Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 18

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 18
18 NORÐURLJÓSIÐ endurtekið að merkingu til þrisvar sinnum. Það var örlagaríkt andartak, er Jesús kallaði fram af vörum Péturs játninguna: „Herra, þú þekkir allt, þú veist, að ég elska þig.“ Kannski var ekki kraftur sterkrar sannfæringar í orðum Péturs þá. k þessari stundu var honum nóg, að Jesús var hjá honum aftur. Hvítasunnudagurinn fyrsti kom. Andinn heilagi fyllti Pétur, anda hans, sál og líkama. Nýr heimur laukst upp fyrir honum. Ljóslifandi stigu heilagar ritningar fram úr rökkurmóðu hugans. Hann sá í skæru ljósi hjálpræðisverk Guðs í Jesú Kristi heimin- um til lífs, sá hinn víðlenda akur, sem beið sáningar, beið starfs hans. Þetta voru þáttaskilin í ævi hans. Aldrei framar sæti hann við þær glæður, er kólna hlutu og deyja út í næstu andrá. Eldur guðlegs kærleiks var kveiktur í sál hans. Siguraflið til starfsins hafði náð tökum á hon- um. Fylltur heilögum Anda kveður hann svo að orði: „Gjörið iðrun, og sérhver yðar láti skírast til fyrir- gefningar synda yðar, og þér munuð öðlast gjöf heilags Anda, því að yður er ætlað fyrirheitið og bömum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn, Guð vor, kallar til sín. ... Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð. Hann (Jesús) er steinn- inn, sem einskis var virtur af yður, húsasmiðimum, hann er orðinn að hyrningarsteini. Og ekki er hjálp- ræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er merm kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ (Post. 4. 11., 12.) (Þýtt S. G. J.) Hvað mundir þú gera, ef....? Þú kennir ensku í Japan, nemendur eru allra stétta menn. Þú vilt vinna þá til trúar á Krist. Hvaða ráðum beitir þú til þess? Þú vingast við suma þeirra, býður þeim með þér til kirkjunnar, sem þú sækir, kynnir þá japönskum, kristnum mönnum, sem geta unnið þá til trúar á Krist. Þetta hefur heppnast vel. Þó nokkrir hafa frelsast. Einn af þínum nemendum kennir ensku við háskól- ann. Hann býður þér til kvöldverðar með sér. Borða skal í dýrseldasta matsöluhúsi í borginni. Þú hlakkar til þess. Samt sem áður er eitt vandamál framundan. Gæti átt sér stað, að þér yrði boðin sneið, sem skor- in væri af karfa, lifandi karfa! Þú hefur heyrt, hvemig það er gert? Með hnífi, sem flugbítur eins og rak- hnífur, sker yfír-matsveinninn aftan við tálknin á lifandi karfa, sem liggur á diskinum fyrir framan þig. Sporðurinn er skorinn af fískinum. Matsveinninn sker, með kunnáttu sérfræðings, sneiðina í lengjur og leggur þær með vandvirkni ofan á fiskinn, sem enn er lifandi. Síðan segir hann þér að gera svo vel og fá þér sneiðar. En ertu búinn undir að eta þær? Hvað mundir þú gera? Mundir þú eiga það á hættu, að þú móðgir gestgjafa þinn með því að eta ekki þenn- an dýrindis, verðmikla rétt? Eða mundir þú reyna að sigrast á ógleðinni, sem þú finnur að ólgar í maga þér? Þetta hefur ekki ennþá kómið fyrir, en það gæti hæglega gerst. Jim Hanert leit þannig á, að hann væri orðinn tölu- verður sælkeri. Er hann var orðinn 37 áragamall, áleit hann sig orðinn talsvert reyndan á því sviði: að neyta alls konar erlendra sælgætis rétta. Vingjarnlegur háskólakennari, sem var einn af nemendum hans, bauð honum marflær til matar. Komið var með kúffullan disk. Eitthvað var þar óvenjulegt: Maturinn var á hreyflngu! Jim sat þarna ráðþrota. Hann reyndi að taka ákvörðun um, hvað hann ætti að gera. Etið hafði hann •hráan kolkrabba, þang og margt fleira sælgæti. En eitthvað, sem hann réði ekki við, reis gegn því, að hann æti lifandi marflær. Gestgjafi hans var tilfmninganæmur. Hann spurði Jim, hvort nokkuð væri að. Jim viðurkenndi þá, að hann væri ekki fær um að neyta svo sem skyldi af þess- um ríkmannlega rétti. Vinur hans lét þá steikja mar- flærnar. Eftir það gekk máltíðin snurðulaust fyrir sig. Hvað hefðir þú gert, hefðir þú verið í sporum hans Jims? „Ég er orðinn öllum allt, til þess að ég yfír höfuð geti frelsað nokkura,“ ritaði postulinn Páll. Þetta reyna þemur og þjónar Drottins líka að gera í Japan, þótt stundum geti gengið alveg fram af þeim. (Þýtt úr International Crusades Today. (Alþjóð- legar krossferðir nútímans), febrúar 1980. Fólki, sem komið er langt á menntabrautinni, er boðið að koma og vera þjálfað og kennt rækilega í 8 mánuði. Síðan fer það víðs vegar, reynir að vinna fólk til trúar á Drottin Jesúm Krist og styrkir söfnuði, sem eru starf- andi í allmörgum löndum. - S. G. J. þýddi.) Eins mikilvæg og hlust- pípan hans Önnum kafínn var læknirinn. Þó gaf hann sér alltaf tíma til eins: Það vom móttökur alls konar umboðs- manna. í þetta sinn var umboðsmaðurinn ólíkur öðrum. Hann var ekki sölumaður lyfja, heldur sem fulltrúi alþjóðlegs félagsskapar, sem dreifír biblíum. Fulltrúinn sagði lækninum frá þeSsum alþjóða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.