Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 76

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 76
76 NORÐURLJÓSIÐ eldurinn í hjörtum þeirra brann því skærar, og aðrir fóru að þrá þá blessun, sem breytt hafði ævi þeirra. Eitt sinn fór Ch’u með bróður sinn á ársfjórðungs- lega mótið í P’ing-yang. Ungi maðurinn hafði líka lært að þekkja Drottin. Er þeir komu heim, voru miklir erfíðleikar á heimilinu. Einkabam Ch’us var sjúkt og dó fáum stundum eftir heimkomu þeirra. Bróðir hans varð líka sjúkur. Hann lá stutt. En allt að því andartaki, er hann fór héðan til að vera með Drottni, sagði hann aftur og aftur, glaður og sigri hrósandi: „Þökk sé Guði! Þökk §é Guði! Sannarlega er Jesús frelsari mannanna!“ „Þeir spurðu mig að því hér um daginn,“ lauk Ch’u máli sínu, „hvort ég vildi hverfa aftur og tilbiðja skurðgoðin eða ekki? „Aldrei“, svaraði ég, „með Guðs hjálp.“ Mandaríninn lét þá berja mig rækilega. Hann hyggst svipta mig heiðurstitli mínum. En Jþetta tel ég allt einskis virði. Jesús hefur meiri dýrð í vændum fyr- ir okkur en þetta. Frelsunin er sannarlega lík því: að vera risinn upp frá dauðum. Við, sem treystum Jesú, eigum frið, sem ekkert getur grandað.“ Það var engin furða, að krisma fólkið elskaði hann - þennan hjartahlýja, hugprúða mann - og bauð hann velkominn sem hirði safnaðarins í Ta-ning. Þar var nú gamli vinur hans, Chang, öldungur. Hve mikið sem þá langaði til að bera Mr. Taylor með sér aftur til vesturfjallanna, leyfði tíminn það alls ekki. Langar kveðjur urðu að fara fram við hliðina á P’ing-yang, er hann lagði af stað með Hsi til Vestur Chang þorpsins. I svölu rökkri þess sumarkvölds var Mr. Taylor ásamt ferðafélögum boðinn velkominn þangað, sem Hsi bjó. Bústað sinn hafði hann skreytt vegna komu gestanna. Ta-hsi-nieq var skráð með stórum stöfum á rauðum grunni á gestasalinn, „Ar mikillar ham- ingju“, eða „Hið þóknanlega ár Drottins“, var skráð á dyratrén með stórum stöfum og dyrastafi. Voru þar skráð viðeigandi ritningarorð eða textar á skarlats- rauðan pappír. „Allt var þarna mjög aðlaðandi og tekið á móti okkur sem værum við prinsar,“ sagði Mr. Stevenson, er hann síðar rifjaði upp þennan atburð. Sæla Hsi, af því að hafa stjómendur kristniboðsins undir þaki sínu, átti sér engin takmörk. Onnum kafnir voru þeir þessa daga, sem þeir dvöldu þarna, því að mörg mál þurfti að ræða. En Hsi hafði kynnst í höfuðborginni einum þætti kristniboðs- starfs, er hann var ókunnur áður. Það var starf meðal kvenna og barna, sem einhleypar stúlkur önnuðust. Það var einmitt þörf á slíku starfí hér í héraði hans. Hann hafði þráð, að einhleypar stúlkur kæmu í hérað hans. Engin hafði þó komið. „Það er svo mikil þörf á þeim hér. í Hoh-chau, til dæmis,... “ „Ó, segðu méralltumHoh-chau,“greip Mr. Taylor fram í. „Var ekki þeirri stöð komið á fót með sérstakri gjöf sem svar við bæn?“ >,Jú,“ svarar Hsi. „Fréttir þú af þessu svona langt í burtu?“ „Vissulega. Og ég lofaði Guð fyrir þann kærleika, sem ýtti undir þessa fórn.“ Hann sneri sér síðan að húsfreyjunni hógværu og spurði: „Var það þér ekki erfitt: að skiljast við alla skartgripi þína, líka þá, sem verið höfðu heiman- mundur?“ „Ó-nei, ekki erfítt. Það var sakir Jesú.“ „Starfíð á þeirri stöð,“ hélt maður hennar áfram, „hefur verið mjög uppörvandi. Tuttugu menn hafa þegar snúið sér þar. En því miður engar konur. Hjörtu okkar eru oft hrygg, er við hugsum um myrkrið á heimilunum og allar þjáningarnar allt í kringum okk- ur. Við þráum að kven-kristniboðar komi hingað til að ná með kærleika Jesú til kvennanna í hverri borg.“ „En hvernig er unnt að gera þetta?“ spurði Mr. Taylor. „Kristniboðar eru fáir kvæntir og allir fastir á öðrum stöðum.“ „Jú, við höfum hugsað um þetta. Við getum ekki beiðst þess, að þær yfirgefí störf sín. En ef þú, heiðraði herra, vildir trúa okkur til að sjá um tvær eða fleiri ógiftar stúlkur, þá gæti þetta vandamál Hoh-chau orðið leyst á farsælasta hátt.“ „Við mundum elska þær og annast þær,“ greip frú Hsi fram í. „Og meðal kvenna í þessu héraði mundu þær hafa mjög góð tækifæri til að segja frá frelsar- anum.“ „En það er erfítt fyrir ungar, ógiftar stúlkur að fara frá heimili og kærleika foreldra og vina til að eiga heim'a í kínverskri borg og mæta hleypidómum ykkar fólks jafnt sem okkar.“ „Okkar konur mundu fljótt skilja þetta,“ svaraði frú Hsi áköf. „Auðvitað yrði það erfítt, líklega meir en við gerum okkur ljóst. En heldur þú ekki, að það finn- ist ein, jafnvel tvær, sem vegna kærleika Jesú mundu vilja gera þetta, til þess að konurnar í Hoh-chau gætu fengið að heyra fagnaðarerindið?“ Mjög hrærður lofaði Mr. Taylor því, að hann skyldi sjá til, hvað unnt væri að gjöra. Sérstök bænagjörð til Drottins var haldin, að hann vildi sjálfur velja og senda að minnsta kosti tvo kven-kristniboða bráðlega: Þessari bæn var náðarsamlega svarað á síðustu mán- uðum sama árs. Það var einhver sérstakur helgiblær, sem hvíldi yfír samræðunum á þessum stundum, tilfínning um kom- andi aðskilnað. Þetta voru síðustu samræðumar, síð- ustu bænirnar, síðustu samkomurnar áður en hann færi, vinurinn elskaði, sem ef til vill kæmi aldrei fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.