Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 72

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 72
72 NORÐURL J ÓSIÐ Hin þriðja var nefnd: Fu-uen Wan eða heilsu-við- reisnar taflan. Hana máttu sjúklingar nota, er þeir voru farnir úr Hælinu. „Allt þetta vakti mjög áhugann. Sjálfur sá ég fjölda- marga frelsast vegna starfsins í Hælunum. Og síðar, þegar starfíð óx meir, færði hann mér fréttir af því öllu með löngum og reglubundnum bréfaskiptum. Hann skrifaði vel og hratt og sendi mér oft bréf, sem voru um einn metra á leiigd!“ „Hver voru aðalsérkenni hans sem predik- ara?“ „Hann var laus við ótta og sannfærandi, predikaði jafnvel oft úti á götunum með mikilli djörfungu. Ræðustíll hans var fágaður og vakti áhuga mikinn. Hann notaði alltaf mikið af góðum, kínverskum dæmisögum. En er hann ávarpaði áheyrendur, sem voru heiðnir, vitnaði hann sjaldan í sígild rit Kín- verja. Orð Guðs var eina vopnið hans. Fólk hafði mikla ánægju af að hlusta á hann, heiðnir jafnt sem kristnir Gat hann látið hlusta á sig stundum saman. Aðallega flutti hann ræður, sem skýrðu orð Guðs. Varð ég oft undrandi á því, hversu vel hann gat birt sannleikann og sýnt hann í nýju ljósi. Eg heyrði hann eitt sinn flytja ræðu, sem fjallaði um freistingu. Hún var frábær - um freistingar Krists. Áhrif hennar á mig vara enn til þessa dags. „Sem safnaða-hirðir var hann frábær. Þetta lá í eðlisfari hans. Fólk lauk upp hjörtum sínum fyrir honum. Hann var svo árvakur í því, sem laut að and- legri velferð þess. Þetta vakti athygli mína sérstak- lega. Hann þurfti að bera byrðar allra.“ „Með þjáningum og freistingum, sem hann reyndi sjálfur, býst ég við, að hann hafi lært leyndardóm þess, hvernig öðrum skuli hjálp- að?“ „Já, hann hafði fengið að reyna svo mikið sjálfur og stóð enn í stríðinu. „Hann vissi vel, hvað freisting var. Hann sneri sér þá að Guði og megi segja það, þá að Satan líka. í sám- bandi við hann gerðust atvik, sem minna á Lúther í Wartburg. En í öllum slíkum orrustum hafði hann lært að sigra á knjánum. Með bæn og föstu barðist hann við freistarann. I rauninni kaus hann ávallt að fylgja þessari biblíulegu siðvenju.“ „Gerðu ekki þessar sífelldu föstur hann tals- vert magnþrota?“ „Þótt skrýtið sé, virtist þetta alls ekki gera hann slappari. Hann var svo andlegs eðlis, að þetta virtist eðlilegt. Jafnvel er hann var á ferðalagi, hef ég vitað til þess, á meðan hann var að íhuga eitthvert vandamál í sambandi við starfíð og biðja af því tilefni. Ég gat ekki munað eftir því, að hann drykki te eða annað við þessi tækifæri. Þá var hann mjög þögull, sokkinn ofan í hugsanir sínar eða bæn. En honum var haldið dásam- lega uppi af guðlegum krafti. Væri minnst á það við hann, að hann neytti ekki matar, sagði hann með björtu brosi: „Tien-Fu-tih entien.“ ,Náð hinmeska föðurins.1 Hann fastaði ekki af meinlæta-hvötum. Þetta vár ekki til að deyða líkamann, heldur blátt áfram til að hjálpa honum til að biðja. Honum reynd- ist þetta í raun og veru svo, að þannig gengi honum betur að biðja. Á bænatímunum var eitthvað við hann, sem ekki er unnt að lýsa: alvara án hryggðar, og sá raunveruleiki guðlegra hluta, sem lét mér fínnast, að ég væri að tala við einhvern úr öðrum heimi.“ „Ég get vel skilið, að þú misstir nærri sjónar af göllum hans og veikleikum. Samt hlýtur þér stundum að hafa fundist, að hann væri kreddu- fastur og ekki laus við ráðríki?“ „Jú, hann var mjög ákveðinn. En það var ekki hægt að líta á afstöðu hans sem hroka eða einþykkni í venju- legum skilning þeirra orða. Eitt af því, sem hann sagði oftast, var „Tien-Fuh-tih chi,“ ,vilji Guðs eða himneska Föðurins.* Það var einkum þetta -fullvissa hans um huga Guðs - sem gerði hann svo öruggan og ákveðinn. Hann beið svo mikið eftir Drottni til að fá að vita vilja hans. Er hann fann svo, að vilji Guðs var birtur honum, þá varð honum ekki þokað. Efalaust var hætta fólgin í slíkri afstöðu, og honum hætti við að vera of sterkur og gefa ekki nægan gaum að dómgreind annarra. En það, sem hann átti við var þetta: að fara Guðs veg, en ekki sinn eiginn. „Hann var Iíka svo óttalaus. Hann hikaði ekki við að biðja ákveðið um hlutina og fela svo Guði, ef svo má segja, að framkvæma eigin fyrirheit. ,Nú er þetta út- kljáð,1 gat hann sagt, ,ég hef falið himneska Föðurn- um það. Hann mun gjöra þetta fyrir okkur. Hér er fyrirheitið/ Tryði hann því, að leiðbeining hafði hann fengið í einhverju máli, hikaði hann ekki við að segja, hvað Drottinn hafði sagt honum. Þetta skildi fólk ekki og hélt hann væri hreykinn eða skorti virðingu. En þetta var fremur andi Davíðs, er sagði: „og gjör þú svo sem þú hefur heitið ... “ Honum skjátlaðist stundum. En langtum oftar kom í ljós, að hann hafði rétt fyrir sér.“ „Varðst þú var við nokkra sérstaka hneigð hjá honum til að leiða aðra og hafa áhrif á þá?“ „Hann hafði sérstakan kraft til þessa. Orð hans voru svo þung á metunum. Áreynslulaust, að því er virtist, sýndist hann stjórna ölluih. Fólk fylgdi honum ósjálfrátt og treysti honum. Hann var gæddur mikilli orku til upphafs nýrra framkvæmda og framtakssemi, sem alveg var óvenjuleg.“ „En merkilegast af öllu var andlegt hugarfar hans, heilshugar helgun. I lífínu og í heiminum var aðeins eitt: Kærleikur hans til Krists og til sálna mannanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.