Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 23

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 23
NORÐURLJÓSIÐ 23 Er Kristur Jesús leið fyrir syndir okkar á krossin- um á Golgata, voru krossfestir með honum illvirkjar tveir. Annar þeirra gerði iðrun, bað Jesúm að minnast sín, veitti honum þannig viðtöku og varð guðsbarn. (Lúk. 23. 39.-43.) Hafir þú ekki leitað Jesú með iðrun eins og ræninginn, væri þá ekki ráðlegt að gera það nú? koma til hans í bæn og veita honum viðtöku? Hann hefur sagt: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki í burt reka.“ (Jóh. 6. 37.) Hann tók á móti ræningja þessum, og hann tók á móti mér eins og hon- um, þegar ég kom til hans. Kom þú til hans líka. Hann tekur á móti þér. Þegar þú hefur tekið á móti Kristi, láttu þá aðra vita það, sem þarfnast hans. Sendu einnig undirrituðum línur. Þá mun hann senda þér ritið: „Byrjunin með Kristi.“ Það er ætlað nýjum lærisveinum Krists. Sæmundur G. Jóhannesson. Vinaminni, Akureyri. Þá læknaði Guð hann Ég er fyrrverandi nemandi frá Biblíuskólanum í Wales. Andlegum afrekum skólastjórans fyrstaget ég aldrei gleymt. Hann var síra Rees Howells. Hann var gæddur furðulegri trú. Segja má þessa sögu sem dæmi þess. Ættingja átti hann, sem nefndur var Dick frændi. Hann hafði verið ófær til gangs í mörg ár. Hann hafði skaddast alvarlega í námuslýsi. Var hann alveg ósjálfbjarga. Samt hafði Guð ekki gleymt honum. Samkvæmt áformi hins Almáttuga ákvað Rees Howell að heim- sækja frænda sinn nýjársdag nokkurn. Dick frændi átti heima hinum megin við Svartfjall. Áður en hann fór að heiman til að klífa bratt fjallið, kraup Rees niður og beiddist guðlegrar varðveislu, meðan hann væri í ferðalaginu. ímynda má sér undr- un hans og lotningu, þegar hann heyrði heilagan Anda tala við sig þessi orð: „Það er vilji Föðurins að lækna frænda þinn.“ Eftir þrjátíu ár átti hann aftur að fara að ganga! Ávallt var komu Rees beðið með mikilli eftirvænt- ingu á heimili frænda hans. Hún var ekkert minni þennan nýjársdag. Jafnskjótt og hann kom inn í húsið, var hann spurður: „Hefur nokkuð nýtt komið frá Drottni?“ »Já,“ var svarið undrunarverða. „Guð ætlar að lækna þig.“ Mánuður og dagur voru tilgreindir: 15. maí. Dick frændi átti því að læknast á hvítasunnudag, til minn- ingar um hvítasunnuna. Ennfremur, þetta átti að ger- ast árla morgvms. Hann átti að ganga þrjár mílur (nálega 5 km.) til kirkjunnar. • Sjáið nú hið dásamlega áform Guðs,'er gera skyldi gagnrýnendur orðlausa! Til þess að enginn maður fengi heiður af þessu kraftaverki, átti Rees Howell að vera á brottu úr héraðinu, uns lækningin hafði gerst. (Líkt og Elía átti hann að fela sig.) Rees Howells var alltaf næmur fyrir boðum heilags Anda og hlýðinn þeim. Hann fór tíu mílur (16 km.) í brott frá heimili Dicks frænda. Boðuð lækning átti sér stað á tilteknum tíma. Dick frændi gekk þessa 5 km. tilkirkjunnar Guði til dýrðar. Þremur dögum síðar heyrði Rees Howells fréttirn- ar. Lækningin var fullkomnuð. (Þýtt úr „The Flame“ (Loginn) júlí-ágúst 1980. Höfundur Harry Slater. Þýð. S. G. J.) Hjónabandið gerbreyttist Eftir Curtis Hutson. Fyrir mörgum árum heimsótti kona mig, hún var í söfnuðinum. Tjáði hún mér, að grannkona hennar, fertug barnamóðir, væri að hugsa um að svipta sjálfa sig lífi. Gestur minn spurði mig, hvort ég vildi heim- sækja hana. Ég fór heim til hennar. Hún hafði alveg misst'móð- inn. Lá hún á legubekk og grét sáran. Er við höfðum skipst á fáeinum orðum, komst ég að því, hvert var til- efni sorgar hennar. Hafði það gerst snemma um morguninn, að maður hennar yfirgaf hana og börn þeirra þrjú, sem öll voru á unglingsaldri. Sagði hún, að nú var engin ástæða fyrir hana til að lifa lengur. Þetta varð mér tækifæri til að ræða við hana, hvaða ástæðu hún hafði til að lifa. Ég spurði hana, hvorthún þekkti Drottin. Hún sagði, að hún þekkti hann ekki og enginn í fjölskyldu hennar. Ég fór þá að fullvissa hana um: að Víti væri langtum verra en nokkuð það, sem hún gæti þurft að reyna hér í heimi. Þörfin hennar mesta væri sú: að Drottinn fengi að taka þátt í lífi hennar og að láta hann leysa vandamál hennar. Þessa viku stóð svo á, að haldnar voru vakningar- samkomur í kirkjunni okkar. Gaf hún mér það loforð, að hún skyldi koma þá um kvöldið ásamt börnum sínum. Þetta samþykkti hún, sótti þessa samkomu. Hugarástand hennar var líkt því, sem það var um daginn. Ekki gerði ég mér ljóst, meðan haldin var samkoman, hvað var í raun og veru að gerast hjáþess- ari konu. Einhvemveginn sá hún andlega þörf sína, að hún væri langtum meiri en líkamleg þörf hennar á nærveru eiginmannsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.