Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 53

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 53
NORÐURLJÓSIÐ 53 „Sá, sem týnir lífi sínu, mun bjarga því.“ Sannar- lega rættust þessi orð á kvenhetjunni spönsku. Með sjálfsfórn sinni frelsaði hún marga, en þetta er aðeins lítil mynd af því, sem frelsari vor, Drottinn Jesús Kristur, gerði fyrir oss. Vér vorum öll sjúk af synd, komin að dauða. En hann, sem þekkti ekki synd, dó fyrir oss. „Því að Kristur leið líka einu sinni fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt oss til Guðs.“ (1. Pét. 3. 18.) Hann gaf líf sitt til lausnargjalds fyrir alla. Fyrir sjálfsfórn Maddalínu sýndu spænsku her- mennirnir henni mikla þakklátssemi. Ættum vér ekki að sýna Drottni að minnsta kosti eins mikla þakkláts- semi? Vér skulum votta honum hjartans þakklæti vort, bæði í orði og verki, með því að trúa á hann og þjóna honum síðan af lífí og sál. (Úr Nlj. 1. árg. 1912, bls. 50.) Vantrúarmaðurinn varð sæll Kona, að nafni frú S., fór einhverju sinni í búð í Norður-Lundúnum. Hár og tigulegur maður kom til hennar. Hann afsakaði það við hana, að konan sín, er stjórnaði versluninni, væri ekki viðlátin. Sjálfur gæti hann ekki neitt. Hann væri að ná sér aftur eftir mikil veikindi. Það er auðséð, að þér hafið verið mjög veikur, svar- aði frú S. Þrautir og sjúkdómar eru þung byrði. Þó verður hún léttbær, þegar vér eigum vissu fyrir því, að vér förum þangað síðar, sem þraut eða sorg finnst ekki, og allt, sem þjáir oss, er þá horfíð fyrir fullt og allt. Maðurinn horfði stórum augum fast á andlit henn- ar. Var sem hann vildi lesa í hjarta hennar. Síðan sagði hann: Trúið þér þessu? Já, sagði frú S. alvarlega, það geri ég. Trúið þér því ekki? - Nei. Augu frú S. fylltust tárum. Hún sagði: Ó, hvað mér þykir það sorglegt. Ég kenni í brjósti um yður. Svo, svaraði hann, þér eruð fyrsta manneskjan, sem hefur sagt mér það. Þér kennið í brjósti um mig! Jæja, ég hef nú reynt nógu mikið. En hvað þekkið þér af þjáningum? Það lítur ekki út fyrir, að þér hafíð kynnst þeim mikið. Yður skjátlast mjög, sagði frú S. Ævi mín hefur verið einlæg þrautaför, svo sorgleg, að það er aðeins eitt, sem hefur hjálpað mér til að þola hana. Og hvað er það? spurði hann. Það er nú einmitt það, sem þér trúið ekki á. Nú, ef það gerir yður svo sælar vegna þess* vildi ég feginn trúa því sjálfur, ef það gerir mig eins sælan og þér virðist vera, svaraði sjúki maðurinn. Er frúin stóð upp til að fara, bað hann hana að koma og tala við sig aftur. Næsta sinn, er frú S. kom til hans, fékk hún honum nýja testamentið og bað hann að lesa það. Þér vitið ekki, hver ég er, né hvað ég hef gert, sagði hann. Ef þér vissuð það, munduð þér ekki biðja mig að lesa nýja testamentið. Ég er guðleysingi og hef áður haft það starf á hendi að halda fyrirlestra og útbreiða vantrúna. Ætlið þér að biðja mig að-lesa og trúa á það, sem ég hef varið lífi mínu til að reyna að kollvarpa? Frú S. bað hann samt innilega: að lesa bókina. Lét hann loksins undan og lofaði að lesa hana. Frú S. vissi, að hann mundi finna í henni efni, sem ónýta mundi öll áhrif andlega eitursins, er hann hafði drukkið í sig. Hún fór, róleg og ánægð, því að hún vissi, að hann mundi lesa hana og finna í henni efni, sem ónýta mundi áhrif alls hins andlega eiturs, sem hann hafði drukkið í sig. Hún fór, róleg og ánægð, því að hún treysti Guði til að blessa sitt eigið orð. Töluverður tími leið, þangað til frú S. sá þennan mann aftur. En henni varð sá dagur ógleymanlegur. Hún lýsir því þannig: Andlit hans virtist sveipað yfir- náttúrlegum bjarma. Það var eins og dýrðargeisli lýsti það, og augu hans ljómuðu af gleði. Hann þakkaði mér mjög innilega fyrir, að ég hafði fengið honum hina dýrmætu bók Guðs. Hún hafði leitt hann til að kasta öllum fyrri skoðunum sínum fyrir borð, en finna í staðinn lifandi, ástríkan vin og frelsara. Nú hafði hann fundið sannleikann. Hann hafði eignast frelsara til að frelsa hann frá syndunum, frið fyrir friðþægingu Jesú, almáttugan armlegg til að hvílast á, blíðan vin og hluttekningarsaman, er hann gat sagt frá allri áhyggju sinni, gnægð miskunnar til að fyrirgefa og hreinsa jafnvel vantrúað hjarta. Allt, sem þér sögðuð mér, er satt, mælti hann. Ég hef treyst á lygi alla mína ævi. Nú trúi ég þessari bók. Ég beygi mig fyrir Jesú Kristi og hvíli í honum. Hve nær sem frú S. hitti hann, var kærleikur Guðs umtalsefni hans. En dag nokkum frétti hún, að hann hafði verið kallaður á brott úr þessum þrauta heimi inn i nálægð Drottins. Er sonur mannsins skýrði henni frá síðustu stundum ævi hans, varð hún svo hrifin, að hún gat ekkert sagt annað en: „Dauðinn er upp- svelgdur í sigur!“ (1. Kor. 15. 54.) Þessi litla bók var ævinlega hjá honum, sagði ungi maðurinn um leið og hann tók nýja testamentið upp úr vasa sínum, og hann gaf mér hana rétt áður en hann skildi við og bað mig að geyma hana ætíð. Gefi Guð, að það hrífi hjarta og samvisku sonarins eins og það hreif föðurinn. - Og ekki einungis það, heldur líka hjörtu allra þeirra, sem lesa þessar línur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.