Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 61

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 61
NORÐURLJÓSIÐ 61 Einkennilegt var, hvernig erfiðleikarnir hurfu hver á fætur öðrum. Allar þessar viturlegu mótbárur hurfu hver af annarri. Peningar? Voru það peningar, sem mundu opna hjörtu fólksins og ávinna sálir? Ef Drott- inn vildi láta vinna þetta verk, mundi hann þá ekki sjá um: að leggja til allt, sem þörf væri á? Borg, og það svo fjarlæg? Jú, en múrar Jeríkó hrundu án þess að mannshönd kæmi við þá. Og var hún þá svo fjarska langt í burtu? Er hann fór að hugsa um það, sá hann, áð hún var ekki nema eina eða tvær dagleiðir frá þorp- inu hans. Það var auðvelt að komast til hennar. Hún var við aðalþjóðveginn, sem lá til höfuðborgarinnar. Og einkennilegt var það, að Hælin, sem höfðu verið stofnsett, mynduðu samfellda keðju. Frá Fan-ts’uen, voru aðeins 8 km. til borgarmúrsins að sunnan. Hvers hönd hafði áformað þetta þannig, undirbúið alla þessa steina til að stikla á? En fleiri atriði þurfti að íhuga, t.d., hver mundi taka verkið að sér? Hsi gat ekki farið sjálfur. Væru ein- hverjir samstarfsmenn hans hæfir og fúsir til að fara, hvernig gæti hann sent þá félausa, jafnvel í þetta ferðalag? Hann virtist spurður: „Hvað hefur þú í hendi þinni?“ „Hvað, Drottinn, ekkert nema lítilsháttar lyf, þess- ar töflur gegn ópíums nautn.“ „Jæja, er það ekki nægilegt með blessun minni?“ Hann hugsaði betur um þetta og fór að sjá, að ef til vill væri það svo. Ef menn fengjust, sem vildu fara í trú og tækju með sér þær töflur, sem hann gæti gefíð þeim. Ef þeir færu fótgangandi frá einu Hæli til ann- ars, uns þeir kæmu að þorpinu, sem var skammt frá borginni, og biðu þar handleiðslu Drottins, - hvers vegna ætti þá ekki að gjöra þetta? Sannfærður um það seinast, að þetta væri kleift, kallaði Hsi saman sína heimamenn til bænar. Hann sagði þeim frá því, hvaða leiðbeining hann hafði fengið. Hann gjörði það mjög ljóst, að verkið gæti orðið erfítt, því að fólkið væri ofsafengið, haldið sterk- um hleypidómum gagnvart því, sem það áleit útlend trúarbrögð. Hann skýrði líka frá því, að hann gæti ekki veitt aðstoð aðra en þá, við að opna nýtt hæli, að leggja til fyrsta skammtinn, þrjú þúsund töflur, og loforð um stuðning við starfíð með fyrirbæn. En hann tryði því, að þetta væri komið frá Guði. Hann mundi sjá um að uppfylla sérhverja þörf þeirra og láta starfíð blessast. Væri nokkuð einkennilegt við, að aðrir úr þessum litla hópi tryðu því líka? Eftir þetta tók ekki langan tíma, að tekin væri sú ákvörðun, að þetta skyldi tekist á hendur. Eftir einn eða tvo daga voru bræðurnir Si og Cheng tilbúnir og lögðu af stað. Báru þeir með sér bækur, rúmfatnað og lyfín, líka svolítið nesti. Héldu þeir síðan 48 km. í norðurátt að þorpi Fans. Voru þeir boðnir velkomnir til Hælisins. Sögðu þeir sögu sína. „Hvað!“ hrópuðu áheyrendurnir undrandi. „Þið eigið enga íbúð í borginni og hafíð enga peninga til að leigja fyrir. Engan höfuðstól á bak við ykkur, ekkert nema þrjú þúsund töflur. Hvað getið þið aðhafst í Chao-ch’eng annað en það: að verða í vandræð- um?“ Er kringumstæðurnar höfðu verið útskýrðar, horfði málið mjög öðruvísi við. Fan og hinir voru fullir samúðar. Lofuðu þeir að minnast bræðranna í bam. Þeir gáfu þeim líka nesti fyrir næsta áfangann og sendu þá svo áfram til So-pu. Uppörvaðir þannig héldu Si og Cheng áfram. Dvöldu þeir eina nótt eða tvær í Pan-ta-li og öðrum Hælum, er við veginn lágu, uns þeir komu svo nærri, að þeir gátu séð borgarveggina. Þar í þorpi, nálægt suður-útborginni, bjó leitandi maður. Nafn hans vissu þeir. Þeir þurftu ekki annað að gera en halda þangað, sem hann bjó, og segja frá erindi sínu. Fyrirtæki vonlaust virtist honum þetta. En hann bauð þeim að dvelja þar í nokkra daga og gætti þess vel: að segja ekki nokkurt orð þeim til hvatningar. „Fólkið í borginni er gróft í sér og fáfrótt," skýrði hann þeim frá. „Hæli er áreiðanlega þörf á. En þar sem fólkið veit, að þið eruð í sambandi við útlendu trúarbrögðin, gæti það af heimsku sinni verið á móti því,' að þið settust þar að hjá því.“ Þetta virtist meir en líklegt, og bræðurnir ákváðu að nota einn eða tvo daga til bænar áður en þeir reyndu að eignast vini í borginni. Meðan á þessu stóð, var Drottinn að verki fyrir þá. Þeir vissu ekki, að orðstír Hælanna hans Hsi hafði borist þangað. Fréttir ferðast hratt. Á strætum og í te-stofum í borginni var fólkið í Chao-ch’eng þegar farið að tala um komu þeirra. Þrátt fyrir hleypidóm- ana var það alls ekki fátt af þeim íbúum hennar, sem reyktu ópíum, er fúsir voru til að taka vel því, sem gaf þeim von um lausn. Þeir Si og Cheng fengu því óvænta heimsókn. Meðan þeir voru enn á bæn, kallaði húsbóndinn á þá og bað þá að koma fram í dyr. Þar voru tveir herra- menn, sem kröfðust þess, að þeir fengju þau forrétt- indi að fá viðtal. Gestir þessir sýndust vera ákafír og vingjarnlegir. Sjáanlega voru þeir borgarbúar, er komu með talsverða peninga með sér, sem þeir lögðu að fótum hinna. Er þeir höfðu heilsast með virktum, gaf Si til kynna, að þeir væru furðulostnir yfir þeim heiðri, sem þeim væri sýndur. „Við höfum frétt, okkur til ánægju,“ svöruðu ókunnu mennirnir, „að þið hafíð komið til okkar í vel- gerða tilgangi og ætlið að fara að opna afbragðs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.