Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 39
NORÐURLJÓSIÐ
39
Jú, ég held ég hafí gert það.
Pabbi vill ekki láta mig lesa margar bækur. Hann
segir, að heili minn þoli það ekki. Eg er líka orðinn
þreyttur á þessum álfasögum. Hvaða bækur lest þú?
Fóstra mín les skáldsögur. Pabbi minn les vísinda-
bækur. Þykir þér gaman að lesa?
Ég er einmitt sokkinn niður í að lesa bók náttúr-
unnar - og þig.
Að lesa mig! Það getur þú ekki.
En nú kom fyrir óvænt atvik.
Stóri hundurinn hans Eiríks kom með nokkur rifin
blöð í skoltinum og lagði þau með mestu varkámi
niður við hvílu litla sjúklingsins. Hundur þessi var
vanur að fylgja húsbónda sínum niður á ströndina og
hoppa kringum börnin. Nú hafði hann synt út í sjóinn
eftir þessu.
Þú ert góður, Rex, sagði drengurinn um leið og
hann tók blöðin upp. Rex er alltaf vanur að færa mér
eitthvað úr sjónum. En hann veit, að ég vil ekki gamla
skó eða rusl. - Hann var vanur að færa mér það. En ég
kenndi honum að gera það ekki. Þetta eru nokkur blöð
úr sögubók. Ég ætla að þurrka þau og lesa þau. En þú
mátt ekki segja fóstm minni það. Hún vill ekki lofa
mér að lesa neitt, meðan pabbi er í burtu, nema hún
lesi það fyrst sjálf. Hún segir, að hún muni þá verða
rekin úr vistinni.
Drengurinn var farinn að slétta hin votu blöð, þegar
Graham foringi tók þau af honum og mælti: Ég held
þetta sé versta rusl. Ekki vildi ég geyma það. En er
hann hafði litið á þau, rétti hann drengnum blöðin
aftur og mælti kímileitur: Það getur þó að minnsta
kosti ekki skaðað þig.
Ég þakka þér fyrir. Ég skal víst lesa, þegar fóstra
mín fer frá mér að sækja teið sitt. Ég er orðinn svo
leiður á því að tala við Rex. Hann er vanalega hjá mér.
Hvers vegna tala hundarnir ekki eins og við, Graham?
Mannseðlið hefur náð æðri og meiri þroska, svaraði
ungi maðurinn alvarlega.
Ég held, að hundunum leiðist ekki eins og okkur.
Þeir eru alltaf hamingjusamir, eða er ekki svo? Mér
stæði alveg á sama, þó að ég væri hundur.
Sálarlaus? - Eiríkur rak upp stór augu.
Hvað er sál? Ég spurði pabba einu sinni að því, og
hann sagði, að menn ímynduðu sér, að þeir hefðu sál,
en vísindin - æ, nú man ég ekki, hvað hann sagði meir.
Hvað heldur þú, að sál sé?
Við erum famir að kafa í hyldýpi. Það er víst betra
að velja nýtt umtalsefni. Hve nær kemur pabbi þinn
heim?
Það verður langt þangað til. En hvað er sál,
Graham?
Því get ég sannarlega ekki svarað. Menn halda, að
það sé sá hæfíleiki, sem gerir okkur æðri en dýrin.
Heldur þú ekki, að þú sért gáfaðri en Rex?
Nei. Mismunurinn er aðeins sá, að ég get talað og
lesið, en hann getur ekki talað. En faðir eldabuskunn-
ar okkar getur heldur ekki lesið, og fóstra mín segist
þekkja mann, sem getur ekki talað. Við Rex erum þó
ekki líkir í sjón, finnst þér það?
Graham rak upp skellihlátur.
Nei, drengur minn, vissulega ekki.
A ég að segja þér nokkuð? Einu sinni heyrði ég
systur fóstru minnar segja við hana: Vesalingurinn, og
faðir hans heldur, að hann muni deyja eins og hundur,
sagði hún. Hvernig deyja hundamir, Graham?
Líf þeirra slokknar eins og kertaljós. En það er sagt,
að ekki fari eins fyrir okkur.
Alvarlegt augnaráð Eiríks kom honum í vandræði.
Segðu mér, hvað þú átt við. Hvernig deyjum við?
Hvað segir pabbi þinn?
Hann vill ekki, að ég tali um dauðann. En einu sinni
sagði hann: að það væri að sofna og vakna aldrei aftur.
Er því þannig farið með hundana?
Jú, það held ég.
Nú varð þögn. Þeir störðu báðir út á hafið og
hugsuðu.
Eiríkur litli andvarpaði loksins. Jæja, ég er alltaf
svo þreyttur. Tíminn er svo lengi að líða. Allt er svo
tilbreytingarlaust.
Lífíð brosir hvorki við þér né mér, drengur minn.
Eiríkur sléttaði blöðin, sem hann hélt á í hendinni.
Markúsar guðspjall las hann hægt og gætilega. Það
er skrýtið nafn. Heyrðu, Graham, hvað er guðspjall?
Það þýðir góðar fréttir, held ég.
Heldur þú, að þetta sé sönn saga?
Já, það held ég.
Hefur þú lesið hana?
Já, þegar ég var lítill drengur.
Er þetta saga aðeins fyrir litla drengi?
Það em fjöldamargir, sem lesa hana. Líttu nú bara
á sjóinn. Er hann ekki hávær í dag?
Eiríkur renndi bláum augum sínum yfír sjóinn.
Heldur þú, að hann reiðist ekki gtundum? Hann er
bálreiður í dag, og enginn getur ráðið við hann. Mér
þætti gaman að sjá þann mann, sem gæti það. Sjóinn
langar til að komast yfír hafnargarðinn. En hann get-
ur það ekki. Það er þó gott, að hann getur stöðvað
hann. Það er gagnslaust fyrir bylgjumar: að vera með
þennan hávaða og ólæti. Þær gera ekkert gott með því
að láta svona illa.
Ég held þeim þyki gaman að því. ,Komið hingað1
segja þær, við skulum hvolfa þessum báti. Það er svo
gaman að sjá mennina hrekjast til og frá áður en þeir
sökkva. Svo skulum við hræða börnin og rífa niður
þessa hlægilegu sandkastala, sem þau eru að byggja.
O, að við gætum komist svolítið lengra og sópað burtu