Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 42

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 42
42 NORÐURLJÓSIÐ nafnið utan á bréfínu. En hann reyndi að láta ekkert á því bera. Fyrst hleypti hann að vísu brúnum og togaði í efrivararskeggið. En andlit hans varð mildara eftir því, sem hann las lengur. Lá við sjálft, að hann væri lotningarfullur á svipinn, þegar hann braut aftur saman bréfíð, sem hafði verið skrifað með skjálfandi, viðvaningslegri hendi, og lét það innan í umslagið. Bréf Eiríks litla hljóðaði þannig: Til Jesú Krists Guðs sonar. Kæri Jesús. Mig langaði til að skrifa þér og láta þig vita, að ég elska þig. Eg vildi óska, að ég hefði þekkt þig fyrr. Ég gleðst af því, að þú skulir enn vera lifandi. Ég vildi óska, að ég hefði verið eitt af þeim bömum, sem þú sast undir, því að þú ert svo góður. Mig langar til að biðja þig bónar: Viltu lofa mér að koma og heimsækja þig í himnaríki? Ég veit ekki, hvar það er. En mundir þú ekki geta gert svo vel að senda eftir mér? Mér þætti /ænt um að mega koma. Vinur minn, Graham, segir mér, að þú hafír dáið til að frelsa syndara. Ég veit ekki, hvað syndari er. En ég ætla að spyrja hann betur um það. Mér þykir það óttalegt, að vondu mennirnir skyldu deyða þig. En ég gleðst yfír því, að þú ert upprisinn. Ég vona, að þú svarir þessu bréfi, og látir mig vita, hvort þú hefur fengið það, og hvort ég muni fá að sjá þig bráðum? Þinn elskandi. Eiríkur Wallace. Er það ekki gott, Graham? Þú getur komið því til hans, er ekki svo? sagði Eiríkur litli með ákefð. Nei, drengur minn, það get ég ekki. Hvemig gat þér dottið þetta í hug? Hvernig á að senda það? Ég hélt, að síminn, loftbátamir - eða eitthvað - ég hélt, að þú hefðir einhver ráð. Einhver vegur hlýtur að liggja til himins! Ég vil, að hann fái bréfíð mitt, sagði Eiríkur með grátstaf í kverkunum. Eiríkur hæni að snökta, þegar Graham þrýsti honum upp að barmi sér og mælti blílega: Hættu að gráta, Eiríkur. Þú þarft aldrei að skrifa bréf. - Það er alveg nóg fyrir þig að lesa bænirnar þínar. Hvað eru bænir? spurði barnið. Nú, það er að tala við Guð eins og þú talar við mig. Hami heyrir allt. Kristur er Guð, eins og þú veist, og Guð er andi. Hann er rétt hjá okkur núna, þó að við getum ekki séð hann. Þú þarft ekki annað en tala, þá heyrir hann undir eins til þín. Eins og álfamir? spurði Eiríkur, og vonin skein úr tárvotum augum hans. Álfamir? Trúir þú á álfana? En hvað þú ert ein- kennilegur. Trúir þú öllu, sem þú lest? Ég trúi því stundum, að huldufólk sé til, en ekki alltaf. - En við skulum ekki vera að tala um huldufólk. Getur Jesús heyrt allt, sem ég segi, hvenær sem mig langar til að tala við hann? Er þér alvara? Já, ég held, að hann geti það. Eiríkur varð þögull um stund. Svo leit hann á bréfíð. Svo að það er þá til einskis, sagði hann dapur í bragði. Það er víst best fyrir mig að rífa það. Graham tók bréfíð úr umslaginu og las það aftur sér til skemmtunar. Þó vakti það einnig hjá honum með- aumkun. Allt í einu hvessti, svo að bréfíð fauk úr höndum hans. Stormurinn þeytti því upp í háaloft, sigri hrósandi. Seinast hvarf það á bak við klettana. Eiríkur roðnaði og horfði hugfanginn á eftir því. Guð hefur sagt vindinum að blása því upp til sín, svo að hann langar víst til að sjá það, hvíslaði hann með hátíðlegri alvörugefni. Það lítur út fyrir það, svaraði Graham. Það gleður mig, því að ég hafði svo mikið fyrir að skrifa það. Jæja, Graham, hvað er syndari? Sá, sem syndgar, - gerir það, sem ljótt er, - er vondur. Allt ranglæti er synd. Fóstra segir, að það sé rangt að skrökva og þegja yfír sannleikanum. Ég býst við, að ég sé syndari. Ég hef haldið þessari sögu leyndri fyrir fóstru minni. Er það ekki rangtr Ég býst við því. Ertu syndari? Ég á við, hvort þú hafír verið það, þegar þú varst lítill drengur eins og ég? Við erum allir syndarar. Því eldri, sem menn eru, því meiri syndarar eru þeir, að mínu áliti. Jú, ég býst við því, að ég sé dálaglegur syndaselur. Ég er svo glaður, sagði Eiríkur brosandi. Þá hefur Jesús dáið bæði fyrir þig og mig. Ég veit reyndar ekki vel, hvað það merkir, en það er víst eitthvað gott. Sagðir þú það ekki? Segðu mér aftur, hvers vegna hann dó? Ég segi þér alveg satt, Eiríkur, ég get ekki útlistað það. Þú getur lesið um það í bókinni þinni. Það er fremur erfitt að skilja það, Graham. En þú varst að segja mér frá því í gær. Segðu mér það aftur. Jæja, ég held, að við hefðum aldrei getað komist til himnaríkis, ef Hann hefði ekki dáið. En nú getum við það. Hvenær getum við það? Þegar við deyjum. En ég hef heyrt, að fólkið sé látið ofan í jörðina. Hvernig getur það þá farið til himnaríkis? Það er aðeins líkaminn. Það er gert ráð fyrir því, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.