Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 11
NORÐURLJÓSIÐ
11
verður hann hreinn, hæfur fyrir dvöl meðal heilagra,
sem dvelja í Ijósi Guðs í himni hans.
Hvílíkt efni þakkargerðar! Og hvílíkt efni undrunar
og hryggðar fyrir frelsarann, Drottin Jesúm Krist, er
endurleyst fólk hans vanrækir að þakka honum
hreinsun sína og Föðumum, sem af elsku sinni
þyrmdi honum ekki, til þess að hann gæti frelsað þig
og mig!
Bænarlífíð er nátengt þakkargjörð. „Verið ekki
hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir
yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt
þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum
skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í
Kristi Jesú.“ (Fil. 4., 6. og 7.) Hryggjum ekki Drottin
með vanrækslu á þakkargjörð.
Fyrir hvað eigum vér að þakka?
1. Fyrir Jesúm Krist. Það gerðu þau, Símeon og
Anna, sem vér lesum um í guðspjalli Lúkasar, 2.
kafla, 25.-32. grein.
2. Syndafyrirgefningu. Sálmur 103 í biblíunni sýnir
það 1.-3. grein. Lesendur eru beðnir að fletta
sjálfir upp tilvitnuðum greinum, sem ekki eru
birtar hér.
3. Fyrir lækningu, sem er veitt vegna bænar um
hana. Sálm. 103.3.
4. Fyrir sigur Jesú Krists yfir synd, dauða og gröf.
1. Kor. 15.57.
5. Fyrir að vera endurfæddir til lifandi vonar.
1. Pét. 1.3.
6. Fyrir hlutdeild í arfleifð' heilagra í ljósinu.
Kól. 1.2.
7. Fyrir huggun í þrengingum vorum. 2. Kor. 1.3.,4.
8. Fyrir bænasvar. Jóh. 11.41.
9. Fyrir visku og mátt. Daníel 2.23.
10. Fyrir að gjöra oss fær um að þjóna Guði. 1. Tím.
1. 12.
11. Fyrir fæðuna, sem vér neytum. Jóh. 6.23.
12. Fyrir samfélag við trúað fólk. Post. 28.15.
13. Fyrir afturhvarf fólks, er snýr sér til Krists.
Róm. 6.17.
14. Fyrir þá náð, sem öðrum er veitt. Róm. 1.8., Efes.
1.15,16., Kól. 1.3.,4., 1. Þess. 1.2.,3. 2. Þess. 1.3.
Fílemon 4.,5. Þetta virðist hafa verið tíðasta
tilefni þakkargjörðar hjá Páli postula.
15. Vér eigum ávallt og í öllum efnum að færa Guði
þakkir. Filippíbr. 4.6., 2. Þess. 5.18., Efes. 5.20.
Hvernig getum vér gert þetta?
„Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar
allt til góðs.“ Róm. 8.28.
Hvenær eigum vér að
færa þakkir?
1. Á morgnana. Sálm. 92.2.,3.
2. Um miðnætti. Sálm. 119.162.
3. Þegar neytt er matar. 1. Tím. 4.4.,5.
4. Alltaf þegar við biðjum. Fil. 4.6.
5. I öllu, sem við gjörum í orði eða athöfnum, í
Jesú nafni. Kól. 5.12.
6. I öllum hlutum. 1. Þess. 5.18.
7. Ávallt. Efes. 5.20.
8. Þakkargjörðin verður um eilífð. Opinb. 5.8.-14.
9. Lífíð á himnum verður eilíf þakkargerð. Er þá
ekki best, að við byrjum að æfa okkur nú?
Hvemig á að þakka?
1. Efes. 5.20. í nafni Jesú Krists.
2. Efes. 5. 18.-20. í krafti heilags Anda.
3. Jóh. 11. 41. Ákveðið, fyrirfram.
4. Kól. 2.6.,7. Vér eigum að vera auðug, skara fram
úr í þakkargerð.
5. 1. Þess. 2. 13. Vér eigum að þakka án afláts.
Ofanskráðar ritningargreinar og athugasemdir eru
teknar úr bók eftir mann, sem heimskunnur var sem
predikari og kennari við útbreiðslustarf og fræðslu-
starfsemi í þágu boðunar kristinnar trúar. Hann hét
Ruben Archibald Torrey, en venjulegast nefndur dr.
Torrey. Hann vissi mætavel, að Orð Guðs er hin
fullkomna kennslubók og heilagur Andi eini kennar-
inn, sem getur skýrt hana.
Aðalrit hans á sviðum þeim, er snerta kenningar
heilagrar ritningar eru Bækurnar: „What the Bible
Teaches.“ (Hvað kennir biblían.) Þessi kafli er úr
henni. Hin heitir: „How to Work for Christ.“
(Hvernig á að starfa fyrir Krist.)
Þegar mér var orðið ljóst, að Guð hafði kallað mig til
þjónustu sinnar, en hins vegar að mér var ókleift að
fara til náms erlendis í biblíuskóla, þá keypti ég þessar
bækur.
Leggið það á ykkur, lesendur góðir, að lesa í
biblíum ykkar ofanskráða kafla, læraað þakka Guði, ef
þið hafíð eigi numið það áður. „Kenndu oss að þakka
fyrir mótlætið.“ Eigi man ég, hver bar fram þá bæn.
En viturleg var hún og eftirbreytni verð. S.G.J.
Ath.semd. Það mun hafa verið síra Böðvar Bjarnason
á Rafnseyri, er hann vissi, að Guðrún dóttir hans var
orðin berklaveik. S. G. J.