Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 10

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 10
10 NORÐURLJÓSIÐ Emmaus. Er þeir höfðu beðið hann þess, að hann væri hjá þeim, fengið haxm inn með sér, gjörði hann þakkir, er hann braut brauðið. Þá þekktu þeir hann. En hann hvarf þeim sýnum. Það fólk, sem vill gefa gaum að fyrirmynd frels- arans, ætti að fylgja þessu dæmi hans. I Kólossubréfínu, 1. kafla 9. grein biður postulinn um það, að Kólossumenn mættu fyllast þekkingu á vilja Guðs og um margt annað í næstu greinum. En hann endar á bæn um: að þeir geti „með gleði þakkað Föðurnum, sem gert hefur yður hæfa til að fá hlutdeild í arfleifð heilagra í ljósinu ... og flutt oss inn í ríki síns elskaða sonar.“ Þetta er alveg yfírgnæfandi þakkarefni. Drottinn Jesús sagði eitt sinn dæmisögu af konungi, sem hélt brúðkaupsveislu sonar síns. En er hann kom og leit á brúðkaupsgestina, sá hann mann, sem ekki var í brúðkaupsklæðum. Vel má vera, að hann hafí verið skrautlega klæddur. En konungar gátu haft þann sið: að þeir lögðu öllum gestum til skikkjur, sem allar voru eins. í gamla testamentinu er getið um mann, sem hafði auknefnið: klæðageymir. Hann átti að sjá um veisluklæðnað handa gestunum. Maðurinn í sögu Krists hafði ekki þegið klæði konungsins. - Þetta táknar, að réttlæti Krists verður syndugur maður að tileinka sér með persónulegri trú á hann. Vonandi hafa allir, sem lesa þessar línur, tekið á sig réttlætis skikkju Krists með trú á hann og hreinsun syndanna fyrir úthellta blóðið hans á krossinum á Golgata. Þakkargerð færir Guði dýrð. í síðara bréfí sínu til Korintumanna hvetur postulinn Korintumenn til að gefa fátækum trúsystkinum í Jerúsalem. Hann ritar: „Sá, sem gefur sáðmann- inum sæði og brauð til fæðu, hann mun og gefa yður sáð og margfalda það og auka ávexti réttlætis yðar, svo að þér verðið í öllu auðugir til hvers konar örlætis, sem fyrir oss kemur til leiðar þakklæti við Guð. Því að starfíð að þessari þjónustu bætir ekki aðeins úr skorti hinna heilögu, heldur ber hún og ríkulega ávexti fyrir þakkir margra manna Guði gjörðar.“ Þakkargerð leiðir aðra til trúar. Við lesum í guðspjalli Jóhannesar, að Drottinn Jesús átti kæra vini í Betaníu, sem var skammt frá Jerúsalem. En vinur hans, Lasarus, dó og var lagður í gröf. Send voru boð til Jesú. En tími Föðurins var ekki kominn, að hann leggði af stað. Loks er hann kemur til Betaníu, hefur Lasarus legíð fjóra daga í gröf sinni, sem var hellir. Drottinn bauð, að steinninn fyrir hellismunnanum skyldi tekinn brott. Síðan sagði hann: „Faðir, ég þakka þér, að þú hefur bænheyrt mig. Ég vissi að sönnu, að þú ávallt bænheyrir mig, en vegna manníjöldans, er stendur hér umhverfís, sagði ég það, til þess að þeir trúi, að þú hafír sent mig.“ Er hann hafði þetta mælt, kallaði hann hárri röddu: „Lasarus, kom þú út!“ Og hinn dáni kom út. Þetta, að Lasarus dó og var reistur frá dauðum, færði Guði, föðurnum, ihiklu meiri dýrð en lækning heíði gert. Erfíðleikar, sem mæta okkur, geta verið frá Satan, sendir til að freista okkar til mögls gegn Guði. Sé þeim mætt með þakkargerð, munu þeir hverfa fljótt. í öðru lagi getur Guð leyft þá, til þess að við leitum hans, tölum meira við hann. Það er ekki gaman fyrir jarðneskan föður, ef hann á börn, sem helst vilja ekki tala við hann, og síst af öllu um sína eigin hagi. Góður faðir ber þó fyrir brjósti farsæld barna sinna. Vanræksla á þakkargjörð hryggir Drottdn Jesúm. Lúk. 17. Líkþrá, holdsveiki öðru nafni, var hræðilegur sjúkdómur á dögum Drottins Jesú og er það enn í dag. Áætlað er, að ennþá séu 22-25 milljónir líkþrárra manna í heiminum. Ef til vill verður henni ekki útrýmt fyrr en Drottinn Jesús er kominn aftur. Ef stórveldin vildu verja aðeins broti af því fé, sem þau verja til vígbúnaðar, til að útrýma líkþrá, þá mundi það takast. Henni var útrýmt hér á íslandi, er reistur var Laugarnes-spítalinn við Reykjavík og allt sýkt fólk einangrað þar. Eitt sinn bar svo til, er Drottinn Jesús var á ferð, að 10 menn líkþráir sáu hann. Þeir stóðu langt frá og hrópuðu: „Jesús, meistari, miskunna þú oss!“ (Lúk. 17. 11.-19.) Fús var hanntilþess. Enhannsagði þeim: „Farið og sýnið yður prestunum!“ En svo bar við, er þeir fóru, að þeir urðu allir hreinir. Einn af þeim sneri áftur, féll að fótum Jesú og þakkaði honum.“ Hann var Samverji. Þá spurði Drottinn Jesús: „Urðu þeir ekki tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Voru engir, sem sneru aftur til að gefa Guði dýrðina, nema þessi útlend- ingur?“ I ritningunni er líkþráin táknmynd af syndinni. Líkþrár maður er óhreinn maður talinn þar. Syndugur maður er óhreinn maður í augum heilags Guðs. En hann verður hreinn, þegar hann fer í laug endurfæðingar og endurnýjunar heilags Anda. Þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.