Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 24

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 24
24 NORÐURLJÓSIÐ Er fólki var boðið að koma innst í kirkjuna, kom hún ásamt einu bami sínu og lét frelsast. Gerbreyttist þá allur hennar heimur og afstaða hennar gagnvart brott- for eiginmannsins einnig. Er samkomunni lauk, sagði ég þá eitthvað, sem laut að því, hvort hún mundi fara heim og svifta sig lífínu nú, er hún væri viss um að komast til himnaríkis. „Ó-nei,“ sagði hún, „ég held, að ég komist í gegn- um þetta, hvað sem úr þessu verður.“ Þá spurði ég hana um mann hennar. Hún fullvissaði mig um, að ógerlegt væri að nálgast hann. Gæti það, sem við vild- um gera fyrir hann, alls ekkert gagn gert. Samtal við hann áleit hún alveg gagnslaust. Aldrei hefur nokkr- um skjátlast meir. Kvöldið eftir var hann staddur á samkomunni. Ekki hefði ég þekkt hann, ef hún hefði ekki sagt mér, að ég mundi þekkja hann, er ég sæi hann. Hann væri eins fyrirlitlegur og djöfullinn og að hann liti út líkt og djöfullinn. Áður en guðsþjónustan hófst benti ég þeim, sem boðaði orðið, á manninn, er sat á vissum stað í kirkjunni. Hlyti hann að vera maður kontmnar. Hann væri að sjá eins auvirðilegur og djöfullinn. Þegar fólki var boðið að koma og taka á móti Kristi, kom hann, tók í hönd mér og sagði: „Þú þekkir mig sjálfsagt ekki. En sennilega er ég auvirðilegasti maður í borginni. Mér hefur verið sagt, að ég væri eins auvirðilegur og djöfullinn. En geti Guð gert eitthvað fyrir fólk, er á vandamál, sem ekki er unnt að leysa, þá vildi ég, að hann gerði eitthvað fyrir mig.“ Ég var fær um að vísa honum veginn. Hann festi traust á Kristi sem frelsara sínum. Konan hans vissi ekki, að hann var staddur á samkomunni. En þegar ég lét hann standa upp og las upp nafn hans, kom hún hlaupandi og vafði hann örmum í augsýn alls safnað- arins. Þau sögðu hvort öðru, að ást þeirra væri enn á lífi og að þau vildu láta hjónaband sitt heppnast vel. Sjaldan á ævi minni hef ég séð, að önnur eins breyt- ing yrði á fólki. Fjölskylduna hafði ég alla skírt innan viku. Hyrniúgarsteinn heimilisins var Jesús Kristur. Fjölskyldan varð predikara þessum til mikillar blessunar. Á umliðnum árum höfum vér getað fylgst með henni og séð, hvernig hún hefur vaxið í Jesú Kristi. Markmið mitt með birtingu þessarar sögu var þetta: Hér voru tvær ómögulegar manneskjur. En Guði eru allir hlutir mögulegir. Þegar Guð frelsar mann, gerir hann manninn að nýjum manni. Hið gamla varð að engu. Allt varð nýtt. (Þýtt úr „Sverði Drottins“. S. G. J.) „Er Drottni nokkuð ómáttugt?“ (1. Mós. 18. 14.) (Sagt við Söru, konu Abrahams.) Efunarmanni svarað. Þökk fyrir nýlegt bréf þitt. Með bæn hef ég vandlega athugað það. Samúð hef ég með þér í erfiðleikum þínum. En ég held ég geti hjálpað þér, viljir þú hlusta. Þú efast um orð Guðs, og hvort Kristur sé í raun og veru sonur Guðs, o.s.frv. Þú ert ekki viss um, hvort þú ert frelsaður, af því að þú ert ekki viss um, að biblían sé orð Guðs, segir þú. Slíkt er sorgleg staðhæfing. En til eru ýms sannindi, er geta veitt þér frið og hamingju, ef þú festir traust þitt á þau. En heiðarlega verður þú að leggja þau þér á hjarta. 1. Jesús sagði, að sá, er efast um biblíuna, er heimskingi. í guðspjalli Lúkasar 24. kafla 25.-27. grein segir hann: „Ó, þér heimskir og tregir í hjarta til að trúa öllu því, sem spámennirnir hafa talað! Átti ekki Kristur að líða þetta og ganga inn í dýrð sína? Og hann byrjaði á Móse og á öllum spámönnunum, og útlagði fyrir þeim í öllum ritningunum það, er hljóðaði um hann.“ Jesús sagði um mann, sem er seinn til að trúa biblíunni, að hann sé heimskingi. Það er því til ein- hver greinileg og skýr leið til að fá að vita, að biblían er orð Guðs. Og það er eitthvað mjög rangt, sem gengur að hjarta mannsins, ef hann trúir ekki. Það er ekki eðlilegt ástand hjarta mannsins. Það er merki upp- reisnar og syndar áeinhverju sviði. Það sýnir, að hjarta mannsins er ekki í því ástandi, að það vilji finna sannleikann. Þú getur fengið að vita það, að þú átt rétt til þess að vita það, að biblían er orð Guðs og að Jesús Kristur er sonur Guðs. „Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonar- ríka framtíð. Þá munuð þér ákalla mig og fara og biðja til mín, og ég mun bænheyra yður. Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta, vil ég láta yður finna mig“, segir Drottinn. (Jer. 29. 11.-13.) Gættu vandlega að því: að sá, sem leitar Guðs af öllu hjarta, mun finna hann. I guðspjalli Jóhannesar, 7. kafla, 17. grein, stendur þetta: „Ef sá er nokkur, sem vill gera vilja Guðs, hann mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði eða ég tala af sjálfum mér.“ Gefðu þessum orðum vandlega gaum. Ef maðurinn velur það, að hann vill gera vilja Guðs, þá munhann þekkjasannleikann. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.