Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 8
8 NORÐURLJÓSIÐ verð, því fastar trúi ég því, að „þjáninga guðfræðin“ sé gild vara. Ekki er því aðeins svo farið, að Guð leyfí þjáningu einungis, heldur hefur hann skapað hana, samkvæmt tilgangi sínum. Til er knýjandi ástæða fyr- ir því, að líkamleg þjáning er til. Við lærum að forðast eldinn með því að reyna sársauka brunans. Fáeinir mánuðir eru liðnir, síðan Harvey Scharf- man dó af völdum krabbameins. Hann var meðal fremstu leiðtoga hebreskra, kristinna manna. Kaup- sýslumaður var hann með ágætum. í blóma lífsins var hann, þessi áhrifamikli leiðtogi, tekinn frá okkur. Vandamálið var það, að á frumstigi krabbameins fylgja því oftsinnis engar þjáningar. Krabbameinið fannst um seinan. Fyrir aðeins fáum árum veiktist ég af hjartabilun. Hún var af tegund, sem er hættuleg. Henni fylgdu alls engir verkir. Hún fannst, er tekið var línurit af hjart- slættinum áður en átti að skera mig upp við krabba- meini. Eg hefði getað dáið á skurðarborðinu, ekki vegna krabbans, heldur vegna hins, að ég var þrauta- laus, er bilunin var komin. Voru því engar varúðar- ráðstafanir gerðar fyrr en hún fannst. Aldrei hef ég lesið ljóð, er hæfí til skýja kosti sárs- aukans, séð minnismerki, sem honum hafí verið reist. Aldrei hef ég lesið Ijóð, sem helgað væri honum. Sársauki er skilgreindur sem „óþægindi“. Sannkrist- ið fólk veit í raun og veru ekki, hvemig þjáning verður skilin. Ef þú gengir fast á þá, eða á myrkum, leyndum andartökum, mundu margir segja, að þjáningin væri mistök hjá Guði. Hann hefði átt að leggja sig betur fram og búa til betri leið til að gjöra oss árvökur gagnvart hættum heimsins. Eg er sannfærður um, að þjáning fær ekki hrós í fréttunum. Ef til vill ættum við að sjá minnismerki, sálma og ljóð um sársaukann. Ef hann er skoðaður í smásjá, koma í ljós allt önnur stærðarhlutföll. Það hafði mikil áhrif á mig, hve furðulega víðtæk eru áhrif sársaukans, er ég heimsótti dr. Poul Brand, sem á heima í Carville, Lousiana. Hann er eini mað- urinn, sem hafíð hefur krossferð vegna sársauk- ans. hann boðar: „Þakkið Guði fyrir að fínna upp sársaukann! hann ber af öðru í sköpunarverki snildargáfu hans.“ „Dr. Brand er mjög vel hæfur til að kveða upp slíkan úrskurð og dóm. Hann er einn af fremstu sérfræðingum í holdsveiki, en hún ræðst á taugakerfíð. Sjúklingar missa fíngur og tær, ekki vegna sjúkdóms- rotnunar, heldur vegna þess, að sársaukatilfinning hverfur. Þeir fá enga aðvörun, þótt vatnið sé of heitt eða hamarskaft sé með flísum. Misnotkun vegna slyss tortýnir líkömum þeirra.“. . . . Guð gerði ekki glappaskot, er hann skapaði sársaukann. Þetta var gert af fyrirhyggju hans oss til góðs. En það leysir ekki annað vandamál. „Hvers vegna þurfa réttlátir menn að þjást?“... Ekki er unnt, enn sem komið er, að veita alveg fullnægjandi svar. En alveg eins og við vitum af reynslunni, að sársauki er verk kærleika Guðs, þá getum við fundið frið og fullvissu, þegar við á þjáningastundum hvílum í trausti á kærleika Guðs. Jafnvel Jobsbók veitir ekki fullnaðarlausn á þessu vandamáli. Hún segir okkur ekki, hvers vegna Job þjáðist. Honum hefði þótt vænt um að vita það! Hér langar mig til að bæta við fáeinum orðum. í 1. kafla bókar Jobs er sagt frá því, að Satan rægði Job og hélt því fram, að guðsótti og grandvart líferni Jobs væri ávöxtur eigingirni í raun og veru. Hann græddi á því að vera guðhræddur. Drottinn leyfði þá Satan að taka frá honum allar eigur hans. Það gjörði hann. En guðrækni Jobs hvarf ekki við það. Satan kemur þá aftur fram fyrir Drottin, sem bendir honum á, að Job haldi enn fast við guðrækni sína. Óvinurinn gefst ekki upp. „Legg þú hönd þína á hann sjálfan, og hann mun formæla þér upp í opið geðið. „Drottinn leyfir Satan þá, að hann megi leggja hönd sína á hann, en lífí hans verði hann að þyrma. Óvinurinn slær þá Job með kýlum. Vinir Jobs koma til hans og halda því fram, að syndum Jobs sé um að kenna. Þessu neitar hann harðlega. „Þangað til ég gef upp andann, læt ég ekki taka frá mér sakleysi mitt.“ Þegar svo Drottinn svarar Job, bendir hann honum á mikilleika verka sinna, svarar í raun og veru eins og segir í bók Predikarans, að maðurinn geti ekki til fulls skilið allt Guðs verk. Er þá komið að því, sem Drottinn vor Jesús mælti við Pétur, er hann ætlaði að þvo honum um fæturna: „Nú skilur þú ekki það, sem ég gjöri, en seinna muntu skilja það.“ Þannig er farið þjáningunum, ráðgátu þeirra. í sumum tilvikum getum við kannski ráðið gátuna, en í öðrum alls ekki. Ritstjórinn Andi gagnrýni. Gagnrýnin er svo auðveld! Ekkert er til auðveldara. Oft er hún ekki vingjamleg, heldur mjög grimmúðleg. Hæfír oss því, sem berum nafn Krists, að gæta vor vel, að vér gerumst ekki sek um: að láta þetta eftir oss. Er þetta ekki ein af helstu syndum safnaðar Krists hér á jörðu? Verðum vér ekki öll að kannast við sekt vora? Höfum vér ekki oft sett út á bræður vora, þó að Guð hafí ekki kallað oss til að gera þetta? Gagnrýni- tilhneigðin er svo þroskuð hjá oss sumum, að ég er hræddur um, að við hrósum oss af því, hve skjótt vér getum „gert upp“ bræður vora!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.