Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 28

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 28
28 NORÐURLJÓSIÐ „Kom þú eigi á götu óguðlegra og gakk eigi á vegi vondra manna.“ (Orðskv. 4. 14.) Gáfumenn ræða hugsjónir. Meðalmenn spjalla um atburði. Smámenni tala um náungann. (Þýtt S. G. J.) gömlu sögu.) Churchill var fljótur til svars. Mátti heita, að hann biti á orðunum: „You are listening to facts, and you do’nt like them.“ (Þú ert að hlusta á staðreyndir, og þér geðjast þær ekki.“ - S. G. J.) Hvaða gagn er að gömlum mönnum? Jæja, Winston Churchill sannaði á sínum tíma, hver mikil- leikur þeirra er. Hvaða gagn .er að gömlum mönnum? Ekki má fordæma fyrirsögn þessa og ætla henni óvirð- ingu aldraðra manna. Auðvelt er að fínnast, að nú sé það af, sem áður var, að „gömlu, góðu dagamir“ liggi nú að baki okkar. Þolinmóðlega bíðum við þess dóms, er yfír okkur hefur verið kveðinn upp - dauðans -, en við þurfum ekki að sitja kyrr og bíða hans. Fólk, sem kallað hefur verið af syndabraut og inn á réttlætisveginn, getur aldrei hætt við að ganga hann. Keppnin: að fylgja hinu rétta og að láta sér líða vel, hefur tekið það föstum tökum, og það heldur henni áfram allt til grafar sinnar. Satt er það, að líkaminn er óstyrkur, en, ó, innri maðurinn endurnýjast daglega, er sólin kemur upp og uns hún gengur undir. Winston Churchill er ágætt sýnishom af góðum og gömlum manni. Um tíma var hann nefndur „dómgreindarlaus snillingur“. Er Hitler náði völdum árið 1933, fór Churchill að reyna að vekja England. Styrjöldin kom - 10. maí 1939. Churchill var kjörinn forsætisráðherra. Stjórn- málamaðurinn mikli sagði: „Eg hef ekkert að bjóða nema blóð, strit, tár og svita.“ Fastur stóð hann sem fyrr á hættumestu stundu Englands. Djarflega lýsti hann yfir, að England mundi berjast í lofti og á legi og landi, uns lokasigur væri unninn. Sigurinn kom, Churchill var hetja með eigin rétti. Þingkosningar vom haldnar 1945. Beið þá ósigur stríðshetjan, leiðtoginn mikli og stjómmálaskörung- ur tuttugustu aldar. En hann var ekki þar með úr sög- unni. Enn átti hann eftir að þjóna landi sínu. Fjár- hagslegar kringumstæður kölluðu nú á leiðtogastarf gamla mannsins, að hann kæmi og bjargaði Englandi aftur. (Hér vil ég skjóta því inn í, að ég var eitt sinn að hlusta á útvarp frá Bretlandi, þegar ég var á Sjónar- hæð. Churchill var að halda ræðu. Greip þá þing- maður fram í fyrir honum með upphafsorðum sálms, er börnum var - og vonandi er - kenndur í sunnudaga- skólum: „Tell me the old, old story.“ (Seg mér þá Michelangelo, listasnillingurinn sá, hann sínnti svo mjög því, er hann var að vinna við, að hann gáði einskis nema verksins. Hann nærðist á ögn af brauði, svaf á smá- dýnu við hlið ófullgerðs líkneskis eða málverks, fór aldrei úr fötum. Oft var hann svo lengi með skóna á fótunum, að hörundið fylgdi með, er hann tók þá af sér. Michelangelo sá sjálfan sig og færði þessi orð. í let- ur, er hann var á sjötugsaldri: „Rödd mín er sem geitungs-flugu í olíukrukku; augu mín eru purpuralit, blettótt og myrk;' tennur mínar eru líkar nótum á hljóðfæri, við hreyfingu þeirra heyrist rödd mín eða þagnar; ásjóna mín er þannig löguð, að hún vekur skelfingu; fötin mín eru slík, að krákurnar leggja á flótta út í vindinn; köngulóarvefur er falinn í öðru eyra mínu, en náttlangt tístir cricket flugan í hinu.“ Það er dásamleg dyggð að geta kímt, brosað í laumi, að sjálfum sér, óháð aldri og stöðu í lífinu. Það er æska í ellinni og fegurð líka, ef við aðeins höfum augu til að sjá það. Páll páfi fékk honum nýtt verkefni: tvær vegg- myndir af Páli postula. Þetta voru síðustu málverkin hans. En settist hann í helgan stein? Nei! Á þessum aldri var honum falið nýtt verk, sem gat verið starf heillar ævi. Það var bygging Péturskirkjunnar í Róm. Er hann var 85 ára, gat hann á hestbaki fylgst með verkinu. Er hann var að verða 90 ára, reið hann þang- að á hverju kvöldi í góðu veðri. En í gönguferðir fór hann, hvernig sem veðrið var. Að verkinu mikla vann hann þangað til sex dögum áður en hann dó. Starfsferill Michelangelos var fagur. Á sjálfan sig leit hann sem nálega niðurbrotinn mann af erfiði. Hann framkvæmdi þá samt nærri því eins mikið og þegar hann var ungur. Aldrei voru verk hans auðugri en þá né merking þeirra dýpri. Hann ritaði, að minni hans og heili væru farin á undan til að bíða hans á ein- hverjum stað, að hönd hans væri þegar lögð á plóginn í hinu lífinu. Þá var ímyndunarafl hans óskert og eins frjósamt og það hafði nokkru sinni verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.