Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 67
NORÐURLJÓSIÐ
67
sambandi við Hælin. Þeir voru allir menn, sem voru
honum alveg að skapi. Hann mat þá mikils og þeir
hann.
„Hsi er maður, sem Guð hefur vakið upp,“ ritaði
Mr. Hoste, „til að vera hirðir hjarðarinnar í þessu
héraði. Drottinn hefur gefið honum vald í augum
fólksins.“
Ásamt þeim kristniboða, er veitti starfinu í
héraðinu forstöðu, undirbjó hann trúaðramót. Þar
skírði hann fleiri en sjötíu manns, er rannsökuðu
kenninguna og komu frá stöðvum umhverfís.
Óvenjumikill kraftur hvíldi yfir samkomunum, sem
varð að halda utan dyra þrátt fyrir mikla rigningu.
Eftir sjö mánaða þurrk var sár þörf á regninu. Kristnir
menn vildu ekki biðja, að það yrði látið hætta.
Sunnudagurinn nálgaðist, og líkurnar fyrir steypi-
regni gáfu bendingu um: að skipta þyrfti hópnum og
hafa samkomurnar innan veggja.
„Við skulum ekki hafa áhyggjur út af því máli,“
sagði Hsi hljóðlátlega. „Ég hef beðið Drottin, að hann
taki regnið burt í tvo daga, meðan mótið stendur yfír.
Ég er viss um, að við fáum góðan sunnudag.“
Það reyndist líka svo. Samkomumar voru haldnar í
garðinum að húsabaki eins og venjulega. Eitt hundrað
og tuttugu trúaðir söfnuðust kringum borð Drottins.
Nýjar hugmyndir og áhrif sóttu fast á huga ungu
kristniboðanna. Allt þetta var þeim innblástur.
„Trúaðramótið var stórkostlegt,“ ritaði einn af
hópnum. „Að vera leyft að sjá svona skjótt eftir komu
sína til Kína það, sem margir heilagir og áhugasamir
guðsmenn hafa stritað fyrir og beðið alla sína ævi, en
aldrei fengið að sjá - lifandi söfnuð í hjarta þessa
myrka lands - það er mikil ábyrgð og einnig líka
forréttindi.
14. KAFLI
>yEkki við blóð og hold“
Dimmur var heiðindómurinn, sem þeir voru um-
kringdir, kristniboðarnir ungu. Jafnvel meðan á
trúaðramótinu stóð, fengu þeir að reyna það. Með
sársauka kynntust þeir staðreyndum, sem gerast í
sambandi við: að vera haldinn af illum öndum. Þeir
kynntust reynslu fólksins og hugmyndum þess um
þetta efni. En þó að máttur óvinarins yrði þeimkunn-
ur, bæði á þennan og annan hátt, þá fengu þeir einnig
djúpstæðari reynslu af því, hve full var sú hjálparlind,
sem þeir áttu í hinum lifandi Guði.
„Hvílíka huggun fínnum við,“ ritaði Stanley
Smith, „í þremur litlum orðum ,Hann er megnugur.4
Mikilfenglegt er: að breyta vantrúar spurningunni:
„Skyldi Guð geta?“ í „Guð er þess megnugur“
(Sálm. 78. 19., 2. Kor. 9. 8.) taka mátt hans trúartaki.
Sterkir í Drottni erum við tilbúnir í orrustuna, færir
um að standa gegn öllum vélráðum djöfulsins, og að
geta staðist á hinum vonda degi, færir um að slökkva
öll hin eldlegu skeyti hins vonda.“
Meðal þeirra, sem sóttu trúaðra mótið, var ungur
maður frá Chao-Ch’eng Hælinu. Var haldið, að hann
væri undir valdi illra anda. Hann sýndist oft heil-
brigður vikum saman. Á öðrum tímum komst hann í
ástand, er líktist verstu köstum þeirra, sem guðspjöll-
in greina frá, er voru undir valdi illra anda.
Á fyrstu dögum mótsins var þessi vesalings maður
rólegur og meinlaus. En er samkomurnar héldu
áfram, varð hann gripinn áköfum brjálsemi köstum,
svo að hann var hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hsi
var ekki viðstaddur á þeim tíma, en kom, þegar köstin
stóðu sem hæst. Hann var látinn vita þegar í stað, hvað
var að gerast, og hann flýtti sér til æðisgengins manns-
ins með illa andann.
Nógu var það einkennilegt, að jafnskjótt sem Hsi
nálgaðist, varð K’ong rólegur. Hróp hans og umbrot
hættu, og þeir menn, sem héldu honum, linuðu á
tökunum.
„Honum er batnað! Honum er batnað!“ hrópuðu
þeir. „Illi andinn hefur farið!“
Hsi var samt ekki ánægður með þetta. Hann lagði
hendur sínar á höfuð unga mannsins um leið og hann
bað innilega fyrir honum í nafni Jesú. Árangurinn
kom þegar, algjör lausn. Ástæða virtist til að vona, að
erfíðleikar þessir væru alveg sigraðir.
Kristniboðinn einn var viðstaddur. Hafði það, sem
átti sér stað, mikil áhrif á hann. Var það einkum kraft-
urinn, sem fylgdi komu hans Hsi og bænum hans.
Hann var með fímmtíu dollara, sem hann gat ráð-
stafað. Fór hann með þá til Hsi og sagði:
„Útgjöld þín í sambandi við starfíð hljóta að vera
talsvert mikil. Gjörðu svo vel að þiggja þetta tillag, og
notaðu það eins og þér sýnist best.“
Undrandi, og án þess að gera sér alveg ljóst, hve
upphæðin var há, tók Hsi við silfrinu. En varla hafði
hann verið búinn að því, er honum fór að líða illa útaf
þessu. Fimmtíu dalir virtust stór fjárhæð (237,56 kr.,
er þetta er gefíð út). Hann hafði líka tekið á móti þessu
án þess að bíða og ráðfæra sig við Drottin. Var það
ágirnd, sem hafði komið honum til að gera þetta án
þess að bíða og ráðfæra sig við Drottin? Eða hafði
hann komist í gildru, kænlega búna til af djöflinum?
Því meir, sem hann hugsaði um það, því órólegri varð
hann. Hann skildi féð eftir hjá konu sinni til varð-
veislu og fór aleinn að biðja.
Varla hafði hann fundið sér kyrrlátan stað, er sendi-
mður kom í skyndi að sækja hann.
„Komdu fljótt! Málið er alvarlegt! hrópaði hann.