Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 33

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 33
NORÐURLJÓSIÐ 33 Sagan^ er hefur hrifíð mig mest. Aldrei heyrði ég aðra eins sögu Eftir dr. Bob Jones, eldra. Maður nokkur sagði mér þessa sögu. Hann var þá kominn yfír áttrætt . . . Hér kemur hún. Ég var í Arkansas, er borgarastyrjöldin (þrælastríð- ið) geisaði. Hinum megin voru hundruð tjalda. Voru í þeim hermenn okkar. Mislingar fóru að ganga. Marg- ir af hraustustu piltunum okkar dóu. Við reistum fleiri tjöld neðar í dalnum og fluttum alla sjúklingana þang- að. Auðvitað var þetta gert til að varðveita heilbrigði annarra. Ég var settur yfir þessa sjúkradeild. Kvöld nokkurt, er ég var í deildinni, gekk ég fram- hjá sjúkrabedda. Þarna lá mjög veikur hermaður. Varla var hann meira en 17 ára gamall. Pilturinn horfði á mig. Svipur hans var átakanlegur. Hann sagði: „Deildarvörður, ég held ég muni deyja. Ég er ekki sannkristinn. Móðir mín er ekki sannkristin. Faðir minn er ekki sannkristinn. Kristilegt uppeldi hef ég ekki fengið. Ég hef aldrei komið í kirkju. í sunnudagaskóla fór ég aðeins einu sinni með vini mínum. Kona kenndi í einum bekk í sunnudagaskólanum. Hún virtist vera mjög góð kona. í biblíunni las hún eitthvað fyrir okkur. Það var um mann, ég held hann hafi heitið Nikódemus. Sagan var að minnsta kosti um mann, sem fór að finna Jesúm um nótt. Jesús sagði þessum manni, að hann yrði að endurfæðast. Kennslukonan sagði, að allir yrðu að endurfæðast, til þess að þeir kæmu til himins, þegar þeir deyja. Ég hef aldrei endurfæðst, og þannig vil ég ekki deyja. Vilt þú ekki sækja herprestinn, svo að hann geti sagt mér, hvernig eigi að fæðast aftur?“ Gamli maðurinn hikaði andartak. í þá daga nefndi ég mig óvissutrúarmann. í rauninni var ég ekkert, nema gamall syndari. Ég sagði því við piltinn: „Þú þarft ekki herprestinn. Vertu rólegur. Allt fer vel.“ Ég gekk nú um sjúkradeildina. Kom ég aftur að beði piltsins. Hann starði á mig hryggum augum og sagði: „Deildarvörður, ef þú vilt ekki sækja herprest- inn, náðu þá í lækninn fyrir mig. Ég er að kafna.“ „Sjálfsagt,“ mælti ég, „ég skal ná í lækninn fyrir þig.“ Ég fór og fann lækninn. Hann þurrkaði slím úr hálsi piltsins, svo að honum varð léttar að anda. Ég vissi, að pilturinn mundi deyja. Ég hafði séð marga, sem voru í svipuðu ástandi og hann. En þessi piltur var svo indæll, að bókstaflega klifraði hann inn í hjarta mitt. Hann þakkaði mér fyrir góðsemi mína. Hann þakkaði lækninum, að hann var honum góður. Við fórum síð- an á brott frá beði hans. „Ég kom aftur um það bil einni stundu síðar. Ég bjóst við, að pilturinn væri dáinn. Hann háði stríð sitt erm. Hann horfði á mig með deyjandi augum og sagði: „Þetta er gagnslaust, deildarvörður. Ég er að deyja, og ég er ekki ennþá endurfæddur. Vilt þú ekki sækja herprestinn og láta hann segja mér, hvernig ég eigi að endurfæðast?“ Ég horfði á hann andartak og hugsaði um, hve ósjálfbjarga hann var í greipum dauðans. Ég sagði því við hann: Allt í lagi, sonur sæll. Ég skal sækja herprestinn.” „Ég gekk frá honum fáein skref en sneri aftur að bedda hans. Ég sagði við hann: „Drengur minn, ég ætla ekki að sækja herprestinn. Ég ætla sjálfur að segja þér, hvað þú átt að gera. „Nú, þú skilur, að ég er óvissutrúar maður. Ég veit ekki, hvort nokkur himinn er til, heldur ekki hvort helvíti er til. Ég veit ekki neitt. Jú, ég veit eitt. Móðir mín var góð kona. Ég veit, að móðir mín þekkti Guð, ef hann er til. Sé himnaríki til, þá veit ég, að hún er þar. Ég ætla að segja þér það, sem móðir mín sagði mér. Svo getur þú séð, hvort það kemur þér að gagni.“ „Nú, ég ætla að kenna þér grein úr ritningunni. Hún er Jóhannes 3. 16. „Því að svoelskaði Guðheim- inn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Móðir mín sagði, að ég gæti ekki frelsað mig sjálfur. Ep ef ég vildi trúa á Jesúm, mundi hann frelsa mig.“ „Ég bað piltinn að hafa versið yfir með mér. Ég byrjaði. Hann tók upp orðin eftir mér, veikum og titrandi rómi: „Því að svo elskaði Guð heiminn,“ „því að svo elskaði Guð heiminn,“ „að hann gaf son sinn eingetinn,“ „að hann gaf son sinn eingetinn,“ „til þess að hver, sem á hann trúir,“ „til þess að hver, sem á hann trúir,“ „glatist ekki, heldur hafi eilíft líf,“ „glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ „Nú, drengur minn, móðir mín sagði, ef einhver treystir á Jesúm, þá glatast hann ekki, heldur hefur eilíft líf.“ Ég benti piltinum á aðra grein, sem móðir mín kenndi mér. En hann lokaði augunum, teygði hend- urnar yfir brjóstið og hvíslaði orðin hægt og endurtók sum þó nokkrum sinnum: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver, sem, hver sem, hver sem trúir á hann, trúir á hann, trúir á hann . . .. “ Þá þagnaði hann og sagði með skýrum rómi: „Guði sé lof, deildarvörður, þetta nægir. Ég trúi á hann. Ég glatast ekki! Ég á eilíft líf! Ég er endurfæddur! Deildarvörður, móðir þín hafði rétt fyrir sér. Hvers vegna prófar þú þetta ekki? Gerðu það, sem móðir þín sagði. Þetta gagnar, deildarvörð- ur. Þetta gagnar. Aður en ég fer héðan, deildarvörður, langar mig til, að þú gerir eitthvað fyrir mig. Færðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.