Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 65

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 65
NORÐURLJÓSIÐ 65 ána. Skörð, er höggvin höfðu verið í klettana, varð að fara yfír. Langt fyrir neðan þá streymdi fram freyð- andi áin. Að kveldi sjötta ferðadagsins komu þessir ferða- langar til Hoh-chau. Þar var Hælið, sem gjöf frú Hsi hafði nýlega gert kleift að opna. Sunnudaginn hvíldu þeir sig þar, höfðu gott tækifæri til að predika. Það fengu þeir líka næsta kvöld í Chao-ch’eng, þrátt fyrir fjölda og geysilega forvitni fólksins. Næsta dag kom- ust þeir til Hung-tung, aðeins 8 km. frá þorpi Fans í miðju þess héraðs, er átti að verða sumum þeirra mjög kunnugt fljótlega. Komumenn voru allvel búnir undir dvölina. Matprjóna gátu þeir notað með sæmilegri leikni. Þeir voru að læra meðal annars, að tími og þolinmæði eru vörur, sem þarf að hafa miklar birgðir af. Ef menn lentu í forarvilpu, eða þungu, fjaðralausu vagnarnir ultu um koll, þá settust ökumenn niður og reyktu úr einni eða tveimur pípum áður en þeir reyndu að koma hlutunum í lag og halda ferðinni áfram. Væru þeir staddir í þröngu gili og mættu vagnalest, þá mundu allir vagnstjórarnir reykja vingjarnlega, hreinsa mold- ina úr hjólunum, áður en þeir nefndu þá mikilvægu spurningu, hverjir ættu að snúa við og láta hinum eftir réttinn til vegarins. Sunnan við Hung-tung skorti ekki merki þess, að hér hafði Hsi og félagar hans verið að verki. Síðasta morgun ferðalagsins gekk Mr. Stanley Smith áundan hópnum. Þá mætti honum Kínverji, sem heilsaði honum með handabandi á vestræna vísu og hjartan- lega mjög. Kristniboðinn ungi ályktaði strax, að maðurinn hlyti að vera kristinn. A þeirri litlu kínversku, sem hann kunni, sagði hann spyrjandi: „Je-su-tih men- fu?“ Lærisveinn Jesú? Hinn nýi vinur hans svaraði með skínandi ásjónu: »Je -su, tih men-fu“ og með málrómi, er tjáði meir en heilt bindi bóka. Síðan heilsaði hann öllum með handabandi og fór með gestina til lítillar búðar og krafðist þess, að þeir neyttu þar brauðs og hirsi-grautar. Annað var þar ekki fáanlegt. Síðan fór hann með þá héim til sín og sagði, að búist væri við þeim þar, því að hann hafði lengi vænst komu þeirra og vissi, að þeir hlutu að vera í nánd. „Hvernig gast þú vitað það?“ spurði Mr. Baller. „Ferðalag okkar var skipulagt fyrir skömmu.“ „Ó, við vorum vissir um það,“ var svarað brosandi, „því að við höfum verið að biðja Drottin svo einlæg- lega um, að hann sendi okkur kristniboða án tafar.“ „Allt fólkið í þessum dal,“ mælti hann, er þeir nálg- uðust þorp hans, „er hætt að dýrka skurðgoð sín. Það er mikið handa ykkur að gera.“ Meðan tilreiddur var miðdegisverður, litu inn vin- gjarnlegir grannar, og haldin var guðsþjónusta, sem ekki hafði verið undirbúin. Uppörvaði þetta komu- menn mjög. Hittu þeir þarna í fyrsta sinn kristna bræður í suður-Shansi. Þótt þeir skildu aðeins lítið af því, sem var sagt, gátu þeir til fulls metið kærleiks- andann og hjartanleikann í því öllu. En það var ekki fyrri en þeir komu til P’ing-yang, sem þeir hittu Hsi sjálfan. Þeir höfðu varla komið sér þar fyrir, er hann yfirgaf bæði heimilisstörf og upp- skeruna og hraðaði sér yfír sléttuna til að bjóða þá vel- komna. Þetta voru samfundir, sem gerðu hjartanu gott, voru einnig upphaf ævilangrar vináttu. Þetta var eitthvað nýtt af nálinni fyrir Hsi. Hann hafði aldrei fyrirhitt unga kristniboða, sem gátu ekki talað málið, né eldri starfsmarm, sem eins var kunn- ugur notkun þess og Mr. Baller. Þeir vöktu ekki litla forvitni borgarbúa, og gesti þeirra mátti telja í hundruðum. Komu til þeirra á þessum sumarkvöld- um menn, svo að hundruðum skipti. Voru það fræði- menn, kaupmenn og bændur, ungir og gamlir, sem troðfylltu garðana að húsabaki til að horfa á nýju gest- ina og að hlusta á snjöllu kínverskuna hjá Mr. Baller. „Þegar orðið er dimmt!“ hrópuðu þeir með undrun, „mundi ekki einn af hundraði manna halda, að hann væri útlendingur.“ Þetta var ágætt tækifæri til að predika, og Hsi hafði unun af þeim anda, er kristniboðarnir ungu sýndu, er þeir lögðu sig undir yfirráð fólksins. Hann var góður mannþekkjari og skjótur að meta mikils það, sem benti í þessa átt. Samt sem áður, með þeim takmörkunum, er hann var háður, gat hann lítið skilið í raun og veru og metið þessa nýju vini sína. Því síður gátu þéir séð í honum allt það, er laða mundi fram kærleika þeirra og aðdáun á komandi árum. Hsi var ekki áhrifamikill við fyrstu sýn. Hann var hóglátur og fræðimannslegur, meðalmaður á hæð og grannvaxinn, klæddur í bláa baðmullar yfírhöfn eða hvítan kyrtil. Hið eina, sem gæti hafa dregið athygli þeirra að sér, var kraftur augnatillits hans, því að augu hans voru skörp og skipandi, þrátt fyrir að hann var ofurlítið tileygður á öðru auga. Skömmu síðar hittust þeir aftur, í þetta sinn heima hjá Hsi. Þar naut hann sín betur. jafnvel honum var það ekkert smáræði: að taka á móti svo stórum hópi útlendinga, og ákafí þeirra í Vestur Chang þorpinu var geysilegur. Karlmenn, konur og böm troðfylltu þröngu strætin og hlupu á undan ókunnu mönnun- um, svo að mannfjöldinn hafði boðað komu þeirra, og þeir hlutu konunglegar viðtökur. En áhuginn, sem koma þeirra vakti, gat varla verið meiri en þeirra sjálfra ungu mannanna, er þeir kynntust fyrst kínversku heimili. Það var ættföður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.