Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 21

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 21
NORÐURLJÓSIÐ 21 með því að snúa sér í hring á stóra eldhúsgólfinu. En það var undarlegast af öllu þennan dag, að stöðvarstjórinn og kona hans báðu hana að koma inn í íbúð þeirra. Var henni veitt þar alls konar góðgæti. Frúin stakk tuttugu krónum í hönd hennar. Sjáðu tilj hér fær þú fyrstu mánaðarlaun þín í Rugsvea. Þér mun áreiðanlega líða vel í Rugsvea. Fólkið þar er ágætt, gott og iðið. Dag nokkurn, ekki löngu síðar, kom húsbóndinn gjaður og sagði fréttir. Já, María, það var gott, að þú komst. Konan mín hefur eignast tvíbura, tvo velskapaða drengi, svo að þú munt skilja, að það verða margir munnar, sem metta þarf hér í húsinu. Ég tek að mér að sjá um fjósið og annað, en þú verður húsmóðir okkar fyrst um sinn. Hvílík breyting er orðin, síðan þú komst hingað. Börnin öll eru í hreinum og heilum fötum. Húsið allt neðan úr kjallara og upp á loft er hreinþvegið. Við get- um ekki skilið, hvernig þú, sem ert borgarstúlka, hef- ur getað gert þetta allt núna á fáeinum vikum. Þú ert hreint og beint ofurmenni. Þökk fyrir öll þessi fögru orð. En ég verð að biðja um fyrirgefningu. Guð hefur kallað mig sem fagn- aðarboða, og ég hef ekki ennþá minnst á það. Ég hef hvorki sungið eða spilað á gítarinn fyrir ykkur í þessar vikur, sem liðnar eru, síðan ég kom hingað. En nú spyr ég, hvort ég megi hafa guðræknistund í eldhús- inu, þegar konan kemur heim. Þá ætla ég að lesa úr orði Guðs, syngja og spila. Þú skalt fá leyfi til þess, kæra María, sagði Rugsvea, hrærðum rómi. Þau settust öll saman kringum stóra eldhúsborðið. María hafði búið allt hið besta, sem heimilið hafði að bera fram, breitt á hvítan cfúk og látið þar blóm. Allt var í besta lagi. Og þú gerir þetta allt ókeypis, María, sagði hús- freyjan og ljómaði af hrifningu. En smásnáðar tveir létu heyra til sín í einu horninu á eldhúsinu. Húsbóndinn hélt loforð sitt. María fékk að hafa þar guðræknistund. Söngur og gítarspil þíddu hjörtun. Niður í djúp þeirra steig orð Guðs. Það var líkt og vatnsstraumur á vori, sem streymdi frá Maríu, líkt og innibyrgðri uppsprettulind. Er hún settist niður, féllu allir á kné framan við stóru eldhúsbekkina. Hið eina, sem María þurfti að gera, var að lesa orð Guðs yfir grátandi fólki. Fjölskylduvakning var byrjuð. Þetta var fyrsta staðfestingin, sem María fékk á köllun sinni sem fagnaðarboði. Þó var það viku síðar, að þessi sönnun varð ennþá sterkari. Fregnin um það, sem gerst hafði á Rugsvea, fór um eins og eldur í sinu. Er haldin var fyrsta opin- bera samkoman, var allt troðfullt af fólki: Eldhúsið stóra, stofurnar og gangurinn, var allt fullt af fólki. Margir komu og leituðu hjálpræðis Drottins. Tveir hinir fyrstu voru stöðvarstjórinn og kona hans. Meistarinn gekk um dalinn veturinn allan og fram á vor. Og María fékk sitt meðmælabréf sem fagnaðarboði. (Ath.semd: Venjulega orðið er heimatrúboði. En fagnaðarboði á vel við um þá, sem boða fagnaðar- boðskap Drottins.) (S. G.J. þýddi úr Livets Gang.) Miklu breytir lofgerðin Guð langar til að eiga fólk, sem lætur sér ekki nægja, að það biðji hann um eitthvað, heldur lofi hann einnig. Biblían geymir sögur af mönnum, er sigra unnu, af því að þeir lofuðu Guð. Páll og Sílas lágu í fangelsi. En er þeir lofsungu Drottni, þá frelsuðust þeir úr varðhaldinu og unnu aðra til trúar á Krist. (Post. 16. 25.) Eigum vér sjálf í erfiðleikum? Þráum vér, að beðið sé fyrir öðrum? Þá verðum vér að bera þetta framfyrir Drottin með bæn. Þá munum vér - með stöðugri lof- gerð - verða fullviss um sigurinn. Lofgerð veldur breytingum! Þú krýpur á kné til bænar. Þó nærð þú ekki sambandi við Guð. Reyndu þá að færa honum lofgerð. Guðdómleg nálægð hans mun flæða yfir sál þína. Ef til vill geðjast þér ekki að því: að lofa Guð hástöf- um. Þér getur fundist það ónauðsynlegt, og jafnvel sýnst það heimskulegt. í 98. Sálmi biblíunnar, 4. grein, standa þessi orð: „Látið gleðióp gjalla fyrir Drottni öll lönd, hefjið gleðisöng, æpið fagnaðaróp og lofsyngið Drottni... “ Fólk hans ætti að gera nafn hans dýrlegt með því að lofa hann stöðugt. „Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni,“ segir Davíð. (Sálm. 34. 2.) Guð fyrirskipar lofgerð. Lofgerð er nauðsynleg, því að hún er boðin af Guði. „Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin!“ (Sálm. 150. 6.) Sýnist þér þetta heimskulegt, minnstu þess, að „Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til að gera hinum vitru kinnroða.“ (1. Kor. 1. 27.) „Fyrir hann (Jesúm Krist) skulum vér því óaflátanlega frambera lofgerðarfórn fyrir Guð.“ (Hebr. 13. 15.) Hefur þú verið að biðja um vakningu, sem ekki hef- ur komið? Hættu að biðja, en byrjaðu að lofa Guð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.