Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 60

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 60
60 NORÐURLJÓSIÐ Chang þorpsins til að hella yfir Hsi úr skálum reiði sinnar. Vinir hans þar höfðu heyrt söguna og voru fúsir til að veita hinum vegvillta manni annað tæki- færi. En þeir vissu lítið, hvað í vændum var, Kuo var æðisgenginn. Fall hans virtist hafa vakið upp allt hið illa í eðli hans og slökkva lífið frá Anda Guðs, hafi hann þá nokkurn tíma átt það. Það: að hefna sín á Hsi, sem hann kaus að líta á sem valdan að öllum hans erfiðleikum, virtist nú hið eina, sem hann langaði mest til. Með leikni gáfaðs, frá- fallins manns, bjó hann til fjöldann allan af upplogn- um ásökunum. Hann rifjaði margt upp, sem fyrir löngu var gleymt. Hann krafðist að lokum óskaplegr- ar fjárhæðar til endurgjalds fyrir þá vinnu, sem hann hafði leyst af hendi frá því, að hann var fyrst tekinn á búgarðinn. Neyð og skelfing fylltu heimilið. Hsi varð að gera allt, sem hann gat, til að hindra uppþot. Kuo fann unun af því: að gera málið eins opinbert og unnt var. Hrópaði hann með hæsta rómi og þuldi sínar ásakanir yfir öllum þeim, sem hlusta vildu. I vandræðum sín- um átti Hsi ekkert athvarf annað en bænina. Sáttar- tilraunir brugðust allar. Hann vildi ekki beita lögsókn og virtist alveg ósjálfbjarga í höndum þessa samvisku- lausa óvinar. Að kaupa sér frið með peningum virtist alveg gagnslaust. Hvað var unnt að gera? Er hann bað, var honum gefinn skilningur. Nýársdagur var í nánd. Það er eini dagurinn, þegar öllum Kínverjum þykir sjálfsagt að vera í friði við aðra. Hví þá ekki að stinga upp á því, að málið yrði lát- ið bíða, uns hátíðin mikla væri liðin hjá? Þetta mundi áreiðanlega líta vel út í augum fólks, og yrði það sam- þykkt, gæfi það honum meiri tíma til að hugsa og biðja. Þannig var það, að með hjarta, sem hrópaði til Guðs, kom Hsi aftur til hins uppæsta hóps manna og beið eftir tækifæri til að tala. Með hagleik sneri hann hugum nágranna sinna að skyldum þessa árstíma og ræddi alveg sérstaklega um þann undirbúning, er færi fram á heimilinu til að heiðra komu Kuos. „Ef þú vilt koma, bróðir, aftur, þegar Nýjárs-hátíð- in er liðin, þá skulum við vandlega athuga málin og reyna að bæta úr því, sem rangt er.“ Uppástungu þessari var tekið svo vel, að Kuo átti þess ekki kost að hafna henni. Hann þekkti líka ein- lægni mannsins, er bar hana fram, svo að hann þurfti ekki að óttast nein svik. Varð þetta bráðabirgðalausn. Kuo fór heim til að leita manna, sem hugsuðu líkt og hann, og kæmu aftur með honum til að valda óþæg- indum. Sjálfur gaf svo Hsi sig að bæn og föstu. Þá komu endalokin. Hsi hafði umborið hann nógu lengi með þeirri von: að frelsa þessa sál. „Sá, sem oft- lega hefur ávítaður verið og þverskallast þó, mun skyndilega sundurmolaður verða, og engin lækning fást.“ Það, sem gerðist, var óvænt mjög og alvarlegt. Kuo, sem yfirgaf Vestur Chang þorpið, með algerlega ósættanlegri óvináttu þennan dag, sneri þangað aldrei aftur. Áður en Nýársdagur rynni upp, bárust þær fréttir, að hann og tveir aðrir úr fjölskyldu hans höíðu dáið skyndilega. „Hvað - dauður!“ hrópuðu hinir furðulostnu nágrannar. „Guð hinna kristnu er reiður. Það er best að skipta sér ekkert af þeim.“ 12. KAFLI Sótt fram á ný. Er ábyrgðarmikil störf hans jukust, fann Hsi sí-aukna þörf á bæn. Hann hafði frá upphafi verið bænrækinn. Hann komst nú að því, að venjulegar bænastundir kvölds og morgna, og bænir við daglegar guðsþjón- ustur, nægðu ekki. Hann þarfnaðist lengri og hljóðari stunda, er hann biði eftir Guði, að hann kunngerði hugsanir sínar, og að sjálfur hann meðtæki fyllingu Guðs. Hann leyfði því ekki starfinu að reka sig áfram, taka allan tíma sinn og hugsanir. Hann lagði öll störf til hliðar, stundum í marga klukkutíma, sttmdum heila daga og nætur var hann á bæn - oft fastandi. Oftast fékk hann á þessum stundum nýjar hugsanir og ný áform, er vörðuðu starfið, og nýjar sýnir um trú- festi Guðs. Samfara þessu kom dýpri vitund um, hve ónógur hann væri sjálfur. Á einum þessara bænatíma, snemma árs 1884, varð hann undrandi, er hann fann, að Chao-ch’eng hafði verið lögð sem byrði á hjarta hans. Því meir, sem hann bað, því meir fann hann til með fólkinu, sem lifði og ,dó án þekkingar á veginum til sáluhjálpar. En hvað gat hann gjört til að bæta úr þörf fólksins? Hingað til hafði hann enga tilraun gert til að hefja starf í borg. Starfssvið hans virtist vera meir á meðal sveita- fólksins. Hælin hans höfðu verið stofnsett á svæðum sveitanna. Það var allt annað mál: að ná fótfestu í stjómandi miðstöðvum fylkisins. Þar væri hann meðal fólks, er alist hafði upp í borg og skoðanir mótaðar af því umhverfi og með miklu meiri hleypidóma gagnvart kristinni trú. Hann sagði Drottni árangurslaust, að hann gæti ekkert gert. Hann væri félaus. Þetta væri ókleift. Chao-ch’eng var hins vegar mikilvæg, veitti mörg tækifæri. Hún var fræg fyrir spillingu. Fólkið elskaði ópíum. Þar voru sálir, sem enginn hirti um. Þó virtist hún rétta fram biðjandi hendur í myrkrinu. Meistar- inn, sem vissi allt, beið, beið með eftirvæntingu, að hann svaraði. „Allt vald er mér gefið,“ virtist hann segja, „og ég er með yður alla daga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.