Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 40

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 40
40 NORÐURLJÓSIÐ öllum skepnum af sandinum. Mikið dæmalaust væri það gaman. Heldur þú ekki, að þeim þætti gaman að ná í okkur, Eiríkur? sagði Graham. Þú talar svo illa um þær. Þær munu brátt iðrast eftir að hafa verið svona vondar. Svo fara þær að reyna að sofa, - og það er einmitt þá, sem mér fellur svo vel við þær. Þetta var síðasta samtalið, sem Eiríkur átti við vin sinn um nokkurra daga bil, því að Graham fór til Lundúna. En að viku liðinni kom hann í hægðum sín- um eftir sandinum og nam staðar við vagn litla sjúklingsins. 3. KAFLI „Þab er allt satt, ég finn, að það er satt“. Hæ, litli snáði, þú ert þá orðinn svona fjörugur! Hvað hefur læknirinn gert fyrir þig? Eiríkur litli var í sannleika laus við öll leiðindi. Hann reyndi að leyna þeirri ákefð og ánægju, sem skein út úr svipmikla andlitinu hans. Hann greip hendinni fyrir munn sér, um leið og hann leit skrýtilega til fóstru sinnar. Síðan rétti hann foringjanum hönd sína. Er hann hafði virt fyrir sér karlmannlegan limaburð hans, mælti hann blíðlega: Líkar þér vel við mig? Hví skyldi mér ekki líka vel við þig? Þú ert annars að sníkja það, að ég slái þér gullhamra. Æ, segðu mér nú, hvort þér þykir vænt um mig? Graham hló hjartanlega og góndi á drenginn. Hvað ætlar þú.nú að segja, Eiríkur? Lofaðu mér að heyra það. Veistu, að ég kom einmitt til að fínna þig? Þar sem ég er allra manna latastur og eigingjarnastur, þá verð ég að láta þig vita, að þú hefur ekki svo lítið aðdráttarafl, að ég skuli vera þín vegna kominn hingað. Mig langar til, sagði Eiríkur litli í hálfum hljóðum, um leið og hann strauk hönd hins unga manns: Mig langar til, að biðja þig að taka mig upp úr vagninum og bera mig upp á klettinn þarna og sitja undir mér, eins og pabbi gerir. Segðu fóstru, að þú ætlir að gera það, svo að hún fari ekki að elta okkur. Eg þarf að tala nokkuð við þig einslega. Ekki leið á löngu áður en hann fékk þessa ósk sína uppfyllta. Þú ert eins og fis í vindi, Eiríkur litli, sagði Graham um leið og hann lyfti með sínum sterku armleggjum þessari léttu beinagrind. Ég er víst ekki mjög þungur. Jæja, þú verður að hlusta, ég verð að tala, rpér er svo mikið niðri fyrir. Ég hef þráð þig svo mikið. Sjáðu nú til. Ég hef ekki látið fóstru sjá það. Hún veit ekki, að ég hef það. En við skiljum hvor annan. Þú skilur, hvað ég á við. Þú ert óhamingjusamur og leiður á lífinu eins og ég. En við vilfum, að eitthvað nýtt komi í staðinn fyrir hið gamla. Einmitt það, gamli heimspekingur! Áfram, áfram! Ég hlusta. Eiríkur roðnaði og glampi kom í augu hans, um leið og hann tók með varfærni pappírsböggul dökkan upp úr vasa sínum. Hann opnaði böggulinn gætilega og sýndi Graham þessi fáu blöð af nýja testamentinu, sem hann hafði haft heim með sér. Þú sagðir, að það væri allt satt, Graham, og það er undravert, ságði barnið með ákefð. Er það, drengur minn? Ég gleðst af því, að þú finn- ur það. En, Graham, hefur þú nokkurn tíma lesið þetta? r r Þvílík saga, og þessi góði maður! Eg elska hann! Eg grét í rúminu mínu í gærkvöldi yfír því, að ég skyldi ekki hafa verið lifandi, þegar hann var hér. Ó, að ég hefði aðeins séð hann! Það er svo mikið, sem ég skil ekki, og svo margt, sem ég þarf að spyrja um! Veistu það, að hann var almáttugur? Getur þú ímyndað þér annað eins? Einu sinni ætlaði hann að fara yfir sjóinn með nokkrum mönnum. Hann var mjög þreyttur. Þá hallaði hann sér út af og sofnaði. Bylgjurnar æstust meir og meir, og vatnið kom inn í bátinn. En hann var ennþá svo þreyttur og hélt áfram að sofa. Þá urðu hinir mennirnir svo hræddir, að þeir vöktu hann og sögðu, að honum stæði á sama, hvort þeir drukknuðu eða kæmust lífs af. Hvað heldur þú, að hann hafí gert? Hann stóð upp, leit í kringum sig yfír æðandi bylgj- urnar. Sjórinn reyndi að hvolfa bátnum. En hann sagði sjónum að verða kyrr undir eins - og hann varð það. Hefði þér ekki þótt gaman að vera þar? En ekki er allt búið enn. Hann gekk ofan á öldunum í annað sinn, þegar allir hinir mennimir voru í bátnum. Þá kom hann til þeirra á þennan hátt. Drengurinn horfði með ákafa út á sjóinn og rétti út höndina eins og hann vildi segja við sjóinn: Enginn getur haft hemil á þér núna, en einu sinni varstu þó kyrrður. Það er alveg dásamlegt. Mér hefði þótt gam- an að sjá þig niðurbældan undir fótum hans. Ó, Graham, hvers vegna sagðir þú mér aldrei fyrr frá þessum undraverða manni? Faðir þinn hefur rétt fyrir sér, þú mundir verða mesti ákafamaður, ef . . . Hér þagnaði Graham. En Eiríkur horíði alvarlega á hann. Hver er Guð? Segðu mér það, Graham. Þú ert farinn að tala um málefni, sem þér er of þungskilið, drengur minn. - Þú ættir að fá mér þessa skruddu og gleyma öllu, sem hún getur um. Foring- inn varð eirðarlaus á svipinn, um leið og hann strauk hendinni um hrokkna höfuðið, sem hallaðist upp að brjósti hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.