Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 9

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 9
NORÐURLJÓSIÐ 9 Þetta er synd, sem öðrum er létt að leiða okkur út í. Þeir tala við okkur um einhvern. Þeir vilja koma okkur til þess, að við segjum skoðun okkar á honum. Þótt okkur langi til að hlýða boðorðinu: að elska aðra. Við rekum okkur á það, að þetta er mjög erfítt viðureignar. Ég minnist þess, að ég var fyrir nokkru kynntur konu og dætrum hennar tveimur, er sinntu mikið kristilegu starfí. Gagnrýndu þær kristniboða nokkra. En svo vildi til að ég þekkti þá. Vildu þær heyra álit mitt. En ég gaf þeim ekkert svar. Gagnrýni sinni héldu þær áfram og kröfðust þess, að ég gegndi þeim, léti í ljós skoðun mína. Þögull leit ég í hjarta mínu til Drottins og spurði hann, hvað ég ætti að gera. Er þær héldu áfram og spurðu enn: „Er það rétt af þeim, herra Hamilton, að gera þetta, hitt og annað líka?“ Þá svaraði ég þeim: „Ég hef lesið það í ritum Jóhannesar, að það er verk Satans að ákæra bræðurna (Opinb. 12.10. Þýð.) og ég ætla ekki að ganga í lið með honum.“ Ahrif þessa svars er fremur hægt að ímynda sér en lýsa þeim. Ekkert hindrar starf Guðs í söfnuði eins og það, að trúaða fólkið setji hvað út á annað og dæmi hvað annað innbyrðis. Komi gagnrýni-andinn inn, fer heilagur Andi út (hættir heilagur Andi að starfa, vil ég heldur segja. S.G.J.) Þá undrumst við, hve lítil blessun er með og árangur af starfi okkar. Dómgirnin er syndsamleg. Guð frelsi okkur frá henni. Guði sé lof, hann getur það. Frelstmin kemur frá þeim stað, sem nefndur er Golgata, jafnvel þótt við höfum iðkað þessa synd árum saman, og hæfíleiki okkar til að gagnrýna hafí náð miklum þroska. (E.L. Hamilton.) Þýtt S.G.J Gagnleg íhugun. Hef ég hryggt þinn helga Anda? Hef ég byrgt hans máttarlind? Hafi þetta hent mig, Drottinn, hreinsa mig af þeirri synd. (Höf. dr. Oswald J. Smith. - Þýtt af S. G. J.) Maður nokkur fór að biðja fyrir kristniboða, sem talið var, að væri kólnaður. „Drottinn, þú sér, hversu þessi þjónn þinn er orðinn kaldur.“ Lengra komst hann ekki. Þá var sem gripið væri fyrir munn honum, og Drottinn sagði manninum, að hann vildi ekki hlusta á hann, minnti hann á, hvernig maðurinn hafði yfirgefið allt Drottins vegna. Hann ætti því að biðja fyrir honum, en ekki setja út á hann. „Hver ert þú, sem dæmir annarlegan þjón? hann stendur og fellur herra sínum; og hann mun standa, því að megnugur er Drottinn þess, að láta hann standa.“ (Róm. 14. 4.) (Þýtt úr „Sverði Drottins“, en tekið þar upp úr „The Evidence “ (Sönnunin.) - S. G. J. Þakkargerð. „Engum að þakka! Mér fellur svo*þungt að geta engum þakkað.“ Ekki man ég, hver skráði orðin, andvarpið hér að ofan. Vafalaust hefur hann ekki lesið mikið, maður- inn sá, í bók Guðs, í heilagri ritningu. 100. sálmur- inn í Sálmunum ber heitið: Þakkarfómarsálmur. I 4. grein hans standa þessi orð: „Gangið inn um hlið hans (Drottins) með þakkargjörð.“ Má vel vera að þar sé átt við hlið Jerúsalem, er fólkið tók að safnast þar saman á löghátíðum Israels. Postulinn Páll tekur líka þakkargjörð til meðferð- ar í bréfum sínum. Við trúaða fólkið í Efesus ræðir hann á þessa leið um breytni þess og orðbragð: „Frillulífí og óhreinleiki yfírleitt eða ágimd á ekki einu sinni að nefnast á nafn á meðal yðar. Svo hæfir heilögum. Ekki heldur svívirðilegt hjal eða gárunga- háttur, sem alls ekki á við, í stað þess komi miklu fremur þakkargjörð. (5. kafli 3.,4. grein.) Kólossumönnum ritar hann: „Látið frið Krists ríkja í hjörtum yðar. . . og verið þakklátir.“ „Gjörið allt í nafni Drottins Jesú, þakkandi Guði föður fyrir hann.“ (3. kap. 15. og 17. grein.) „Gjörið þakkir í öllum hlutum, því að það hefur Guð kunngjört yður sem vilja sinn fyrir Krist Jesúm.“ (1. Þess. 5.18.) Aðalgyðja Efesusmanna var Artemis, veiðigyðjan, villt í eðli sínu. En trúin á hana eða dýrkun hennar leysti ekki Efesusmenn frá löstum þeirra. . . . Einhvern tíma las ég eða heyrði sagða sögu, sem var á þá leið, að yfir sveinbarni vofði mikil ógæfa, þegar það næði tvítugsaldri. Þó væri unnt að afstýra henni með einu móti. Ef drengurinn væri vaninn á að segja: „I Jesú nafni,“ ef hann ætlaði að byrja á verki, framkvæma eitthvað. Þetta var gert. Er hann var tvítugur, varð hann fyrir vonbrigðum sárum. Honum fannst, að hann gæti ekki lifað. Ætlaði hann að fyrirfara sér. Þá sagði hann af ósjálfráðum vana. „I Jesú nafni.“ En hann hrökk við. Þetta gat hann ekki framkvæmt í Jesú nafni. Hefur hann þá getað þakkað Guði fyrir varðveislu hahs. - S.G.J. Fyrirmynd Drottins Jesú. Drottinn Jesús gjörði þakkir áður en hann neytti fæðu. Það sjáum við af frásögninni í guðspjalli Jóhannesar, 6. kafla, 11. grein. Hér var hann í sporum húsráð- andans, eða heimilisföðurins. Postulamir vom hans heimamenn, mannfjöldinn gestirnir. Lúkasar guðspjall greinir frá því, er hann slóst í för með lærisveinunum tveimur, sem voru á leið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.