Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 12

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 12
12 NORÐURLJÓSIÐ • • „Oxar-maður Richard’s Nixon’sí£ Charles Colson heitir maður. Bókin hans: „Endur- fæddur“, varð metsölubók. í ágúst 1979 hélt hann ræðu. Aheyrendur voru 3500. Hann sagði frá þannig: „Ég ólst upp í þessu landi og trúði blátt áfram því, ef ég kæmist í skrifstofu æðstu stjómar, gæti ég haft áhrif á hagkerfið. Ég komst þangað. Á hverjum morgni kl. 8 söfnuðumst við 12 saman í kringum stórt mahóní- borð í Hvíta húsinu. Fundirnir byrjuðu á hverjum morgni eins. Henry Kissinger hóf máls: „Herra Forseti! - Ákvarðanir þær, sem við þurfum að taka þennan morgun, munu breyta rás mannkyns- sögunnar.“ Þetta gerðist á hverjum morgni, fímm daga vikunnar í 52 vikur. „Ég lít um öxl og horfí á þessar ákvarðanir allar. Ég geri mér nú ljóst, hve lítil áhrif við höfðum í raun og veru á rás mannkynssögunnar! Hvernig sambúð fólks er, þá ákvörðun, sem hjörtu vor taka, gerum vér, en stjórnarbyggingin ekki! Heiminn hef ég líka séð, en ekki af tindi tignar í skrifstofunni, sem næst var einkaskrifstofu forsetans. Heiminn hef ég séð gegnum gaddavírs-girðingu, um helming þess tíma hér í Ealtimore. Ég hef fundið, hvernig algert tilgangsleysi, vonleysi og örvænting leggst sem farg á manninn. Ég gleymi aldrei fyrsta kvöldinu mínu í fangelsi. Ég horfði á 40 menn, sem troðið var saman. Hver þeirra var þó svo ósjálfbjarga, svo vonleysislega aleinn. Þarna var gamall þvagþefur úr opnum mígildum við endann á svefnskálanum og reykurinn. Menn risu á fætur. Þeir settust niður og börðu saman hirslum sínum. Oíbeldi. Óþrifnaður. Örvæntingin yfirgnæfði allt. Menn lágu á fletum sínum, störðu upp í loftið. Þeir reyndu að svíkja stjórnina, stytta hegningartímann, með því að sofa eins mikið og þeir gátu. Hryllingin, að sjá mannsævum þannig eytt, brenndi sig inn í reynslu mína af fangelsisvist. En strax fyrsta kvöldið, sem ég var í fangelsi, fyrirhitti ég mann, sem var sannkristinn. Við stofnuðum svolítinn bænahóp. Ekki leið á löngu, þangað til við vorum sjö, er komum saman framan við dyr bókasafnsins á hverju hvöldi. Þar báðumst við fyrir og Iásurn saman ritninguna. Fangarnir hinir, sem lífíð var tilgangslaust hjá, reikuðu inn í herbergið litla, þar sem við vorum komnir saman og rannsökuðum og íhuguðum biblíuna. Þeir sögðu: „Hvað er það í raun og veru, að vera sannkristinn? Hvernig er það með ykkur, piltar?“ Þá ræddum við þá um: að þekkja Jesúm Krist á persónulegan hátt, um iðrun vegna syndanna, hætta við þær, og að bjóða Jesú Kristi inngöngu hjá sér. Ég sá þessa menn verða að nýjum mönnum. Á fangelsis- lóðinni voru þeir næsta dag. Þeir höfðu ástæðu til að lifa, tilgang, endurhæfíngu, - af því að Guð kom inn í hjörtu þeirra, reisti þá við. Er stjómin og stofnanir bregðast, nær aðferð Guðs sínu markmiði. Lausnin á mannlegri neyð er sú, að vér beitum allri orku og sannfæringu til að byggja upp hina kristnu kirkju og nálægð hennar ? þjóðfélaginu. Hvernig fömm vér að því? Frammi fyrir yður stendur maður, sem ekki hefur verið sannkristinn nema í 6 ár. Ég er því eins konar ólærður áhugamaður. Ég mundi byrja þannig, að ég færi inn í söfnuði vora og sópaði burtu ódýrri náð úr röðum kristinna manna. Við skulum hætta að segja fólki, að ekki þurfí meíra til að vera sannkristinn en þetta: syngja sálma, greiða tíund, gera góðverk og trúa því, að Guð er til. Þetta er ekki nóg til þess að vera sannkristinn. Við verðum að skilja, hvað iðrun er. Við verðum að skilja, hvað það er að knékrjúpa og sárbiðja um, að miskunn og náð Guðs verði hlutdeild okkar í lífínu. Við verðum að koma að krossi Krists Jesú, deyja sjálfum okkur, svo að við getum lifað Kristi einum. Ég hef komist að því, að djúpt í hjarta mannsins er hungur eftir samfélagi og félagsskap og gagnkvæmum kærleika vor á meðal. Hvað eigum vér að gjöra? Vér eigum að sýna mönnunum, að sannkristnir menn eiga betri veg, sem þeir geta gengið eftir, meðan þeir lifa hér í heimi.“ (Þýtt úr The Flame (Eldsloginn) mars-apríl 1980.) S. G. J. Fallnir og týndir, fjötraðir neyð, fráskildir Guði, hegning vor beið. Vonlausir er vér sátum í synd, sonur Guðs kom og tók vora mynd. Hegningu þoldi hann fyrir oss, hörmungar leið og dauðann á kross’, blóði var úthellt, borguð vor sekt, burt tekin synd vor, hulin vor nekt. Fallna og týnda, fjötraða menn fínnur og leysir náðin hans enn, máttur hans reisir magnþrota við, miskunn hans gefur huggun og frið. (S. G. J.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.