Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 68

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 68
68 NORÐURLJÓSIÐ K’ong er verri en nokkru sinni fyrr. Og við getum ekkert gert.“ Hsi leið mjög illa, en fór til vandræða-staðarins. En um leið og hann kom inn í herbergið, benti K’ong beint á hann og hrópaði með djöfullegu sigurhrósi: „Þú mátt koma, en ég óttast þig ekki lengur! Fyrst sýndist þú himinhár, en nú ert þú lágur, mjög lágur og lítill. Þú hefur ekkert vald yfír mér framar.“ Verst af öllu var, að Hsi vissi, að orð hans voru sönn. Hann náði engu trúartaki rté hafði bænarkraft. Hann fann það skýrt, að peningarnir höfðu rænt hann kraft- inum. Með blygðun og sorg sneri hann á brott og fór að sækja silfrið. Hæðnishróp djöfulóða vesalingsins fylgdu honum. Síðan, er hann fann gjafarann, afhenti hann gjöfína opinberlega. Hann viðurkenndi, að þetta: að eignast svo mikla fjárhæð skyndilega, hafði komist upp á milli sálar hans og Guðs. Tómhentur, en létt um hjartað, fór hann aftur til æsta mannfjöldans. K’ong var enn að tala æsingslega og manaði hvaða kraft, sem væri á jörðu: til að halda sér. En Hsi var nú aftur í sambandi við Meistara sinn. Rólega, í nafni Jesú, skipaði hann kvalaranum að þegja og yfirgefa sitt aumstadda fórnarlamb þegar í stað. Samfara hræðilegu ópi varð K’ong gripinn af óttalegum kvalateygjum. En úr þeim kom hann samt bráðlega. Hann var þá rólegur og hafði fullt vald yfír sér, þótt hann væri þá mjög máttfarinn um sinn. Hsi var þetta námskafli, sársaukafullur mjög, er lagði áherslu á þann al-mikilvæga sannleika, sem hann orðaði þannig: „Nálægð heilags Anda óhryggs ber að þrá miklu meir en gnóttir gulls og silfurs.“ Sorglegt er að segja frá því, en aumingja K’ong, er þjáðst hafði mest, hlaut ekki varanlega lækningu. Hann varð aldrei sanntrúaður maður, og er tímar liðu, hvarf hann frá, og kristileg áhrif misstu hann. Hann var sýnishom af mörgum í Kína - svo að ekki séu nefnd önnur heiðin lönd - þar sem djöfullinn er tilbeðinn bæði með nafni og í mörgum myndum hjáguða dýrkunar. Ætti það hvorki að vekja vantrú né undrun, þegar illir andar, djöflar, eru berlega ákall- aðir, þó að slík atvik gerist. En þetta krefst vandlegrar íhugunar, eigi að síður, því að það sýnir, hvert er hið sanna eðli valdsins á bak við skurðgoðin. Þetta er því kjarninn í þeim erfíðleikum, sem kristniboðinn þarf að fást við. Sjálft orð Guðs fullvissar oss um það, að skurðgoða- dýrkun og tilbeiðsla veitt illum öndum, eru tengdar mjög hvor annarri. „Hvað segi ég þá?“ spyr kristni- boðs-postulinn, „að skurðgoða-fórnarkjöt sé nokkuð? Eða að skurðgoð sé nokkuð? Nei, heldur að það, sem heiðingjarnir blóta, það blóta þeir illum öndum, en ekki Guði, og ég vil ekki, að þér komist í samfélag við illu andana.“ (1. Kor. 10. 19., 20. Einnig Sálm. 106. 36.-38. 5. Mós. 32. 1., 17.) Þetta er leyndardómsfull samtenging. Máttur illra anda og efniskennd skurðgoð. En þetta er hræðilegur kraftur, sem ekki má ganga framhjá, því að hann sýnir sig á margan hátt. Ein eðlileg afleiðing er andatrúin, sem ber svo mikið á meðal heiðinna þjóða, í ýmsum myndum. Sérstaklega í Norður-Kína er hún algeng, þar sem prestar Tao-ista og Búddha hafa mikil völd og fjárhagslegan hagnað af því: að hafa samband - ímyndað eða raunverulegt - við ósýnilega heiminn. Litið er á þetta með viðbjóði af vissum hópi fólks. En yfirleitt er leitað til þeirra, má segja. Þarna er fullt af fólki, körlum og konum, er í vest- rænum löndum mundu nefnast miðlar. Varla er til það þorp á Shan-si sléttunni, að ekki fínnist þar einn miðill. Fjölskyldu mætir einhver ógæfa, veikindi eða slys. A augabragði er sent eftir miðlinum. Kona kem- ur og er boðin virðulega velkomin. Reykelsi er brennt frammi fyrir skurðgoðinu, því að miðillinn leifcur ávallt hlutverk prestanna. Hún sest niður, venjulegast í heiðurssessi gesta-herbergisins. Hún fellur brátt í einkennilegt dá. Það gerist með því móti, að hún gef- ur sig - algjörlega - á vald þjónustuandanum. Miðill- inn bíður þess, eins og tómt ker, að eftirvæntur áhrifa- valdur komi. Allt í einu hrópar hún: „Shen lai-liao! shen lai-liao!“ „Andinn er kom- inn!“ Miðillinn er nú á valdi hans, fyllt, flutt inn á annað svið. Hún talar með nýjum málrómi, talar sem sú, er valdið hefur, lýsir yfír, hvað er að og hvernig megi bæta úr því. Brennt er meiri pappírspeningum og reykelsi. Hún liggur meira flöt frammi fyrir skurð- goðunum, á meðan hún með hræðilegum skrumskæl- ingum raknar við úr dáleiðslunni. (Þessi lýsing var skráð af kvenkristniboða, sem horfði á þetta í kvenna-íbúð heimilis nokkurs í Norður-Kína.) Merkilegur þáttur í þessum tilfellum er sá, að miðl- inum virðist ógerlegt að losna. Hræðilegi mátturinn, sem hann hefur gefíð sig á vald, kemur óbeðinn og óboðinn, gagnstætt vilja hans. Er alveg sama, hvemig miðillinn berst á móti honum. Þess konar atvik átti sér stað nálægt P’ing yang um þetta leyti. Kristniboðinn, sem vottur varð að þessu, hefur skrásett það. Miðill nokkur, mörgum kunnur, hafði árum saman unnið fyrir sér. Er hann fann, að heilsa hans hafði beðið tjón og taugakerfið stórskemmst, þá ákvað hann að hætta. Þótt hann væri aðeins sextugur, var hann svo slitinn og horaður, að hann virtist minnst tuttugu ár- um eldri. Löng var baráttan og skelfíleg. Þrátt fyrir allar tilraunir hans, sleppti harðstjórinn gamli ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.