Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 79
NORÐURLJÓSIÐ
79
'Mr. Stanley Smith til starfs þeirra í suður og austur
fylkinu.
Vetur fór í hönd. Margt var ógert enn til að búa sig
undir veturinn. Þeir voru á leið til margs, er lofaði
góðu.
Mr. Hoste var þegar kominn til Hung-tung og beið
komu þeirra. Kven-trúboðamir tveir voru á leið frá
ströndinni til að setjast að hjá konunum í Hoh-shau.
A öllu svæðinu virtust alls staðar vera að opnast dyr.
Tugir af fólki, sem orðið hafði fyrir áhrifum í Hælun-
um, var að biðja um skím. Hjálparmenn hans Hsi
voru að verða reyndari og áreiðanlegri. Og trúaðra-
mótin um sumarið höfðu vakið áhuga kristinna manna
gagnvart komandi blessun.
(Framhald næsta ár, ef ekkert óvænt gerist. S.G.J.)
Týnda kvittunin
Sönn saga.
Davíð Meynall var dáinn. Svo lengi hafði hann verið
veikur, að nágrannarnir voru farnir að venjast því.
Fregnin um dauða hans kom þeim á óvart. Hann hafði
verið sannkristinn maður. Kona hans hafði líka lært,
í hinni löngu legu mannsins síns, einlægt traust á
þeirri almættis hendi, sem Davíð hafði falið að varð-
veita hana, áður en hann skildi við.
Guð ekknanna og faðir föðurlausra varðveiti þig,
bað hann deyjandi. Bið þú til hans, Súsanna mín, því
að hann hefur sagt: Biðjið, og yður mun gefast, leitið,
og þér munuð fínna, knýið á, og fyrir yður mim upp-
lokið verða. Því að sérhver sá ... Röddin bilaði þá, og
sál Davíðs Meynalls hvarf inn í návist Drottins.
Jarðarförin var gengin um garð. Súsanna varð að
heyja lífsstríðið alein, - þó ekki alein, því að hún hafði
litla drenginn sinn, hann Davíð litla, hjá sér. Á himni
átti hún og almáttugan vin, sem hefur lofað að heyra
þann, er kallar á hann.
Hún sat hugsi í litla húsinu sínu, þegar barið var
að dyrum. Davíð hljóp til að opna. Á þröskuldinum
stóð nágranni þeirra einn, járnsmiður, alkunnur fyrir
ágirnd og óáreiðanleik.
Mér datt í hug, frú Meynall, að þér væruð að gera
upp reikninga yðar, sagði hann um leið og hann kom
inn. Þess vegna hef ég komið með þennan reikning frá
mér, sem þér hafið líklega gleymt.
Súsanna sá strax, að reikningurinn var fyrir vinnu,
sem járnsmiðurinn hafði innt af hendi fyrir manninn
hennar sáluga. Hún var viss um, að maður hennar
hafði borgað reikninginn.
Gagnslaust var að segja þetta. Járnsmiðurinn þótt-
ist alveg viss um, að sér hefði ekkert verið borgað. Það
er auðvitað leiðinlegt, frú Meynall, en lengur en viku
get ég ekki beðið eftir peningunum. Það eru erfíðir
tímar um þessar mundir, og ég er sem sé fátækur
maður.
Súsönnu datt ósjálfrátt í hug öll sú innieign, sem
járnsmiðurinn átti í bankanum, eftir því sem kunnug-
ir sögðu. En hún svaraði engu. Hún fór upp á loftið
að leita í nokkrum skúffum, hvort hún fyndi kvittun-
ina. Hendur hennar skulfu, er hún opnaði púlt
mannsins síns. En leit hennar varð árangurslaus.
Táramóða kom fyrir augu hennar. Hún hallaði sér
hálfmáttlaus upp að veggnum litla stund, áður en hún
gæti farið ofan og viðurkennt, að kvittunin fyndist
ekki. Hvemig ætti hún að geta greitt þessa upphæð,
sem var meiri en hún átti peninga til að borga með?
Þá komu henni allt í einu í hug andlátsorð manns-
ins hennar, eins og boðskapur frá hæðum. „Biðjið, og
yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á,
og fyrir yður mun upplokið verða.“ Hún kraup niður
og hrópaði í bæn til Guðs ekknanna.
Á meðan hún var uppi á loftinu, var Davíð litli að
leika sér, en jámsmiðurinn beið óþolinmóður.
Þá flaug fallegt fiðrildi inn um gluggann.
Davíð klapaði saman lófunum, þegar hann sá það
nema staðar í gluggakistunni. Þá flaug það fram í
eldhúsið og þaðan inn í geymsluherbergið. Davíð fór
að elta það, en það fól sig á bak við stóran kassa, sem
stóð við vegginn.
Súsanna var rétt að koma inn, þegar Davíð kallaði á
járnsmiðinn og bað hann að hjálpa sér að flytja kass-
ann, svo að hann gæti náð í fiðrildið og skoðað það
betur.
Járnsmiðurinn varð við bón drengsins. En um leið
og kassinn var kominn frá veggnum, datt pappírs-
blað á gólfið. Það hafði orðið fast á milli kassans og
veggjarins. Ekkjan tók það út og breiddi það út án þess
þó að hugsa um, hvað hún gerði. En þegar hún leit á
það, varð hún frá sér numin, því að það var reikning-
urinn frá jámsmiðnum og kvittaður af honum sjálf-
um.
„Hvað, sem þér biðjið Föðurinn um í mínu nafni,
mun hann veita yður.“ „Sá öðlast, sem biður.“
Enginn nema Davíð litli heyrði gleðisöng lofgerð-
ar og þakklætis, sem leið frá hjarta ekkjunnar, þegar
járnsmiðurinn var farinn. Enginn nema Davíð litli
veit, hvers vegna mamma lítur á hvert fiðrildi með
þakklætis augum.
Guð ekknanna hafði heyrt bæn ekkjunnar með því
að senda fiðrildið, og hann stjórnaði því þannig, að
sjálfur óvinur hennar varð til þess að finna týndu
kvittunina.
(L.O.C. Þýtt. Úr 1. árg. Nlj., 4. tbl., 1912.)