Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 66

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 66
66 NORÐURLJÓSIÐ legt. Þar var kærleikur og gleði, sem virtist streyma út frá hjörtum allra, fortíð þeirra áður, núverandi starf þeirra og framtíðarhorfur, hugheil risna gestgjafa þeirra, hið hljóðláta, en óumdeilda vald hans - allt þetta skapaði áhrif, sem ekki var létt að gleyma. En best af öllu var guðræknistundin um kvöldið, haldin úti undir stjömuskini, söngvarnir, bænin og áhuginn, sem Hsi leiddi með samkomuna, - nálægð hins Ósýnilega, sem var svo auðfundin mitt á meðal þeirra. Næsta morgun var sunnudagur. Mjög árla voru gestimir vaktir. Var það af skemmtilegri hreyfmgu fólksins úr nágrenninnu, því að kristna fólkið og hið leitandi var að koma til samkomanna. Klætt í hreinan sumarklæðnað bar það með sér sálmabækur og nýja testamenti, sem fallega litir vasaklútar voru vafðir um. Hvílíkur áhugi fyrir gestunum og unun af predikun Mr. Ballers og öllum fréttunum, sem hann flutti frá öðrum hlutum Kína. Hver samkoman rak aðra, uns ungu mennirnir gátu metið betur en nokkm sinni fyrr hæfíleika og þrek kínverskra áheyrenda. En hápunkti var náð, er Hsi hélt ræðu síðdegis. Hún var flutt á lifandi hátt og með lýsinga krafti, að þau atriði, sem hann ræddi um, urðu alveg ljóslifandi áheyrendum. Svo er fyrir að þakka, að kafla eða atriða skipti ræðunnar voru rituð upp. Gefur þetta dálitla hugmynd um ræður hans. Hann lagði sjaldan út af einni ritningargrein, tók heldur heilan kafla eins og í þetta skipti, dró síðan fram þá lærdíma, sem átti að nema. I þetta sinn tók hann fyrir skipbrot Páls. (Post. 27.) Atriðin, sem hann tók fram, vom þessi: 1. Kæruleysi ófrelsaðra. Þeir gefa engan gaum að boðskap Guðs, er hann lætur þjóna sína flytja, alveg eins og hundraðshöfðinginn (skipseigandinn, skip- stjórinn, enskar þýð.) hlustaði ekki á aðvaranir Páls. 2. Happasæl byrjun á syndabraut. Hægur sunnanvindur blés. 3. Vellíðan syndarans er skammvinn. Brátt hvessti og skall á ofsarok. 4. Syndarinn reynir árangurslaust að frelsa sig sjálfur. Skipverjar lögðu strengi um skipið og fleygðu út áhöldum þess. 5. Sálin örvæntir. Hvorki sást til tungls (sólar, ísl. og enskar þýð.) né stjama í marga daga. Öll lífsvon var horfin. 6. Þörfin, að þjónar Guðs sýni þolgæði. Loks var hlýtt á ráðlegging Páls. 7. Allir frelsast, er hlýða Guði og treysta fyrirheitum hans. Allir þeir, sem á skipinu vom, komust heilir til lands. Kveljandi var það komumönnum, hve lítið þeir gátu skilið, og sérstaklega, að þeir gátu ekki talað við gestgjafa sinn á milli samkomanna. En Hsi datt ráð í hug. Hann sá um kvöldið, að þeir gáfu sig að lestri í biblíunum sínum. Hann kom í skyndi með sína biblíu og benti þar á greinar, sem létu í ljós það, sem hann langaði helst til að segja. Ungu mennirnir svöruðu með viðeigandi greinum í þeirra biblíum. Þannig fór talsvert samtal fram. Er komið var næsta vor, höfðu þeir tekið miklum framförum. Þá gerðu hinir ungu menn þá undrun réttmæta, sem gáfaðir Kínverjar láta stundum í ljós, hvernig dvöl, stundum aðeins fáeinir mánuðir, í landi þeirra getur látið útlendinginn taka svo miklum framföru'm. Lært höfðu þeir að tala, ganga, klæðast og neyta matar á viðeigandi hátt. Þeir höfðu lært að sýna í öllu háttvísá framkomu, sem undraði alla, jafnvel þá, sem hjartanlegast óskuðu þeim heilla. (Það, að ganga eins og fræðimaður, er alls ekki eins létt og búast mætti við. það er list út af fyrir sig: að klæða sig snyrtilega í kínverskan fatnað og að haga sér við matarborðið eins og hæfir heldri manni.) Kristniboðarnir höfðu stundað kínverskunámið kappsamlega allan veturinn. Og þar sem þeir bjuggu á meðal fólksins, höfðu þeir orðið kunnugir notkun þess. Mr. Baller, sem sá, að héraðið allt var kristniboðs- starfí vinsamlegt, hafði Ieigt íbúðir í þremur nágrannaborgum. Af viturleik dreifði hann ungu mönnunum, en heimsótti þá öðru hvoru. Innlendir, reyndir menn voru lámir vera hjá þeim, svo að mannfjöldinn, er kom til að sjá útlendingana, færi ekki á mis við að heyra fagnaðarboðskapinn. Höfðu þannig þrjár stöðvar kristniboðs verið settar á fót. Ein var sunnan við Fu borgina (P’ing yang var Fu eða aðsetur- staður fylkisstjórans.) Tvær voru hinum megin árinnar á milli Vesturfjallanna. Blessun Guðs fylgdi starfínu á hverjum stað. P’ing yang var aðalstöðin. Þangað voru þeir fúsir að koma, sem nýlega höfðu tekið trú, ásamt hinum elskuðu kristniboðum sínum. Þetta voru gleðilegir endurfundir. Þakklæti ríkti í hverju hjarta og von. Dreifðar um álíka stórt svæði og Wales (um 18000 ferkm.) voru fjórar kristniboðs- stöðvar, tíu eða tólf Hæli og samkomufólk í mörgum þorpum sendu þangað fulltrúa sína (til P’ing yang). Hsi og kona hans voru þar, og allir leiðtogar, sem eldri voru í starfinu. Ungu mennirnir komu, fullir af gleðinnar áhuga, ákafír að kynna eldri kristnum mönnum bræður þeirra, hina ungu í trúnni. Geysi- mikinn áhuga vakti það hjá Hsi: að hitta aftur hina ungu kristniboða og sjá ávöxtinn af erfíði þeirra. Mr. Stanley Smith virtist einkum hafa áhrif á hann. Eitthvað var það við sólskinsskap hans og hvernig hann uppörvaði fólk og hjálpaði því, sem dró Hsi að honum og kom honum til að þrá samvinnu hans í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.