Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 20

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 20
20 NORÐURLJÓSIÐ níu böm. Stöðvarstjórinn vissi, að maðurinn var við timburakstur úti í skógi á vetmm. Konan varð því að vinna öll heimilisverk og fjósaverk, gera þau alveg ein. Sannarlega þörfnuðust þau ókeypis aðstoðar. Hann vissi líka, að enn átti konan von á bami. Við jámbrautarstöðina hafði hann unnið í þrjátíu ár. Aldrei hafði hann áður verið spurður slíkrar spurn- ingar. Spumingin lét hann ekki í friði. Hugsandi stóð hann við gluggann á annarri hæð. Hann horfði niður að Rugsvea. Heyrðu, elsku konan mín. Hefur þú nokkru sinni verið spurð: Getur þú vísað mér á ein- hvern hér í sveitinni, sem þarfnast ókeypis heimils- hjálpar? Hann fylgdi með. augunum smávöxnu stúlkunni, sem nálgaðist Rugsvea. Hún virtist nú vera lítill depill niðri í dalnum. Nú verður Karen á Rugsvea glöð. Hún verður senn þrotin að kröftum. Víst er hún í þörf fyrir ókeypis að- stoð. Tuttugu krónur I mánaðarlaun er ofviða þessum stritandi manneskjum á Rugsvea. Merkilegar eru þær, þessar trúboðssystur. Þær ryðja sér veg til afskekktra staða. Hvorki predikarar eða prestar vilja fara þangað. Það hlýtur að vera kraftur kærleikans, er knýr þær, sagði frúin eftir nokkra stund. Forvitnilegt verður að sjá, hvernig þetta endar, sagði maðurinn um leið og hann fór ofan aítur til að sinna skyldustörfum sínum. A leiðinni til hins ábenta staðar varð María Helge- sen að þakka Guði, sem nú hafði gert það að veruleika, er hún í innri heimi sínum hafði séð mánuðum saman. Hún var ekki í vafa um, að hún átti að fara til bæjarins Rugsvea. Járnbrautarstöðina, stöðvarstjórann stór- vaxna, búgarðinn og smáhýsin umhverfis hann, allt þetta hafði hún séð eins og í sýn. . . . Æ-i, það yrði gott að hefja starf og þjóna Drottni á þann hátt, sem hann vildi. Minningar vöknuðu í hugahennar, meðan hún var á leiðinni. Hún hugsaði um góða söfnuðinn, sem hún var í, afturhvarf sitt, er hún var sjö ára telpa. Hún minntist Óla, sem kenndi í sunnudagaskólanum. Hún minntist bænanna hans, er hún fann sárt til synda sinna. Hann leit svo á, að hún gæti frelsast, þótt hún væri aðeins sjö ára gömul. Nú var Óli farinn héð- an og var í himninum. . . . Söfnuðurinn heima var góður söfnuður gagnvart bömum, æsku og öldruðu fólki. Góða stöðu hafði hún hreppt, er hún var átján ára. Stöðunni sagði hún upp, er Guð kallaði hana til að vera heimatrúboði. Það var álit flestra í söfnuðinum, að hún ætti að sækja um starfsleyfi og bíða. Hún brenndi allar brýr að baki sér. Hefði Guð kallað hana, þá væri hann fús til að hjálpa henni þannig, að allir gætu séð það. María, þú hefur engar gáfur til að vera trúboðs- systir. Þjónaðu Guði hér heima í söfnuðinum með þeim gáfum, sem þú hefur. Eitthvað svipað þessu hafði oft verið sagt við hana. Þegar hún bað um meðmæli sem fagnaðarboði (heimatrúboði) fékk hún þau ekki. Ég get þó fengið meðmæli þannig, að ég sé í söfnuð- inum, sannkristin og óski eftir að þjóna Guði í kyrr- þey, hafði hún sagt. Slík meðmæli fékk hún, með- mæli, sem voru miklu, miklu betri en hún hafði vænst. Þakklæti fyllti hjarta hennar, er hún hélt til Rugsvea. Það átti að vera fyrsti staðurinn hennar sem fagnaðar- boða. Köllun sinni ætlaði hún að gegna á heimilunum sjálfum. Það brann sá eldur í hjarta hennar, að hún talaði .um Krist. Ókeypis ætlaði hún að hjálpa fólkinu á Rugsvea og í kyrrþey, uns klukka Guðs hringdi, að hún skyldi hefja starf fagnaðarboðans. Gítarinn, biblían, söngbækur, stoppunál og annað ætlaði hún að nota sem verkfæri við starf sitt. „Kom inn“, svaraði kvenrödd þýð. María steig yfir þröskuldinn inn í stóra eldhúsið á Rugsvea. Getið þér haft gagn af ókeypis hjálp hér á heimil- inu? Ég vil aðeins fá mat og húsnæði fyrir hjálpina. Konan stóð kyrr sem fjötruð væri. Hafði hún heyrt rétt? Gagn af ókeypis hjálp! Já, þú sérð nú börnin öll í rifnum brókum og skyrtum. Bráðum kemur tíunda barnið, eða þau geta orðið ellefu, því að ég held, að þetta séu tvíburar. Úti í fjósinu eru mörg dýr, sem þarf að sjá um. Maðurinn minn er með hestinn í timburskóginum á hverjum degi. Við getum ekki greitt tuttugu krónur á mánuði fyrir heimilshjálp. Og svo kemur þú og spyr, hvort við þörfnumst ókeypis hjálpar? Ég verð að segja þökk fyrir. Og sé Guð til, þá er það hann, sem hefur sent þig. Æ-i, settu þig niður, svo hita ég kaffí og steiki egg og flesk með brauðinu. Fyrirgefðu, ég gleymdi að segja þér nafnið mitt. Ég heiti María. Ekki var talast mikið við, meðan setið var við borð- ið. Báðar fundu, að þetta var bænasvar. Síðar um kvöldið gekk María upp að járnbrautarstöðinni. Með- ferðis hafði hún sleða til að láta farangur sinn á. Hús- bóndinn á Rugsvea var einnig kominn heim. Hann var álíka stór og sterkur sem stöðvarstjórinn. En hann stóð þarna líka með augun full af tárum. Einkennilegt er, sagði hann um síðir, að hingað kemur manneskja, sem er okkur alveg ókunnug, sagði hann loksins. Við verðum bara að þakka og vera glöð. Nú verður að hita vel upp herbergið, sem hún á að hafa. Þegar stúlkan kemur til að vinna hér fyrir ekki neitt, þá má ekki láta hana helfrjósa mitt í viðar- hrúgunni, bætti hann við. Er María var farin, létu þau hjónin gleði sína í ljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.