Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 62

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 62
62 NORÐURLJÓSIÐ stofnun þeim til lækninga, sem eru fómardýr útlenda reyksins.“ Með viðeigandi hæversku Svaraði Si, að löngun þeirra væri sú: að verða til gagns, ef mikilsvirtir borg- arbúar vildu veita þeim dvalarleyfi innan sinna borg- arveggja. „Hvað því viðvíkur!“ mæltu gestimir hátt, „þá verið svo góðir að hafa engar áhyggjur. Okkur, ykkar yngri bræður, langar til að leigja og útbúa virðulegu Hæli stað undir eins, og við beiðumst þess, að við fáum þau forréttindi: að njóta gagnsins af ykkar víð- frægu lækningum.“ Komið var með peninga til að greiða lyfin fyrir- fram. Ókunnu mennirnir voru fúsir þegar í stað að sjá um allan nauðsynlegan undirbúning. Peningana, sem lagðir voru fram, átti að endurgreiða, er Hælið yrði fjárhagslega sjálfstætt. Með undrandi hjörtum horfðu þeir Si og Cheng á, þegar erfiðleikamir hurfu og bænum þeirra svarað langt fram yfir það, sem þeim hafði komið í hug eða beðið um. Hagstæðara gat ekkert verið. Sem heiðurs- gestum var þeim fylgt um stræti borgarinnar, sem þeir hefðu getað verið hjá eins og óvelkomin aðskotadýr. I fyrstunni virtist þetta vera sem draumur, sem væri of dásamlegur til að geta verið sannur, er þeir sáu hús- ið, sem tekið hafði verið á leigu. Húsgögn voru þar og lampar, matarílát, eldhúsáhöld, hveitimjöl, olía, te og annað nauðsynlegt, og gnægð af öllu. Starf sitt hófu þeir eins fljótt og þeir gátu. Vinir þeirra vildu ekki láta daginn líða án þess að byrjað væri á lækningunum. Naumast vannst tími til að senda góðu fréttimar heim til þeirra, sem voru að biðja fyrir þeim, áður en Hælið í Chao-ch’eng var orðið að veruleika. Alveg var það frá upphafi, að blessun Guðs hvíldi, og það á sérstakan hátt, yfir þessu fyrirtæki. Brátt varð það stærst af Hælunum, sem Hsi bar ábyrgð á. Lækn- ing þeirra, sem fyrstir dvöldu þar, var svo fullkomin, að tugir annarra fylgdu á eftir. Innan sex mánaða höfðu hundrað sjúklingar verið teknir til meðferðar, og höfðu þeir læknast flestir. Margir þeirra sneru sér frá skurðgoðadýrkun og urðu einlægir, kristnir menn. Farið var af stað með reglubundnar, kristilegar samkomur á sunnudögum, og var stofnaður söfnuður þar að lokum. I honum voru um þrjú hundruð manns skömmu eftir síðustu aldamót. Þessi nýja framsókn hafði þær afleiðingar, að upp- örvun kom og blessun allt umhverfis. Með peninga- ráðum meiri gat Hsi komið á fót þó nokkrum nýjum Hælum. A sérhverjum stað frelsaðist fólk, og litlir söfnuðir mynduðust. I Teng-ts’uen, í sambandi við lyfjabúð sína þar, kom hann á fót Hæli. Heima hjá sér tók hann á móti karlmönnum og kvensjúklingum. Eftir því sem tækifærin margfölduðust lærði hann meir og meir: að taka á móti guðlegum gnóttum. Þegar því árinu 1884 lauk, lítið meir en fimm árum eftir afturhvarf sitt, var Hsi orðinn stjómandi all útbreidds starfs. Atta eða tíu Hæli höfðu verið sett á stofn: frá Teng-ts’uen fyrir sunnan heimili hans til Chao-ch’eng borgar, sem var 64 km. norðan við það. Og meðfram þessari línu voru smáhópar trúaðra, sem komu saman reglubundið til að dýrka Guð. Ekki var Hsi ánægður ennþá. Þetta var aðeins upp- hafið. Knúður af kærleika Krists og þörfum sálna, sem voru að deyja allt umhverfis hann, var hann ákafari en nokkru sinni fyrr: að sækja fram og bera ljósið langt út í myrkrið umhverfis harm. Eina dagleið norðar en Chao-ch’eng lá önnur mikil- væg borg, sem hann bar•mjög fyrir brjósti um þessar mundir. Staðsett ? fögm umhverfi, fjölmenn og auð- velt að komast til, var Hoh-chau í raun og vem án fagnaðarerindisins. Kristniboðar höfðu komið þar, er þeir áttu leið framhjá. En þau sáðkorn, sem kynnu að hafa verið látin detta þar, virtust ekki hafa borið ávöxt. Mánuðum saman hafði Hsi þráð að opna Hæli í þess- ari borg. En hann hafði meir en nóg að gera við annað, og sjóðir hans notaðir eins og unnt var. Ennþá bað hann fyrir Hoh-chau. Ekkert annað gat hann gert til hjálpar. Við morgunbænir tneð fjöl- skyldu sinni minntist hann ávallt borgarinnar og bað ákveðið, að Guð sendi starfsmenn þangað. Full af samúð kom frú Hsi til hans morgun einn og sagði: „Við höfum beðið lengi fyrir Hoh-chau. Er ekki kominn tími til, að við gerum eitthvað? Hví þá ekki að senda menn og stofna Hæli þar eins og í Chao- ch’eng og á öðmm stöðum?“ „Fúslega vildi ég gera það,“ svaraði maður hennar. „En starfið er dýrt í rekstri, og við höfum enga pen- inga handbæra.“ „Hve mikils þarf við?“ spurði smávaxna frúin. „Þrjátíu þúsund smápeninga, og það er mikil fjár- hæð.“ Þar með fór hún leiðar sinnar. En frú Hsi gat ekki gleymt þörfum Hoh-chau. All- an daginn velti hún fyrir sér, hvað hún gæti gert til að senda gleðifréttirnar til borgarinnar. En þrjátíu þús- und smápeninga! Einhvern tíma hefði hún getað það. Nú átti hún svo fátt dýrmætt eftir. Hún þráði samt, að þetta fólk fengi að heyra um Jesúm. Na^sta morgun bað Hsi aftur fyrir How-chau, lagði þörf hennar framfyrir Drottin og beiddist þess, að brátt yrði unnt að setja þar Hæli á stofn. Er guðs- þjónustan litla endaði, þá fór ekki frú Hsi út úr her- berginu eins og venjulega. Hún gekk að borðinu, lagði lítinn pakka á það og sagði hljóðlega: „Eg held, að ef til vill hafi Drottinn svarað bænum okkar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.