Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 29

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 29
NORÐURLJÓSIÐ 29 A. J. Tomlinson Hvaða gagn er að gömlum mönnum? Þeir hafa öðlast þroska, sem æskan getur ekki náð með öðru en aldrinum. Vísdómur, þolinmæði og skilning- ur eru dyggðir hvíthærðra lima á líkama Krists. Það getur verið gott að hlusta á þá, er þeir tala, því að þeir hafa ferðast þann veg, sem framundan okkur er, og eru mjög kunnugir þeim hættum, sem leynast í slóðinni. Það var áttræður maður, sem hallaði sér upp að húsvegg í borg. Hann skalf af riðuveiki. Lítil stúlka, eins forvitin og hún gat verið, spurði hann þessarar spurningar: „Herra, hvers vegna skelfur þú?“ Hann svaraði að gamni sínu: „Þetta er manngæskan, sem streymir út úr mér.“ Hún svaraði: „Þú hlýtur að vera alveg fullur af henni.“ Þroska reynslu og aldurs þurfti til, að hann yrði svo fullur af gæsku. Fred S. Fisher Hvaða gagn er að gömlum mönnum? Aldurhniginn maður hafði gróðursett tré í húsagarði sínum. Börn komu og slitu greinar af því. Hann sagði þeim, að þetta skyldu þau ekki gera. Það yrðu þau, sem gagnið hefðu af trénu. Við getum rifíð niður kenningar og mælikvarða siðferðis, brotið niður það, sem margir hafa unnið við að byggja upp. En þessi kynslóð verður sú, sem bíður tjón af því. Okkur til góðs var allt þetta byggt upp. Ég heyrði sagt frá einum sjötugum Orðsins þjóni, sem fengið hafði lausn frá embætti. Hann kvaðst hafa verið í 30 kvöld að halda guðsþjónustur .... Það virð- ist, að eitthvert gagn sé enn að gömlum mönnum. Gott er það, að gerast ekki sekur um: að sýna öldr- uðum óvirðingu. Orðin í ritningunni eru ennþá sönn: „Það, sem maðurinn sáir, mun hann og uppskera. Minnist þess, að æska dagsins í dag verður gamal- menni morgundagsins. Breytum við gagnvart gamla fólkinu eins og við vildum láta börnin okkar breyta gagnvart okkur? Hvaða gagn er að gömlum mönnum? Eftir fáein ár get ég svarað því sjálfur. En þú? (Þýtt úr Sverði Drottins. - S. G. J.) Hvaða gagn er að gömlum mönnum? Dæmið ekki ranglega þessa spurningu. Hún er ekki borin fram til að sýna virðingarleysi öldruðum. Þaðer auðvelt að líta þannig á, að allir „góðu, gömlu dag- amir“ séu nú að baki okkar. Þolinmóðlega bíðum við þess að deyja. En við þurfum ekki að sitja og bíða þess athafnalaus. Margir misskilja það, þegar okkar eldri borgarar segja: „Ég ætla nú að láta af starfí.“ Láta af starfi er oft skilið þannig, að nú eigi að leggjast í aðgerðaleysi. En reginmunur er á þessu tvennu. (Þýtt S. G. J.) Endurreisn hebreskrar tungu „Athugull“ skráði. Gyðingar í Palestínu lýstu yfír því, árið 1949, að þeir væru frjálst, fullvalda ríki. Heimurinn allur varð for- viða. Þá gerðist annað kraftaverk, geysilega mikilvægt. En heimurinn gaf því engan gaum. Þetta var upp- götvun tungumáls, er hafði verið alveg dautt í margar aldir. Tungumálið var hebreskan. Israelskur háskólakennari hefur ritað: „Eigi var nokkurt barn í heiminum öllum, sem hebresku ætti að móðurmáli.“ Zíonistar voru þeir menn kallaðir, sem fyrir lok síðustu aldar vildu hverfa heim aftur til þeirra landa, þar sem biblían varð til. Þeir gerðu sér ljóst, að sagan af Babel, (þar sem Drottinn ruglaði tungumál jarðar- búa. Þýð.) mætti ekki endurtaka sig. Gyðingar áttu heima í 112 löndum og töluðu 70 tungumál, að minnsta kosti. Gyðingar urðu að eignast sameiginlega tungu, svo að kleift yrði að byggja upp landið. Zíonistarnir fyrstu sögðu þá: „Hebreskan er hið augljósa og eina úrræði.“ Háskólamenn komu þá til sögunnar, sem kenndu málfræði, tungumál, orðmyndunarfræði, og heims- bókmenntamenn, er sögðu: „Þetta er hlægilegt. Dautt tungumál verður ekki endurlífgað.“ Þjóðernishreyfingin írska reyndi þetta með keltnesku. Jesúítarnir í Róm reyndu að lífga latínuna við. Hópur af háskólakennurum í fomtungu-fræðum, hann reyndi að lífga forn-grísku við í Aþenu. Aumleg urðu þau endalok, sem tilraunir þessar hlutu. „Látið hebresku halda sig þar, sem hún á heima,“ - sögðu þeir við okkur fyrir sjötíu árum - í fimm bókum Móse og í Sálmunum. Þið Gyðingar eruð gáfað fólk. Finnið upp nýtt tungumál, Esperanto, eða hvað sem ykkur geðjast. En hebreskan er dauð. Látið hana halda áfram að vera það.“ Nú, við Gyðingar getum verið gáfað fólk; ekki veit ég um það. En eitt er ég fullviss um: Við erum þrálynt fólk. Það er til marks um þrályndi okkar, að við hlustuð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.