Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 44

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 44
44 NORÐURLJÓSIÐ og sagt honum það. Fóstra mín er mjög reið. En hún segist vera reið, af því að pabbi minn verði reiður. Ég veit ekki, hvað hún á við. En mig langar til að biðja þig að segja mér það. Gerðu svo vel að koma fljótt. Parker læknir hefur sagt mér miklu meira. Þinn kæri vinur, Eiríkur Wallace. Svona hljóðaði bréfíð, sem Graham var rétt, er hann sat að hádegisverði skömmu eftir þetta. Eftir eina klukkustund var Graham kominn af stað í regn- kápunni sinni, á leið til Eiríks litla. I öðrum vasa sínum var hann með tfínber úr gróðrarhúsinu, en í hinum var alls konar sælgæti. Þegar hann kom inn, sá hann, hvar Eiríkur lá á legubekk í stofu með ríkmannlegum húsgögnum. Sneri hún að skemmtigarði fögrum, sem var um- hverfís höfuðbólið. Það glaðnaði yfír Eiríki, er hann rétti gestinum höndina. Ég vissi, að þú mundir koma. Ég hef saknað þín svo mikið! Ég þarf að segja þér margt! Þarna er hæginda- stóllinn hans pabba. Hann er mjög þægilegur. Mér er sama, þótt þú sitjir í honum. Þó leyfi ég engum öðrum að sitja í honum, jafnvel ekki lækninum. Graham settist brosandi. Síðan tók hann upp gjafír sínar. Glaðnaði þá aftur yfír Eiríki litla. Þú ert góður vinur, sagði hann og varð svo ósköp skrýtinn á svipinn. Síðan rétti hann báðar hendur eftir gjöfunum. A ég að segja þér nokkuð? Þú ert fyrsti gesturinn, sem ég hef haft hér aðeins fyrir sjálfan mig. - Nú skulum við sitja og rabba saman eins og tveir herramenn. Jæja, sagði foringinn alvarlega og reyndi að dylja tilfinningar sínar. Hvað hefur þú verið að gera í þessu stormviðri? Hefur þér'ekki dauðleiðst? Ó, nei, nei! Hvers vegna ætti mér að leiðast? sagði Eiríkur litli, og bláu augun hans tindruðu af geðs- hræringu. Ég hef verið að þekkja Jesúm. Viltu bara heyra? Graham skipstjóri hallaði sér aftur á bak í stólnum og krosslagði fæturna. Já, Eiríkur, mig langar mikið til að heyra það, svaraði hann. Jæja, það var læknirinn, sem hjálpaði mér. Þegar hann kom að þukla um mig, þá sagði ég við hann: Er það ekki leiðinlegt, læknir, að Jesús skuli ekki vera hérna til að lækna mig án þess að þukla á mér? Mér þætti gaman að vita, hvort þú hefur heyrt talað um hann? Hann játaði því og settist aftur og sagði mér margt og mikið, - einmitt hið sama, sem þú sagðir. Læknirinn sagði mér að tala við Jesúm alveg eins og hann stæði hjá stólnum mínum, því að hann væri þar sannarlega. Aðeins gæti ég ekki séð hann. Svo kraup hann niður hérna á gólfábreiðuna og talaði sjálfur við hann. Síðan spurði hann mig, hvort ég vildi ekki tala við Jesúm líka á sama hátt, svo að ég gerði það. En ég var fremur feiminn í byrjun, eins og þú getur ímynd- að þér. Hvað sagðir þú, drengur minn? Ég sagði: Góði Jesús minn, ég vona, að þú fyrir- gefír mér, að ég skuli tala við þig, því að ég veit, að þú ert undraverð persóna. En ég las í guðspjallinu, að þú værir svo góður við börn. Mig langar til að þakka þér svo íjarska vel fyrir það, að þú skyldir deyja fyrir mig. Ég gleðst af því, að ég hef fundið til þess, að ég er syndari. Ég þekki þig ekki mikið ennþá, en ég elska þig. Viltu nú gera svo vel og vera vinur minn, og tala við mig, þegar mér leiðist, og þegar ég er einmana? - Ég held ég hafí ekki sagt meira við hann. Ég minnti hann á, að ég hafði sent honum bréf, og spurði, hvort honum hefði ekki líkað það vel. Og þetta var allt og sumt. Hvemig fór svo? Nú, læknirinn sagði mér miklu meira. Ég get beðið Jesúm um hvað, sem ég vil. Hann hefur nú þegár gef- ið mér sumt. Ég hef beðið hann um að láta mömmu hennar Söru fá þvott að þvo. Sara er ein af vinnukon- unum og er svo ósköp góð við mig. En mamma henn- ar er svo fátæk, að hún hefur ekki ráð á að borða kjöt nema á sunnudögum. I morgun sagði Sara mér sjálf, að frú hafði beðið mömmu hennar að þvo þvott fyrir sig í gær. Ég hef beðið hann að finna litla, svarta kettlinginn okkar og senda hann aftur heim, og láta pabba ekki reiðast eins og fóstra heldur, að hann muni gera. Ég bað hann að láta þig koma og finna mig í dag. Þá talaði ég líka um eldabuskuna við hann. Hún lætur mig ævinlega fá hrísgrjón í eftirmat og segir, að þau séu holl fyrir litla drengi. Þó veit hún, að ég vil þau ekki. Ég bað Jesúm að láta hrísgrjónin skemmast, svo að hún gæti ekki matreitt þau. Svo minnti ég hann á bróðurson hans Símonar, sem fótbrotnaði og varð að hætta að vera sjómaður. Símon segir, að unnusta hans vilji hvorki heyra hann né sjá, svo að ég bað Jesúm að gera hana ástúðlegri. Ég get ekki sagt þér frá því öllu. Ég held áfram að tala við hann. Hið besta er, að lækn- irinn segir, að hann verði aldrei þreyttur á því að hlusta, og alltaf er hann hjá mér. Og hvað segir læknirinn um heilsu þína? Álítur hann, að þú sért betri? Já, miklu betri. Hann segir, að ég hafí fundið það lyf, sem að lokum muni gera mig albata. Ég veit ekki vel, hvað hann á við. Veist þú það? Ég held hann eigi við, að þú hafír fundið eitthvað, sem veitir þér yndi, drengur minn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.