song, Chang og marga aðra.
Hann gat heyrt sjálfur, hvernig þessum bænum hafði
verið svarað langt fram yfír allt það, sem hann hafði
beðið um eða hugsað.
Hann ráðfærði sig stundum saman við Mr. Steven-
son. Glæddust þá vonir hans um áhrifin af starfinu, er
hann vikum saman hafði verið að kynna sér. Af hon-
um heyrði hann sagt frá mörgu, er staðfesti skoðun
hans sjálfs, að kominn væri tíminn að skipuleggja
söfnuðina um allt Suður-Shan-si. Margaf starfs-
stöðvar voru þama. Sjáanlega var hönd Guðs að
verki. . . .
En þetta var ekki nóg. Söfnuðina varð að annast um.
Guð hafði vakið upp menn og gefíð þeim sérstakar
gáfur til þessarar þjónustu. Gætu þeir orðið djáknar,
öldungar og safnaðarhirðar.. .. Ráðfærði hann sig að
lokum við þarlenda leiðtoga. Voru tuttugu menn, sem
áttu að hafa með höndum ýmiss konar stjómarstörf
meðal safnaðanna. . . .
En hvað átti að gera við Hsi. Hann var öldungur, en
að gera hann að safnaðarhirði var ekki að auka starfs-
svið hans, heldur minnka það. Hann þjónaði í raun og
vem öllum kristnum mönnum á báðum þessum svæð-
um. Hann var því í algerri sérstöðu. Fólkið nefndi
hann „Hirðihn okkar.“ Eftir bæn og íhugun var sam-
þykkt: að gera hann að yfir-hirði svæðanna þriggja.
Hefðu þá allir söfnuðirnir gagn af þjónustu hans. Þá
væri hann frjáls til að fara þangað, sem þörfín væri
mest hverju sinni.
Ekki hafði ákvörðun þessi fyrr verið tekin heldur en
óvæntir örðugleikar komu í ljós. Þegar Hsi var sagt frá
þessari nýju stöðu hans, vildi hann ekki veita henni
viðtöku.
„Ég er fylltur veikleikum og brestum sjálfur,” hélt
hann fast fram. „Hvemig ætti ég að veita yfírumsjón
söfnuðunum öllum? Er betra að leggja slíkar skyldur á
herðar reyndum, útlendum kennumm heldur en
mér.“
Er hann var beðinn að íhuga málið, gaf hann sig að
bæn og föstu, eins og vandi hans vár í erfiðleikum. En
hann gat-ekki losnað við þá hugsun, að hann væri
óhæfur til starfsins. Loksins kom Mr. Stevenson til
hans og sagi:
„Bróðir Hsi, hvernig gemr þú hafnað þessari stöðu?
Guð hefur sjálfur kallað þig til hennar og notað þig
þegar árum saman einmitt í þessu starfí, sem þú hörf-
ar nú frá. Þetta er ekkert nýtt, heldur opinber viður-
kenning á því, sém þú hefur verið að gera.“
Þá fór Hsi að hugsa um, að þetta væri satt. „Drott-
inn hefur gert mig færan um að annast þessa litlu
söfnuði frá upphafí. Þóknist honum að nota mig enn
sem verkfæri sitt á stærra starfssviði, hvernig get ég
vogað að neita því?“
Þannig var þessi erfíðleiki sigraður. Hsi reiddi sig á
guðlegan styrk til starfsins. Reynslan hafði þegar
kennt honum, að sannarlegt leiðtoga starf í söfnuði
Guðs merkir krossburð í þjónustu, í sjálfsafneitun.
Páll vitnar oft til „postula tákna“ til að sanna köllun
sína til þjónustunnar (Sjá 1. Kor. 4. 9.-13.; 1. Kor. 9
kafli allur. 2. Kor. 4. kafli allur. 11. kafli 5.-12., 15.)
höfðu þau haft mikið gildi fyrir hann. En við ópi hans:
„Hver er til þessa hæfur, varð hann að læra svarið:
„Hæfileiki vor er frá Guði.“
Gagnlegar stundir samtala flugu hjá. Sunnudags-
morgunn rann upp, - hinn mikli dagur hátíðarinnar.
Guðsþjónustur byrjuðu klukkan 7, en á hádegi var
húsagarðurinn orðinn fullur af fólki. Þrjú hundruð
manns höfðu safnast þar saman til guðsþjónustu. Var
undursamlegt að sjá þetta í heiðinni borg, sem fagnað-
arerindið hafði fyrst náð til fáum mánuðum áður.
Daginn eftir voru hirðar safnaða vígðir. Hsi var
vígður, en ekki sem hirðir nokkurs sérstaks safnaðar.
Hann gat því ferðast um og starfað hvar, sem hann
vildi.
Þetta var fjarska alvöruþrungin stund. Hsi varð sér
meðvitandi um nýja köllun og helgun til starfs á kom-
andi árum. Minningin um þetta: lagning handa á
höfuð hans, færði honum alltaf blessun á komandi ár-
um, tilfínningu, að Guð hafði sett hann í starfíð, sem
hvorki úrtölur né erfiðleikar komandi ára gátu afmáð.
Síðustu samkomur mótsins komu allt of skjótt.
Áður-en kvöldið kom var Hung-tung kirkjan vígð, er
haldin var þar fyrsta samkoman til að neyta drottin-
legrar kvöldmáltíðar. Ur héraðinu þar voru sjötíu
manns, karlar og konur, sem frelsast höfðu frá til-
beiðslu illra anda, ópíums-reykingum og vansæm-
andi heiðindómi. Þeirrar stundar mátti lengi minnast.
Þetta setti viðkvæman blæ á skilnaðinn, er fólkið
dreifðist, sem varir, - „þangað til Hann kemur.“