Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 73

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 73
NORÐURLJÓSIÐ 73 Allt, sem hann átti, var á altari Guðs: Tími, fjármunir, heimili, vinir, lífíð sjálft. Ekki var unnt að vera með honum - forréttinda þeirra naut ég þetta sumar - án þess að eignast alveg nýja hugsjón um kristilegt líf og þjónustu.“ Þannig liðu dagarnir allt of skjótt. Er Mr. Stevenson hafði verið mánaðartíma í P’ing-yang, hafði hann lært að þekkja starfið meir en gerist venju- lega og leiðtoga þess. Hann hugsaði margt um Suður- Shansi. Tími virtist kominn til þess, að starfið yrði betur skipulagt með framtíð þess fyrir augum. Með þakklátum huga hlakkaði hann til, er sjálfur aðal- forstjóri kristniboðsins kæmi og héldi ráðstefnu þar um þessi mikilvægu mál. En hafí Mr. Stevenson hlakkað til komu hans, hvað ætti þá að segja um Hsi, Fan, Liu og tugi annarra? Þeir höfðu svo lengi elskað nafnið Hudson Taylor. Aldrei höfðu þeir búist við því, að þeir sæju hann í þessu lífi. Nú var hann að koma hinn „Virðulegi Aðalhirðir“, stofnandi og stjórnandi kristniboðsins, er þeir áttu svo mikið að þakka. Jafnvel nú, er hann hafði ferðast 16.000 km. frá hinni hlið hnattarins, var hann á leið- inni í fylkið til að heimsækja ópíums hælin þeirra og kristniboðs stöðvar. Þeir mundu sjá hann augliti til auglits og fá blessun hans, er svo lengi hafði beðið fyrir þeim. Þeir Mr. Stevenson og Hsi rituðu sameiginleg bréf. Alstaðar fóru kristnir menn að búa sig undir trúaðra- mótið. Nýja stöðin í Fung-tung var valin. Hún var þegar orðin aðalmiðstöð starfsins í Hælunum, sem voru þar allt umhverfís. Þess vegna var það, að í júlí-lok kvaddi Mr. Steven- son gamla kristniboðshúsið í P’ing-yang. Fór hann með Hsi og samstarfsmönnum hans til Hung-tung borgar. Margvíslegar ráðstafanir höfðu verið gerðar til að taka á móti svo mörgum gestum. Það leið ekki á löngu áður en Stanley Smith kom frá höfuðborginni til að athuga, hvort allt væri tilbúið. Ráðstefnan þar hafði verið óvenjulega blessunarrík. Hann færði líka fréttir, sem glæddu gleði, nýja von í hverju hjarta og þakklæti. Mr. Hudson Taylor og ferðafólkshópur hans, þar með fímm eða sex aðrir kristniboðar, væru á leiðinni, væntanlegir innan fárra daga. Fréttimar fóru sem eldur í sinu. Kristna fólkið hætti störfum við upp- skeru og kornatíning. Fólkið í þorpunum flýtti sér þangað. „Virðulegi Aðal-Hirðirinn er kominn. Við skulum flýta okkur til að votta honum virðingu okkar og heilsa honum ástúðlega.“ Hópar af ferðafúsum pílagrímum, er klæddir voru í hreinan sumarbúning, lögðu af stað. Lítið báru þeir með sér nema sálmabækur, nýja testamenti og blæ- vængi, - því að þetta var á heitasta tíma sumarsins. Allt húsrúm þar á kristniboðsstöðinni troðfylltist á svipstundu. I>eir settust að í kapellunni og í gestaher- bergjum Stanley Smiths sjálfs. Sem betur fór var ágætt veður til að borða úti. Hvorki skuggi né skúr bældi niður ákafa safnaðarins. Meðan þessu fór fram, var Mr. Taylor og ferða- mannaflokkur hans í erfíðum kringumstæðum. All- margar rigningar vikur voru nýliðnar hjá. Ekki verður því lýst, hvernig vegirnir voru eftir þær. Fyrstu daga ferðar þeirra lá vegurinn yfir stóra sléttu. En fjöllin tóku við. Þar voru klettar og þröng gil milli kletta löss- laganna, sem orðin voru foraðsleðja. Tálmanir urðu æ verri, uns gestgjafínn í síðasta gistihúsinu áður enfar- ið væri yfir Ling-shih fullyrti: að gagnslaust væri að halda áfram. En útlendingarnir létu ekki telja úr sér kjarkinn. Þeir vissu, hve hræðilegir vegirnir í Kína geta verið. En hinum megin við skarðið beið mikil- vægt verk eftir þeim. Bæn og þolgæði mundu með vissu koma þeim yfír um. Varla var dagur á lofti, er þeir lögðu af stað, reiðu- búnir að mæta erfiðleikum eða jafnvel hættum. Mr. Taylor var vel ríðandi. Mr. Beauchamp hafði lánað honum asnann sinn. Gripur sá var nefndur „Ljónið“ vegna þess, hve raddsterkur hann var. Ferðafélagar kusu að ganga. Harðgerð áburðardýr báru farangur þeirra. Alltaf varð vegurinn brattari, ef nefna má hann veg. Hann sýndist fremur vera stigi upp klettana. Hér og þar voru þröng gil í lóðréttum leðjuveggjunum. Þar voru hættuleg leðjufen. Mr. Taylor reið á undan hinum. Hann kom að gili nálega efst í skarðinu. Áður en hann vissi af var litli asninn á undan honum - en hann rak enginn - nálega sokkinn á kaf í leðjuholu, sem var óvanalega stór. Reiðskjóti hans fór beint á eftir hinum, þótt reynt væri að halda honum til hliðar. Lössveggimir stóðu brattir báðum megin. Var þar hvergi fótfestu að fá. Dýrin sukku dýpra og dýpra. Urðu þau því fastari í efjunni, sem þau brutust meir um. Mr. Taylor varð hjálpar- hönd feginn, er komu hans ferðafélagar. Asninn hans var þá sokkinn í efjuna nálega upp að söðli. Hinn var nærri því horfinn. Byrði hans, sem ekki var bundin föst við hann, hvarf. Höfuðið eitt og halinn stóðu upplyft sem væru þau að biðja um hjálp. Hér var enginn kostur fyrir hendi annar en sá: að vaða út í efjuna, taka baggana og reyna að bjarga dýr- unum. Bæði Mr. Studd og Mr. Bauchamp létu sér hvergi bregða. Báðir voru þeir þjálfaðir íþróttamenn, og kom það sér nú vel. Hjálpuðu þeir essrekunum, svo að ösnunum varð bjargað. Klukkustundum síðar, er ný gata eða tröppur höfðu verið höggnar í löss-vegg- ina, komust bæði menn og dýr með leðjulag á sér alveg örmagna upp úr gilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.