Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 43
NORÐURLJÓSIÐ
43
við höfum sálir, sem yfírgefa líkamann í andlátinu, og
að þessar sálir fari svo til himnaríkis.
Ó, hvað það er yndislegt, sagði Eiríkur frá sér
numinn. Og segðu mér nú, hverju er himnaríki líkt?
Ég veit það ekki, sagði foringinn glettinn. Ég hef
aldrei komið þangað.
En þú sagðir mér svo mikið um það í gær?
Ó, það var aðeins kenning biblíunnar um það.
Biblían, það er það, sem pabbi sagði, að væri ekki
fyrir börn. Haltu nú áfram og segðu mér meira um
himnaríki.
Það er nokkurs konar álfheimur. Þar ríkir kærleik-
ur og sæla, og allir eru þar alfullkomnir. Engin
armæða, engar skuldakröfur, engir svikarar, ekkert
fláræði, engin blekking, engin hræsni né yfirskin.
Ekkert, er skyggi á gleðina.
Og - Jesús þar? spurði bamið í hálfum hljóðum.
Það er hið besta af öllu. Ef hann tæki mig í fang sér,
mundi ég verða alveg sæll um alla eilífð. Heldur þú, að
hann geri það ekki?
Getur vel verið hann geri það.
En hvers vegna getum við ekki komist til himna-
ríkis, nema vegna þess, að Jesús dó? Það er þetta, sem
ég get aldrei skilið.
Af því að Guð gat ekki leyft syndara að koma í
himnaríki. Þá sagðist Jesús Kristur vilja þola hegn-
inguna í okkar stað og geta það, þar sem hann var ekki
syndari. Svo kom hann hingað niður á jörðina úr
himnaríki og lifði hér heilögu og góðu líferni til að
sýna oss, hvemig vér ættum að lifa. Oss er kennt, að
þegar hann dó, hafí hann borið allar syndir vorar, og
þess vegna hafí Guð fyrirgefið oss.
En þú sagðir, að við værum syndarar. Emm við það
ekki?
Það er nú sagt, að ekki svo fáir syndarar verði úti-
lokaðir frá himnaríki.
Hvers vegna? - Ég er ekki fróður um þessa hluti.
Heldur þú ekki, að það sé komið nóg?
Nei, Graham, ég vil ekki verða útilokaður frá
himnaríki. Ég skil þig ekki. Þú ert ekki lengi að skipta
um skoðanir. Þú sagðir, að Jesús dó, til þess að við
gætum fengið inngöngu í himnaríki. - Hvers vegna
getum við þá ekki komist þangað?
Nú, jæja, þú ert alveg sjálfsagður að koma þangað!
Getur þú ekki komið líka?
Ég býst við, að ég gæti það, ef ég vildi.
En langar þig ekki til þess?
Ég hef ekkert hugsað um það.
Eiríkur litli var í vanda staddur. En hann bar fullt
traust til foringjans. Og hann vissi svo vel, þó að orð
hans væru stundum nokkuð þungskilin, þá var það af
því, að hann var fullorðinn maður og vissi svo miklu
meir en hann sjálfur.
Læknirinn kemur á morgun að sjá mig, sagði hann
eftir góða þögn. Hann kemur frá Lundúnum annan
hvorn eða þriðja hvem mánuð til að skoða mig, svo að
ég verð ekki hérna í fyrramálið. Hann er svo ósköp
góður, en hann er alltaf að þreifa um mig og er vanur
að segja: Þú verður að hressa þig upp, drengur minn.
Eins og hann væri ekki búinn að hrista mig og kitla
mig nógu lengi.
Hvað heldur hann, að hann geti gert fyrir þig?
Hann sagði einu sinni við pabba, að ekkert væri á
móti því, að ég gæti orðið stór og sterkur. Hann sagði,
að ég þyrfti að fá hressingu og glaðværð. Þá sigldi
pabbi með mig umhverfís hnöttinn á skemmtiskipinu
sínu. En ég var ekkert betri eftir það. Ég var jafnvel
orðinn þreyttur áður en ferðin var hálfnuð.
Það er víst erfítt að gera þér nokkuð til geðs?
Ekki núna, Graham. Þessi leiðindi eru næstum
því alveg horfin. Ég vildi óska, að ég skildi betur þess-
ar góðu fréttir í rifnu bókinni minni.
Nú leið langur tími, þangað til Eiríkur sá vin sinn
aftur. Veður var stormasamt. Allir, sem vettlingi gátu
valdið, fóru burt af ströndinni.
Graham foringi gekk fram og aftur um gólfíð í nota-
legu herbergi sínu í Royal hóteli.
Ég hef dvalið hér nógu lengi. Hamingjtmni sé lof,
að frítími minn er bráðum úti. Hvaða verk, sem er,
virðist mér betra en þetta. Ekki veit ég, hvað það er,
sem heldur mér hér föstum, nema ef það skyldi vera
barnið. Það ætti að rita um hann sögu. Þá væri auðvit-
að réttast að láta hann deyja, eins og venjulegt er með
góð börn í skáldsögum. Það lítur þó út fyrir, að hann
ætli að lifa. Ég get ímyndað mér, hvað faðir hans verð-
ur reiður, þegar hann kemur heim og kemst að því, að
drengurinn er farinn að sökkva sér niður í trúarefni.
Ætli mér verði borið á brýn að hafa kennt hon-
um það?
Þessi hugsun var svo skringileg, að Graham gat ekki
stillt sig um að skellihlæja. En þessari uppgerðar-kæti
fylgdi þó djúpt andvarp.
5. KAFLI
Ég þarf að segja þér margt.
Kæri vinur.
Mig langar til, að þú komir að finna mig. Fóstra
segir, að þú viljir ekki gera þér það ómak. En ég er viss
um, að þú gerir það. Ég get ekki farið út. Það er svo
mikil rigning. Ég er mjög sæll, og ég hef skrifað pabba