Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 56

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 56
56 NORÐURLJÓSIÐ breytingu. Ef þú ætlar að halda þessu áfram, þá verð- ur sá sendir á, að ég verð líka að leitast við að bæta ráð mitt. Hve Mikkel varð himinglaður! Þessir tveir æsku- vinir og nábúar lásu orð Guðs saman. Allt í einu heyrðist kvenrödd taka undir með „amen.“ Það var kona Mikkels, er hlustaði gegnum hálfopnar dymar. Mikkel, sagði hún: Öll þessi ár höfum við lifað sam- an við ósamlyndi og stríð á heimili okkar. Þessa síðustu viku hefur heimilið verið eins og hreinasta Paradís. Þetta var fyrsta samkoman, er Mikkel hélt á ættjörð sinni. Hún varð ekki hin síðasta. Það leið ekki á löngu áður en margir vildu vera með. ('Þýtt. Endurprentað úr 1. árg. Nlj.) Garibaldi og lambið Það, sem Jón Sigurðsson var íslensku þjóðinni, það var Giuseppe Garibaldi ítölsku þjóðinni. Hann var nefndur „frelsari Ítalíu.“ Enginn vafi er á því, að hann hafí unnið meir en nokkur annar maður að því, að þjóðin fengi sjálfstæði sitt og fasta stöðu á meðal ríkja Norðurálfu. Faðir hans var fátækur fiskimaður. Garibaldi fékk þess vegna litla menntun, nema þá, sem hann gat veitt sér sjálfur. Hann var sjómaður framan af, þangað til hann var 27 ára. Þá gerðist hann félagi í samtökum, er nefndu sig: „Unga Ítalía.“ Yfírvöldunum erlendu þóttu þessir félagar hættulegir náungar. Garibaldi var ásamt öðmm dæmdur til lífláts fyrir uppreisn. Ur varðhaldinu slapp hann og komst loksins til Suður- Ameríku . . . Hann hélt áfram að berjast, uns fullur sigur vannst. Sagan af honum Garibalda verður ekki nánar rakin hér. En sagt skal nú frá því, að árið 1913 birti Norður- ljósið sögu af honum. Hún hét „Garibaldi og lambið.“ Ég átti að fermast þetta vor. Þurfti að sauma á mig fermingarföt og að bólusetja mig. Varð hvert barn, er fermdist, að vera bólusett. Læknirinn framkvæmdi það, en muldraði eitthvað um, að bóluefnið mundi vera lélegt og gat um ástæðu fyrir því. Enda kom ból- an ekki út á mér. Saumakona, sem Ósk Sveinsdóttir hét, var þá orð- in kaupandi að blaði, sem hét Norðurljósið. Las ég í því frásöguna „Garibaldi og lambið.“ Kemur hún hér: Það fara margar sögur af þessari frelsishetju, sem sýna mikilleik mannsins, og er þessi, sem hér fylgir, ekki sú áhrifaminnsta: Eitt kvöld, er hann var á herferð, hitti hann fátækan hirði, sem hafði týnt einu lambi úr hjörð sinni og var mjög hryggur yfír þessu, því að honum þótti svo vænt um lambið. Garibaldi spurði menn sína, hvort þeir vildu ekki hjálpa til að leita að lambinu í klettunum. Margir buðust til þess, og svo fóru þeir upp til fjalla til að leita týnda lambsins. En þeir fundu það ekki, þó að þeir leituðu í langan tíma og sneru aftur einn og einn til herbúðanna. Næsta morgun fór Garibaldi ekki eins snemma á fætur og hann var vanur. Þjónn hans fann hann sof- andi, er hann kom inn til hans. Loksins vakti hann hershöfðingjann. Þegar hann hafði nuddað stírumar úr augum sér, dró hann lamb upp úr rúmi sínu og bað þjóninn að fá hirðinum það. Þetta var týnda lambið! Er allir hinir höfðu gefíst upp, hafði Garibaldi haldið áfram um nóttina að leita þess, uns hann hafði fundið það. Maðurinn, sem leitaðist við að frelsa heila þjóð frá óvinum hennar, hafði samt líka tíma til að hugsa um eitt lítið lamb! Frelsari, meiri en Garibaldi, er kominn til að frelsa - ekki einungis þjóð sína, heldur og óvini sína. Hann er frelsari heimsins. Samt hefur hann tíma til að hugsa um sérhvem syndara, sem ráfar um í villu og er kom- inn upp í kletta syndarinnar. Myndin lýsir: ástandi syndarans. „Vér fórum allir villir vega sem sauðir.“ (Jes. 53. 6.) Lambið hefur lent á klettastalli. Hjálpar- laust kemst það alls ekki burt. Líkt er ástand allra. Oss er brýn nauðsyn: að taka á móti frelsaranum. An hans komumst vér ekki „heim til föðurhúsa.“ Hann kom til að leita að hinu týnda og frelsa það. í dæmisögunni er sagt, að maðurinn leitaði að sauðn- um, uns hann hafði fundið hann. Þér eruð ekki af mínum sauðum, sagði Kristur við vantrúaða Gyðinga. En mínir sauðir þekkja raust mína. Ef þú vilt hlýða blíðri raust hans, glatast þú aldrei að eilífu, því að hann segir: „Enginn skal slíta þá úr hendi minni.“ (Jóh. 10. 26.-28.) (Úr 2. árg. Nlj., febr. 1913.) Hirðirinn góði heitt þig elskar, hann út um auðnir leita vill þín, mildur og blíður kallar, kallar: Kom þú, ó, frávillti sauður til mín. Frelsarinn góði bíður og bíður, blíða og náð úr augum hans skín. Hvað eftir annað hátt hann hrópar: Harmþrungni syndari, kom þú til mín! Viðlag: Jesús þín leitar, Jesús þig kallar, Jesús þig elskar, ó, kom til hans nú. Tef þú ei lengur, hrópa af hjarta: Herra Guð, til þín kem ég í trú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.