Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 6
6
Tíminn í Alaska olli þáttaskilum í andlegu lííi
Bruce. A bænastund í herbergi sínu fylltist hann
heilögum Anda. Yfir hann streymdu straumar gleði
og máttar. Fylltur þessari nýju djörfungu hljóp hann
inn til varðmannanna á aðalstöðvunum. Ekki gátu
þeir skilið vel, hvaðan Bruce fékk þessa djörfungu.
Hér kom sonur týnda flugmannsins, fylltur hamingju
og öryggi. Þeir höfðu búist við hinu gagnstæða.
En Betty, móðir hans, Kathy systir hans og vinur
þeirra Henry vissu, að Guð gerir kraftaverk.
Bjargað.
Segja má langa sögu með fáum orðum. Mánudag-
inn 15. maí, er flestir höfðu misst alla von um, að
Junvik fyndist, þá gerðist það. Henry Hansen réði tvo
unga þyrlu-flugmenn. En það var alveg á móti óskum
björgunarstarfsmanna. Aðra var ekki að fá. Henry
hafði dregið hring á landabréfið og sagt: „Hér skuluð
þið leita, piltar. Drottinn hefur sagt mér það.“
Flugmennirnir tveir lögðu af stað í fyrstu leitar-
ferð sína. Dálítið voru þeir undrandi. Leit eftir leið-
beiningum Guðs var þeim eitthvað nýtt. I flugmanns-
klefanum var Bengt Junvik á bæn til Drottins.
„Drottinn, ég veit, að þú kennir mér þolinmæði.
En ég held, að ég sé byrjaður að læra námskaflann
núna.“
Samstundis heyrir hann vélarhljóð í þyrlu. Hann
gekk út á flugvélarvænginn. Sér til mikillar undrunar
sér hann, að þyrlan er að setjast rétt hjá honum. Þar
með var honum bjargað eftir 13 dægur.
Nytsamir lærdómar.
Er þetta var allt um gafð gengið, var ekki annað
unnt en að kannast viðyað kraftaverk höfðu gerst. Það
var kraftaverk, að óreyndir flugmenn gátu fundið
flugvélina týndu eftir nokkurra stunda leit, er þaul-
reyndir flugmenn höfðu ekki fundið hana á 13 dægr-
um. Sá styrkur, sem Junvik og fjölskyldu hans var
gefinn, var líka kraftaverk.
„Aldrei áður hef ég fengið að reyna eins nálægð
Guðs og á þessum tíma.“ Þannig mælti flugmaður-
inn, er frelsaður hafði verið svo giftusamlega. „Nú
veit ég, að Guð gefur þann kraft, sem við þörfnumst, í
hvaða kringumstæðum sem við erum. Við báðum.
Guð heyrði bænir okkar. Eg lærði líka annað, meðan
ég var í flugvélarflakinu. Það er svo margt, sem við
sjáum, að hefur ekkert gildi, er við rannsökum líf
okkar. Við sækjumst eftir svo mörgu, sem við erum
ekki í þörf fyrir.
Guð hefur kennt mér eitthvað, sem varir ævi-
langt!“
„O, miklið Drottin ásamt mér“
„Ég vil vegsama Drottin alla tima, ætíð sé lof
hans mér í munni. Sál mín hrósar sér af
Drottni, hinir hógværu skulu heyra það og
fagna. Miklið Drottin ásamt mér, tignum í sam-
einingu nafn hans.“ (Sálm. 34. 2.-4.)
Drottinn læknaði mig sem með kraftaverki af ban-
vænu krabbameini. Síðan eru liðin meira en níu ár.
Eg hét honum því, að ég skyldi segja fólki Guðs frá
því, hvað hann hafði gjört fyrir mig. Við, María mín
og ég, trúum því, að lífi mínu hafi þá verið þyrmt, af
því að fólk, víðs vegar um heiminn, var að biðja um
það. Eg vegsama Drottin, að hann gaf mér önnur níu
ár í þjónustu sinni.
(Með predikun sinni egndi þessi predikari Satan
upp á móti sér. Guð leyfði það, að hann gat gert þjóni
Drottins ýmsar skráveifur. Heldur nú sagan áfram.)
Fyrst af öllu, segir hann, braut ég á mér vinstri
höndina. Skömmu síðar var það eftir guðsþjónustu,
að læknir sagði við mig, er hann tók í hönd mér: „Þú
ert með mikinn hita. Þér væri betra að fara í rúmið.“
Daginn þann fór ég heim með lungnabólgu. Fáum
vikum síðar losnaði brjóskflaga í baki mér, og var ég í
drætti (teygingum) um tíma.
Hámarkið náðist nokkrum mánuðum síðar. Þá var
ég kominn með krabbamein, innan vissra takmarka.
Um jólin varð ég var við kjálkabólgu, sem ég hélt, að
væri útfrá tönn. Læknirinn lét mig fá lyf, en dró ekki
tönnina úr mér. Síðar meir, er hann heyrði, hvaðgekk
að mér, sagði hann: „Eg veit ekki, hvers vegna ég dró
ekki tönnina úr þér. í 95 tilfellum af 100 hefði ég gert
það. Ég gæti hafa drepið þig með því.“ Við María
vissum auðvitað, hvers vegna hann tók ekki tönnina.
Viö eigum Frelsara, sem ekki einungis umvefur okkur
náð sinni, heldur tekur árásir djöfulsins, víkur þeim til
hliðar og færir nafni sínu dýrð.
Er skurðlæknirinn hafði komið heim á prestssetrið
til að segja okkur, hver árangurinn væri af rannsókn-
inni á sýnishorninu, höfðum við skilið, að eitthvað
mikið væri að. Skurðlæknar fara ekki heim til
sjúklinga venjulega. Er læknirinn hafði skýrt frá, hver
sjúkdómurinn væri: staðbundið krabbamein, sótti
dálítill efi og ótti á huga minn, er snerti Maríu og
börnin. A prestssetri safnaðarins áttum við heima. Þar
sem ég hafði fengið magasár, meðan ég var í skóla, var
tíu þúsund dollara líftrygging hið eina, sem ég hafði
getað eignast. Eins og konan mín benti á, gat Guð litið
betur eftir þeim en ég.
(Þýtt úr Livets Gang, febr. 1979. S. G. J.)