Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 58
58
NORÐURLJÓSIÐ
gefast ekki upp við kerlingarhróið, því að mér hefur
fundist ég ekki hafa eins gott af neinu, sem ég hefí gert,
eins og að dreifa Norðurljósinu, af því að ég hefi fund-
ið, að Drottinn hefur gefíð mér styrk til þess, þó að ég
hafi ekki haft neinn styrk í sjálfri mér. Svo veit Guð
einn hvemig þetta verður, hvort ég hressist nokkuð
með vorinu.
Það hafa fleiri góðar konur hjálpað til þama upp á
Akranesinu?
Já, já, það var sem mér þótti svo mikið vænt um, að
þær tóku við, þegar ég þurfti að fara. Það sem mér
þótti verst við að fara suður, var það, að þurfa að
sleppa því að dreifa Norðurljósinu.
En þið voruð þá orðin svo aldurhnigin hjónin, að
þið þurftuð að flytja til Keflavíkur í skjól sonar ykkar
og tengdadóttur?
MANNLÍF
í MÓTUN
Æviminningar
Sœmundar G. Jóhannessonar
í lok ritdóms síns í Morgunblaðinu í des. sl.
segir Erlendur Jónsson svo um fyrra bindi
æviminninga Sæmundar:
,JÞetta er heiðarlega skrifuð bók, und-
anbragðalaus og hressileg; og að mínutn
dómi skemmtileg
Síðara bindi æviminninga Sæmundar er nú
í prentun og kemur væntanlega út í maí, og
verður áskrifendum sent það strax og bókin
verður til í prentsmiðju. Þeir, sem ekki eiga
fyrra bindið, en vilja eignast það, geta snúið
sér til Sæmundar G. Jóhannessonar, Vina-
minni, Akureyri.
Útgefandi.
frá Sjónarhceð.
I.-II. BINDI.
Já, það eru rúm 20 ár síðan.
Hvað ertu búin að vera hérna lengi?
Eg er bráðum búin að vera 3 ár.
En þú ert alltaf heima hjá syni þínum og tengda-
dóttur um helgar?
Já, hann sækir mig alltaf á sunnudögum undan-
tekningarlítið.
Mér fínnst lakast, hvað ég er orðin sljó og slitrótt
bænaiðjan. Eg tek mér nú sarrrt alltaf stundir á kvöld-
in áður en ég fer að sofa. Það má nú ekki bregðast, og
náttúrlega flýgur hugurinn oft þess á milli.
Heimsóknartíminn takmarkast milli ferða áætlun-
arbílsins, og ég kveð þessa öldruðu konu með þökk og
virðingu.
Þóra G. Pálsdóttir.