Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 31
NORÐURLJÓSIÐ
31
þessa gamla manns. Lítil kona í fjöllunum var sú, er
honum gaf fyrstu hugmyndina um Föðurinn.“
Minnstu ekki á það, að ævi þín sé tómleg, ávaxta-
snauð, ófrjósöm, ef þú ert Guði algerlega helgaður.
Nú á dögum leitar Guð að fólki, sem algerlega sé
helgað honum.
(Þýtt úr „The Sword of the Lord“ - Sverði Drott-
ins. - S. G. J.)
Hamingjuleiðina fann ég
Ég var ungur sjómaður, nýútskrifaður úr skóla Flot-
ans, sem kennir bæði heilsufræði og vísindi. Veitti
þetta mér þau réttindi, að ég gat starfað sem flokks-
foringi í ýmsum deildum flotans.
í Portsmouth í Virginíu var fyrsta stöðin, sem ég
átti að vinna í. Ég nam staðar til að heimsækja fólkið
mitt. Er ég fór frá því, vildi það slys til, að bifreið mín
rakst á ungan mann á bifhjóli. Er ég sá hann fljúga
gegnum loftið og koma niður á höfuðið, hélt ég, að ég
hlyti að hafa orðið honum að bana, því að hann stóð
ekki upp. Það var sem kraftaverk, að hann hafði ein-
ungis rotast og undist um ökklann.
Bráðabirgða viðgerð fékk ég á bifreiðinni. Hélt síð-
an áfram í 16 stundir, uns ég kom til Virginíu. Kvaldi
mig samviskan allan tímann. Ekki gerði hún það
vegna þess, að maður hefði getað látið lífíð. Það var
heldur, hvaða afleiðingar þetta hefði getað haft í för
með sér fyrir mig, ef maðurinn á bifhjólinu hefði dáið.
Það var með þessu atviki, sem Guð sýndi mér, í hve
vonlausu ástandi ég var sefn syndari og táldrægni
eðlisfars míns. Ég mundi hafa logið til þess að bjarga
mér úr þessu.
Er ég kom til Virginíu hitti ég vin minn úr sjóhern-
um, Russel Fairchild, sem hughreysti mig. Eigi að
síður sagði hann mér, að aldrei yrði ég sæll, nema ég
byði Jesú Kristi að koma inn í hjarta mitt.
Ég fór inn í símaklefa til að gera ráðstafanir, sem
lutu að síðustu viðgerð á bifreið minni. Þarna fann ég
smárit. Á því stóðu efst með stóru letri orðin:
„HJÁLPRÆÐISÁFORM GUÐS.“ Ég leit í kring-
um mig, stakk þessu smáriti í skyrtuvasa minn, hljóp
inn í herbergi mitt í herskálanum og lokaði dyrunum.
Ég kafaði niður í sjópoka mína og fann þar lítið nýja
testamenti, sem mér hafði verið geflð, er ég tók við
starfinu. Það var Gídeons nýja testamenti.
Ég las þessar ritningargreinar, sem ég man enn í
dag:
„Ef þú játar með munni þínum Drottin Jesúm
og trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið
hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Því að
með hjartanu er trúað til réttlætis, en með
munninum játað til hjálpræðis.“ (Róm. 10. 9.-
10.)
Ég vissi ekkert um biblíuna nema það, að hún var
bók, er kristnir menn lásu og trúðu, bók, sem ég skildi
ekki. Greinar þessar hefði ég ekki fundið sjálfur. En
Gídeons-menn höfðu af hugulsemi sett þær á mjög
áberandi stað á bakhlið kápunnar og bæn með. Hún
var gagnleg, því að ekki vissi ég, hvernig ég átti að
biðja.
Þetta var kvöldið 10. október 1974. Þá varð ég sann-
kristinn. Guð blessar mig enn. Fyrirheit hans eru
áreiðanleg og ég elska hann. Nú er ég frelsaður og í
biblíuskóla til að búa mig undir starf fyrir Drottin.
(Þýtt S. G. J.)
Sköpun eða þróun?
Síðastliðinn vetur, árla þó, birtust greinar um þróun
og sköpun í Mbl. í Reykjavík. Voru þær í dálkum
Velvakanda.
Það sjónarmið kom fram og var birt, að sköpunar-
sögumar væru tvær í biblíunni. Sendi þá ritstj. Nlj.
greinarstúf þann, sem birtist hér:
Heiðraði Velvakandi.
Rekið hefur á fjörur mínar greinarkorn tvö. Voru
þau birt í dálkum þínum. Höfundur þeirra var Ragn-
ar Þorsteinsson. Fjalla þær mest um frásagnir heilagr-
ar ritningar af sköpun mannsins. Telur hann, að frá-
sögnin í 1. Mós. 1. 25.-27. af sköpuninni reki sig á
frásögnina af sömu sköpun í 2. kafla 18. og 19. grein.
Viðurkennt skal, að við fyrstu sýn virðist þetta rétt
athugað, eins og greinar þessar hljóða nú í biblíunni.
Þýðandinn breytti „og“ í „þá“, en það er þama atviks-
orð með tímamerkingu.
Frásögnin í heild minnir mjög á blaðamennsku
nútímans. Skráð eru fyrst þau atriði, sem skýra frá
helstu atriðum einhvers viðburðar. Þá kemur stimd-
um nákvæm lýsing á því, hvemig atvikin gerðust.
Orðunum Paradís og Syndafallið hafa menn
skotið inn í frásögn fyrstu Mósebókar, og kljúfa þau í
tvennt þá frásögn, sem hófst í 1. kafla. En 2. kaflinn
heldur frásögninni áfram. Er 19. greinin mjög mikil-
væg. Þar greinir frá sköpun dýranna og að Adam gaf
þeim nöfn.
Þessu má líkja við kennslu þá, sem ég hlaut í grasa-
fræði hjá dr. Helga Jónssyni, er ég var í Kennaraskól-
anum. Hann lét okkur lesa fyrst um líf plantna og
byggingu þeirra. Síðan sýndi hann okkur myndimar,
er skýrðu þetta betur fyrir okkur. Hafði hann þannig