Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 59
NORÐURLJÓSIÐ
59
HIRÐIR HSI
Inngangsorð.
Fjórði hver maður á jörðinni er Kínverji, en jarðar-
búar eru um fjögur þúsund milljónir.
Þessi bók er saga hámenntaðs Kínverja, sem var
þræll. Ópíumsnautnin hafði gert hann að þræli sínum.
Hér á landi eru bæði margir ofdrykkju menn og
neytendur fíkniefna líka.
Kínverjinn fékk lausn úr fjötrum sínum. Bókin
hefur boðskap handa öðrum. Við, svonefndir trúaðir
menn, getum lært mikið af bókinni.
Vinir kristniboðs og trúboðs, erlendis og innan
lands, ættu að geta haft blessun af lestri þessarar bók-
ar, þannig, að þeir biðji með ennþá meiri skilningi en
áður fyrir starfsfólki Krists, innan lands og utan.
Fólk, er biður fyrir sjúkum, ætti að lesa hana. Hún
segir frá því, hvernig sjúkt fólk læknaðist sem svar
við bæn.
Þeir, sem ekki eru glaðir í trú sinni, ættu að lesa
hana. Menningarsamband er komið á milli Kínverja
og íslendinga. Þannig var kínversk menning. Kín-
verska fólkið er jafn elskulegt nú sem áður, þótt margt
hafí breytst um stjómarfar. S T T
Framhald frá 1980.
Kristniboði nokkur hefur skrásett atvik, sem getur
sýnt, hve miklir voru erfiðleikamir í slíkum kringum-
stæðum.
Á fyrstu árunum í Ts’ao seng kom kona, sem Kuo
hét, til Hsi. Hún átti í miklum erfíðleikum með einka-
son sinn. Hann var þrítugur, en fjarri því að vera
ekkjunni, móður sinni, nokkur stoð eða huggun. Hann
var, eins og hún sagði, ópíums-þræll, óreglumaður
alger og sýndi enga sonarlega ást. Vesalings konan
sárbað, með mörgum tárum, Hsi að taka mál hans að
sér. Skuldugur vegna fjárhættuspila, og sárhræddur
vegna undangengins óhófs, var hann fús til að snúa
við blaðinu og vera tekinn undir væng hins kristna
fræðimanns.
Eftir talsvert hik samþykkti Hsi þetta. Það var eitt-
hvað aðlaðandi við vesalings manninn. Hann virtist
vera meir en fús til að vinna fyrir sér og laga sig eftir
reglum heimilisins. Með þessum skilmálum var hann
tekinn á heimilið, Hsi greiddi ekkert kaup, en sá fyrir
honum eins og væri hann sonur hans.
í fyrstunni hagaði hann sér vel. Þrátt fyrir miklar
þjáningar og erfíðleika læknaðist hann af ópíums-
nautninni. Hann var skjótur að nema kristilega
breytni hið ytra og varð kunnugur biblíunni og kenn-
ingum hennar. En áður en margir mánuðir væru liðn-
ir, fór hann að verða óþolinmóður við að halda sér í
skefjum. Orðsnar og samviskulaus var hann og tókst
að líta vel út hið ytra, en láta aðra bera sökina fyrir
það, sem hann gerði rangt. Þolinmóður bar Hsi þessa
skapraun. Reyndi hann með öllu móti að láta hann sjá
að sér, en árangurslaust. Þetta hélt áfram ár eftir ár.
Kuo kærði sig ekki um: að yfirgefa heimilið, og Drott-
inn gerði ekkert til að koma honum á brott.
Þá varð það eftir fjögur ár, að breyting kom. Það var
sem ungi maðurinn vaknaði snögglega og gerði sér
ljósa grein fyrir þessu öllu. Náð Guðs hertók hjarta
hans. Sýndist hann vera alveg afturhorfinn maður.
Fullur af gleði fyrirgaf þá Hsi allt hið liðna og setti
hann í sonarsess í ástúðlegum tilfínningum gagnvart
honum. Er tíminn leið, virtist hann staðfesta einlægni
Kuos. Hæfileikar hans og gáfur voru sívaxandi
huggun, og hann varð einn af nytsamlegustu mönn-
um heimilísins.
Einmitt þá, er ekki virtist unnt að vera án hans, kom
kristniboðinn, sem var yfir þessu héraði. Beiddist
hann að fá þennan mann til starfa undir sinni umsjá í
næsta fylki. Þetta var mikil fórn fyrir Hsi. En er hann
bað, fannst honum:
„Þetta er skipun útlenda hirðisins. Ég þori ekki að
neita þessu. Drottinn mun gefa mér annan hjálpar-
mann.“
Kuo fór, og í nokkur ár gekk allt vel. Predikun hans
var vinsæl, framkoma hans aðlaðandi. Kristniboðinn
treysti honum algerlega.
En tíminn kom, er hann átti aleinn að sjá um stöð-
ina. Allmikla peninga hafði hann undir höndum.
Starfíð blómgaðist, og fólk fyllti kapelluna. Þá varð
Kuo hreykinn og fór að breyta ranglega. Peninga-
elskan hertók hann. Leiddi það brátt til skipbrots.
Kristniboðinn flýtti sér þangað, en rak sig á, að hann
var sem fleyta á útsæ erfiðleika. Það var ekki eins létt
að losna við Kuo eins og að fá hann. Hann bauð byrg-
inn öllum yfirráðum og dró marga með sér, sem höfðu
snúið sér. Stöðu sinni var hann sviptur að lokum og
varð að fara úr fylkinu.
Brjálaður af reiði og vonbrigðum, er mannorð hans
og tækifæri voru horfin, sneri hann aftur til Vestur