Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 63

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 63
NORÐURLJÓSIÐ 63 Hsi undraði, hvað hún gæti átt við. Undrandi yfír því, hvað hún gæti átt við, lyfti hann bögglinum upp. Hann var þungur. Margfaldar umbúðir voru um hann. Loksins, innan í marglitum vasaklút, fann hann safn þeirra skartgripa, allra, sem kínversk kona metur mest: Hringa úr silfri og gulli, armbönd, hárnælur fagrar, eymahringa og annað skart - allt brúðargjöf eiginmannsins. Með tára-myrkvuðum augum horfði hann á konu sína og skildi nú breytinguna á útliti hennar. Enga hringi bar hún á fmgrunum. Silfur-hárprjónar skinu ekki undir dökkum hárfléttum hennar. Þær voru festar saman með bandi og fest með ræmu úr bambus. Hsi tók við gjöfinni, sem var svo mikils virði, að hægt var að opna Hæli þar. Brátt varð það miðdepill ljóss og blessunar í borginni. Fjöldi sjúklinga læknað- ist. Aður langt leið var hafið þar starf, sem óx og varð að trúboðsstöð, og er það enn í dag. Tækifærunum til að gera gagn fjölgaði stöðugt. Hsi varð ennþá bænræknari og önnum kafnari. Hælin í borgunum þurftu sérstakrar yfirumsjónar, bæði á andlegum og fjárhagslegum sviðum starfsins. En þetta einmitt knúði hann nær Guði. Erfiðleikar, sem yfrið nóg var af, urðu til að styrkja trú hans. Ekki má samt halda, að hann væri fullkominn, né gallalausir ágætir eiginleikar hans. Hann var gagn- stætt því - með allri sinni trú og helgun - ákaflega mannlegur í sér. Guðdómlegi Andinn var að starfi í hjarta hans og það greinilega. En Hsi hafði aldrei haft tíma til að sjá bresti sína, hvað þá heldur að sigra þá. Þessir brestir - eins og hjá mjög skapstyrkum mönn- um - voru augljósir mjög. I fyrsta lagi, hann var fæddur leiðtogi og gat ekki annað en fundið það. Aðrir fundu það líka. Og þrátt fyrir það, að hann varð stundum heldur ráðríkur,. fylgdu þeir hvert sem var. En veikleiki þessi skapaði árekstra talsverða, sem hefði mátt forðast. En hann fann sára þörf hjá sér á meiri auðmýkt og hógværð ásamt mildi Krists, og hann bað þess vegna um þetta. Þá var hann líka ákaflega sjálfstæður. Þetta kom í ljós í afstöðu hans til fjármála. Hann þáði aldrei laun af nokkru tagi. Ekki vænti hann heldur fjárhagslegrar hjálpar, jafnvel ekki frá kristniboðinu, er starf hans var tengt. En það birtist á þann hátt, að það gat ekki annað en skapað kvíða. Ekki var hann of þægur að láta kenna sér, eins og vér höfum þegar séð. Trú hans og helgun leiddu hann stundum svo hratt áfram, að hræðslu vakti. Predikun hans skorti jafnvægi og hóf- semi. Ahuga hans varð reynslan að tempra. En hann var ekki ráðþæginn á fyrstu dögum sínum, hvað þá að hann léti stjóma sér. Það er opinbert leyndarmál, að hér er eitt af erfíð- ustu vandamálunum, sem kristniboðar fást við: Hvemig þeir eigi með viturleik að láta innborinn leið- toga ná þroska. Til þess þarf hann að hafa nægilegt starfssvið og ábyrgð. Þetta eitt getur leitt fram það, sem best er í honum, mildað hans reynsluleysi og vemdað hann fyrir hættulegum öfgum. Talsvert þarf af kærleiksríku umburðarlyndi. Og gott er að minnast þess: að báðir aðilar þarfnast þess. Það þarf eins mikla náð fyrir mann eins og Hsi að vinna vel með kristni- boða útlendum, eins og fyrir kristniboðann að starfa vel ásamt honum. Yfir þessa hlið málsins getur mörgum sést. I allra besta tilgangi var Hsi settur, til dæmis, í þær kringumstæður, er kröfðust meiri raunverulegrar auðmýktar heldur en mörg okkar mundu hafa átt. Eitt af Hælunum hans var nálægt borginni P’ing- yang. Það var ekki alveg í sömu línu og önnur Hæli hans. Þarna höfðu margir snúið sér til Krists. Kristni- boðinn í borginni átti að hafa umsjón með þessu svæði. Honum fannst, að Hsi hefði meira en nóg um- leikis, þótt hann tæki ekki á sig þennan krók til að heimsækja þetta þorp. Hann setti mann, sem hann greiddi kaup, til að taka að sér hirðisstarf í þessu þorpi. Er þeir sáust næst, sagði hann Hsi frá þessari ráð- stöfun og bætti við: „Þú þarft ekki að vera að ómaka þig þangað til að halda þar samkomur. Starfið, sem þú hefir heima hjá þér og í Hælunum er eins mikið og þú getur með góðu móti komist yfir.“ Frá sjónarmiði kristniboðans var margt, sem mælti með þessu fyrirkomulagi. En reynslan varð hins vegar önnur. Þótt foreldrar hafi mikið að gera, er ekki létt að velta af þeim þeirri umhyggju, sem þau bera fyrir börnum sínum, einkanlega þó, er böndin, sem tengja þau saman, eru óvenjulega ástúðleg, og engra breyt- inga óskað. Hsi fann sárt til þessa, en deildi ekki um það. Hann viðurkenndi alltaf þá skyldu: að vera gefiim undir vald erlendu kristniboðanna, einkum er þeir gegndu réttu hlutverki sínu. Hann reyndi þá að haga sér eftir þess- ari ráðstöfun og styðja starfsmann kristniboðans, er fann, að staða hans var langt frá því að vera æskileg. En er þorpsbúum varð það ljóst, að þeir höfðu misst andlegan föður sinn, að hann kæmi ekki framar til að stjórna samkomunum né til að sýna þeim þá kærleiks- ríku samúð og hjálp, sem þeir þörfnuðust og höfðu svo lengi reitt sig á, þá olli þetta opinberri uppreisn. Hsi gerði það, sem hann gat, til að varðveita friðinn og fá þá til að beygja sig eins og hann hafði gjört. En þetta var þeim ofraun. Þeir gátu ekki þolað það. Þó að þessi starfsmaður kristniboðans væri góður maður, sá hann aðeins auða bekki og yfirgefið málefni. I kapelluna vildi enginn koma. Þeir, sem gátu það, gengu marga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.