Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 35

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 35
NORÐURLJÓSIÐ 35 Viðtal við Elínborgu Guðmunds- dóttur Eldra fólkið býr oft yfír ýmsum fróðleik frá liðinni tíð, sem gaman getur verið að hnýsast í. Ég ætla að bjóða lesendum Norðurljóssins með mér í heimsókn í Dvalarheimilið Skjaldarvík við Eyja- fjörð til að heilsa upp á Elínborgu Guðmundsdóttur, vistkonu þar, og fá leyfi til að leggja fyrir hana nokkr- ar spurningar. Hvar ert þú fædd Elínborg? Ég er fædd í Glæsibæ í Skagafirði 2. september 1903. Faðir minn bjó þar í 8 ár. Hvenær varðst þú fyrir trúarlegum áhrifum? Ég var trúuð sem barn og efaði aldrei frelsisverk Jesú Krists. Móðir mín efaði það aldrei. Hún var guð- rækin og góð móðir, alin sjálf upp við guðrækni og góða siðu. Hún var alin upp að nokkru hjá Guðríði í Háagerði á Skagaströnd og syni hennar, Birni Jóns- syni. Svo giftist hann Þorbjörgu Stefánsdóttur frá Heiði, systur Stefáns skólameistara, og frá þeim fermdist hún. Móðir mín bar það fyrir brjósti, að kristindómur- inn kæmist inn í mig strax mjög unga, svo að hún fer til prestsins, sem var síra Hálfdán Guðjónsson, og biður hann, löngu áður en ég hafði aldur til, að lofa mér að vera við spurningar, þegar hann var að spyrja böm. Það var náttúrlega auðfengið. Ég var, held ég, ekki nema 10 eða 11 ára, en hann spurði mig nú lítið sem von var. Það kom þó, held ég, fyrir. Hann þurfti þess heldur ekki. Hvenær varðst þú svo fyrir meiri trúarlegum áhrif- um? Það var í kringum fermingu, fyrir áhrif Svanlaugar Jónsdóttur frá Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði. Foreldrar hennar höfðu flutt að Kimbastöðum, og móðir mín var hjá þeim þar í húsmennsku með mig. Hún vann sjálf fyrir mér þar. Svanlaug var kát og skemmtileg, átti strax vel við mig. Hún hafði verið í gagnfræðaskóla á Akureyri og þá kynnst starfinu á Sjónarhæð og tekið skím. Ég man, þegar það fréttist, að Svana væri búin að taka skírn, hvað fólkið varð afskapléga hneykslað og fannst hún nú ekki aldeilis hafa þurft þess með. Þá var skírt í Glerá ofan við Akur- eyri, og ég hugsaði með mér, að Arthur Gook væri þá alveg eins og Jóhannes skírari, sem skírði í ánni Jórdan. Rædduð þið Svanlaug þá um trúmál? Já, það var nú ekki mikið. Við fundum það, við mamma, að hún hafði breytst, mikið breytst. Ég var ákaflega gefin fyrir söng, og Svanlaug hafði lært á orgel. Hún fór að spila sálmana, sem hún hafði lært á Akureyri. Hún var heima um sumarið, en um haustið 1921 fór hún til Akureyrar. Sigvaldi, kaupmaður í París, var búinn að fá hana til að kenna bömum sín- um. Það var ekki um annað að tala en ég færi líka. Ég sagði mömmu þetta, og það varð úr. Ég fór til Steingríms Matthíassonar læknis, og hann lét taka gifsmót af bakinu á mér. Hvernig varðst þú veik í bakinu? Ég fékk beinkröm sem barn. Það var ómögulegt að koma lýsi ofan í mig, ég gubbaði því alltaf. Sumarið, sem ég varð 12 ára, óx ég mjög hratt, og þá varð þetta mest áberandi. Jæja, ég átti að vera einn sólarhring í sjúkrahúsinu, meðan gifsmótið var að þorna. Síðan voru smíðaðar umbúðir úr þykku leðri, svo að það var eins og ég væri komin í gifs. Og þú varst f þessum umbúðum? Já, mörg ár. Ég komst í vist hjá Baldvini Jónssyni og Svöfu Jónsdóttur á Akureyri og var þar um veturinn innistúlka sem kallað var, en ég var öllum stundum, sem ég gat, hjá Svanlaugu. Hún leigði innfrá í Lax- dalshúsi og tók böm og unglinga heim til sín og kenndi þeim. Ég fór að sækja samkomurnar á Sjónarhæð með henni og varð mjög hrifin af þeim, og einu sinni man ég eftir skírnarsamkomu. Ég var hrifin af að finna mann, sem gerði eins og Jóhannes skírari. Mér fannst Drottinn alltaf vera að tala til mín á samkomunum, þetta væri allt talað til mín. Svanlaug fann, að ég væri undirbúin. Hún sagði við mig eitt kvöld, er hún fylgdi mér heim: „Komdu til Jesú í kvöld, og þig mun aldrei iðra þess.“ Þegar ég kom heim, kraup ég í fyrsta sinni fyrir Drottni og bað hann að frelsa mig. Friður Guðs streymdi inn í hjarta mitt. Ég breyttist hið innra, hætti t.d. alveg að tala ljótt. Ég held þó, að það hafi alltaf eitthvað loðað við mig af gamla lífinu. En eftir þetta fór ég að lesa Guðs orð og biðja og fann, að það greidd- ist úr öllum erfiðleikum. Svo kom Svanlaug seinna og spurði mig, hvort ég hefði tekið á móti Drottni, og ég játaði því. Ég held, að hefði ég ekki komið þettakvöld, þá hefði það lent í útideyfu fyrir mér. En það hefði ekkert gagnað, ef hefði átt að fara að tala við mig inni í salnum, ég er þannig. Mig hefur aldrei iðrað þessa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.