Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 32

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 32
32 NORÐURLJÓSIÐ kennsluaðferð sömu og Skaparinn. Deildi enginn á hann fyrir það. Guð krýndi seinast sköpunarverk sitt með sköpun konunnar. Viðurkenni ég fúslega, að hátíðlegri miklu fínnst mér sköpunartrúin heldur en hin: að manna kristið kyn sé komið út af heimskum, loðnum öpum. Öllum dýrum og fuglum skiptir biblían í tvo flokka: hrein og óhrein dýr, hreina og óhreina fugla. Er Nói gekk í örkina, átti hann að taka 7 dýr af hvoru kyni hreinna dýra, en aðeins tvö af hvoru kyni óhreinna dýra. Af fuglum loftsins átti hann að taka sjö af hvoru kyni. Hvers vegna svo mörg af hreinum dýrum? Er flóðinu linnti færði Nói fóm af hreinu dýrunum, en ekki af hinum, er sjálfkrafa komu tvö og tvö af hvoru kyni. Vel má vera, að hreinu dýrunum hafí öll- um verið fómað. - Hingað náði greinin í Morgun- blaðinu. Ef við lesum allan 8. kaflann, kemur í ljós, að Nói færði Drottni einnig fórn af hreinum fuglum. Þess vegna vom þeir fleiri en hinir. I þessu eru engar mótsagnir. Ef til vill getur einhver lesanda Norðurljóssins langað til að koma með einhverja fyrirspurn. Það er velkomið. S. G. J. Vanþakklæti E. P. Hammond heimsótti eitt sinn mann í Detroit, Michigan. Var stórt ör á andliti hans. Meðan Hammond stóð við, veitti hann því athygli, að maður- inn var stöðugt að líta út um gluggann. Er hann sótti hann heim í annað sinn, spurði hann, hvers vegna hann gerði þetta. Maðurinn svaraði: „Fyrir níu árum stóð ég við gluggann minn dag nokkum. Sá ég pá, hvar vagn rann framhjá. Var í hon- um lítil stúlka. Eg sá, að hún var í bráðri lífshættu. Ég hljóp út, bjargaði henni úr bráðri lífshættu og þar með frá dauða. Ég var borinn inn í húsið, alvarlega meidd- ur. Sögðu læknar, að heilbrigði mína fengi ég aldrei aftur, svo alvarleg væru mín meiðsl. Er ég komst til meðvitundar eftir slysið, spurði ég fyrst af öllu: „Er litla stúlkan óhult?“ „Já, ómeidd og óhult.“ „Hefur hún aldrei komið til að þakka mér fyrir, að ég bjargaði lífí hennar?“ „Nei,“ var mér svarað. „Eða faðir hennar eða einhverjir ættingjar hennar?“ spurði ég. „Nei, hvorki stúlkan, foreldrar hennar eða nokkur af fólki hennar hefur litið hér inn til að þakka þér eða spyrja, hvernig þér liði.“ I þessi níu ár hef ég beðið eftir, að sýndur væri einhver snefíll þakklætis. En ég hef orðið fyrir vonbrigðum. Ég æskti ekki borgunar fyrir það, sem ég gerði, heldur ein- ungis þakklætis.“ Síðan sagði hann, er tárin streymdu af hvörmum hans: „Ó, að hún hefði aðeins komið til að þakka mér.“ (Þýtt úr Sverði Drottins.) Drottinn Jesús dó fyrir þig. Hefur þú nokkm sinni þakkað honum fyrir það? Hví ekki að gera það nú? Hví misheppnast hjartna flutningar? Eitt af þeim afrekum, sem unnið hafa lækna-vísindi nútímans, er flutningur hjarta úr nýdánum manni í lifandi mann. Aðgerðin sjálf hefur heppnast vel. En ígræðslan varir ekki. Flutta hjartað losnar, og maður- inn deyr. Skýringuna er að fínna í eðli frumanna. I Norðurljósinu 1979 var birt þýdd grein. Hét hún: „Innra rúmið í lifandi frumum.“ Hef ég grein þá hrifnastur lesið af öllu því, sem ég hef lesið um ævina. En óþarflega margir kaupendur Nlj. hafa sneitt hjá henni. Hvers vegna? Mér var opnaður heimur, undursamlegur heimur. Hver mannslíkami er sem heil veröld. Hana byggja ótalmargir einstaklingar. Þeir heita frumur. Tölu þeirra getur enginn giskað á. Menn vita, að fmmur heilans em svo smáar, að þeir giska á, að þær skipti trilljónum í hundraðatali. Hver er þá heildartalan? Til að skýra þetta nánar, þá munu allir vita, að milljón er skrifuð með sjö tölustöfum, billjón með 13 stöfum og trilljón með 21 tölustaf. Sérhver fruma mannslíkamans er hugsandi einstaklingur. Allt það fólk, sem alist hefur upp í sveitum og á bæjum, þar sem er sauðfjárrækt, veit, að ærin þekkir lambið sitt á lyktinni, semer afþví. Ásamaháttþekkja frumurnar, - af því að hver fruma hefur þefskyn, - að hjarta úr öðrum manni er ekki hjarta líkamans, sem tilheyrir þeim. Aðflutta hjartað þekkja þær af lyktinni. The National Geographic Magazine (Þjóðlega landafræði tímaritið) frá Bandaríkjunum, flutti árið 1976 mjög fróðlega og myndumskreytta grein um frumuna. I henni segir þannig frá: „Það er augljóst, að hver fruma er þjóðfélag út af fyrir sig. Og flækjurnar í þjóðfélagsfræði þess munu verða oss ráðgáta, löngu eftir að vér höfum kortlagt yfírráðasvæði þess.“ Vinsamlegast athugið greinina, lesendur góðir. Hún er þess verð. S. G. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.