Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 55
NORÐURLJÓSIÐ
55
Afturhvarf Mikkels
Bóndi nokkur, að nafni Mikkel, var uppi fyrir mörg-
um árum í Wiirtenburg í Þýskalandi. Það var siður
hans: að fara til annars þorps á hverjum sunnudegi,
því að þar var söfnuður, sem kom saman sér til upp-
byggingar og til að lesa Guðs orð. Mikkel hélt oft ræðu
fyrir þessu fólki og talaði mjög hrífandi orðum.
Stundum kom það fyrir, að hann kvartaði um
kæruleysi nábúa sinna og guðleysi. Og hann bað mjög
oft um, að þeir mættu snúa sér.
Sunnudag nokkum var ókunnur maður á þessari
samkomu. Hann sneri sér að Mikkel og spurði:
Hvað er langt, síðan þér sneruð yður til Drottins?
Tuttugu ár, svaraði Mikkel. Honum þótti vænt um
að svara þessari spurningu, því að honum var sönn
gleði að segja frá afturhvarfi sínu. En ókunni maður-
inn hélt áfram að spyrja:
Hafið þér búið alltaf í sama þorpi þessi tuttugu ár?
Já, það hef ég gert, svaraði Mikkel og hugsaði með
sjálfum sér, að það mundu ekki vera allir, sem gætu
staðið öruggir í svo mörg ár eins og hann, og vera
meðal þessara gálausu og veraldlega sinnuðu guð-
leysingja. Ókunni maðurinn hélt áfram enn:
Og er ekki nokkur, sem snúið hefur sér til Guðs í
allan þennan tíma?
Nei, nei, ekki einn einasti. Það hryggir mig oft.
Þá hlýtur að vera eitthvað mjög varhugavert við
kristindóm yðar.
Hver hefur verið að tala illa um mig? spurði Mikkel
hálfæstur.
Það hefur enginn gjört. Eg kemst að þessari niður-
stöðu vegna yðar eigin orða.
Þá varð Mikkel mjög hryggur. Já, sagði hann, ég
verð að viðurkenna, að ég er bráðlyndur, verð fljótt
æstur og úthúða fólki.
Það var því miður satt. Mikkel varð. stundum svo
reiður og hafði svo hátt, að hálft þorpið gat heyrt það.
Nú höfðu orð þessa manns mikil áhrif á hann. Þau
veittu honum umhugsunarefni. Gæti það verið, að
bráðlyndi hans væri í raun og veru heimilisfólki hans
og nágrönnum til hneykslis, svo að fólk sneri sér ekki
til Drottins? Hugsanir þessar lágu æ þyngra á hjarta
hans, meðan hann gekk heim, því að hann var í raun
og veru einlægur maður. Loksins gekk hann út af veg-
inum, kraup á kné og hrópaði til Guðs: Kæri
Drottinn, þú veist, að ég hef oft beðið um, að náungar
mínir mættu snúast. Nú sé ég, að bráðlyndi mitt er
þeim til hneykslunar. Þú veist, hvernig ég hef verið.
Hjálpaðu mér til að leggja niður þessa ljótu synd.
Hann stóð upp og fór heim í djúpum hugsunum.
Alla nóttina stríddi hann við sjálfan sig.
Þegar hann kom út á hlaðið næsta morgun, sá hann
aktygi, sem hengu þar á trjágrein. Vinnumaðurinn
hafði gleymt að láta þau inn í skemmuna. Mikkel fann,
hvernig reiðin ætlaði að brjótast út. En hann bað til
frelsarans og varð þá rólegur. Þegar hann hitti vinnu-
manninn, sagði hann: Aktygin ættu helst ekki að
hanga á trénu. Vinnumaðurinn varð hræddur og flýtti
sér að svara: Æ, fyrirgefið þér. Ég gleymdi þeim þar.
Það skal aldrei eiga sér stað aftur. Annars var bóndinn
vanur að úthúða honum við slík tækifæri og velja hon-
um alls konar uppnefni frá dýragarðinum. Fékk hann
þá slík svör frá honum aftur.
Gekk nú Mikkel inn í eldhúsið. Hvort sem það hef-
ur verið af hræðslu, af því að húsbóndinn kom svo
óvænt inn, eða þá af hugsunarleysi, en eldhússtúlkan
missti stórt fat niður á gólfið, svo að það mölbrotnaði.
Nei, nú gengur eitthvað á! hugsaði hún. Stóð hún með
hendur á mjöðmum og með ögrandi svip. Hugsaði
húp sem svo, að ekki skyldi sig vanta svör. Hún ætlaði
jafnvel að segja upp vistinni, ef illa færi. En hver fær
skilið undrun hennar, er Mikkel sagði aðeins: Vesal-
ings Lisabet, nú verður þú víst fjarska eyðilögð yfir
þessu. Hún tók hendur af mjöðmum, beygði sig niður
til að tína upp brotin og sagði um leið: Já, það verð ég
sannarlega, því að þetta var gott fat og hefur víst kost-
að meira en lítið.
Um kvöldið leit nágranni þeirra, Kláus járnsmiður,
inn til konu Mikkels og spurði: Hvar hefur maðurinn
þinn verið allan daginn? Hann hefur auðvitað verið
heima, svaraði hún, hvar hefði hann annars átt að
vera? Heima! Og ég hef alls ekki heyrt hann skammast
við nokkurn eða hafa hátt! Hann segir, svaraði konan,
að hann hafi verið að koma sér saman við frelsara sinn,
að hann skyldi ekki vera reiður framvegis. Þá hlýtur
hann að vera eitthvað geggjaður hérna, sagði járn-
smiðurinn með alvarlegum svip og benti um leið á
höfuð sér. Þetta kemur nú af því: að biðja og lesa
biblíuna svona mikið.
Það leið allt að miðvikudegi, og aldrei hafði fólkið í
þorpinu heyrt Mikkel skamma .nokkurn. Var það
undrandi yfir því. Þá komu menn sér saman um: að
reyna hann og sjá, hve mikið hann þyldi. Einkum voru
það strákarnir, sem gerðu allt, er þeim kom í hug, til
þess að gera hann reiðan. Keyrði svo langt úr hófi hjá
þeim, að þeir brutu rúðurnar hjá honum. En Mikkel
þoldi allt með mestu ró og stillingu.
Laugardagskvöldið kom jámsmiðurinn til hans og
sagði: Ég hef þekkt þig, síðan þú varst lítill drengur.
Við sátum saman í barnaskólanum, og ég veit, að þú
ert mesti ofstopi í skapi. Vertu nú aftur eins og þú
varst. Talaðu svo mikið sem þú vilt um afturhvarf
þitt. En blessaður farðu aftur að skamma fólk og að
vera ruddalegur í orðum, því að ég þoli ekki þessa