Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 75

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 75
N ORÐURL JÓSIÐ 75 16. KAFLI Vestan árinnar. Ferðamennimir héldu nú til suðurs í áttina til P’ing- yangs. Heimsókn Mr. Taylors var nú að ljúka. Þó varð hann að vera einn dag hjá Hirði Hsi. Mót kristinna manna var haldið í P’ing-yang. Menn, sem fyrstir allra höfðu gjörst kristnir, voru þar. Líka var þar hópur af fólki, sem var að leita Krists. Kom fólk úr fjallahéruðum vestan árinnar. Meðal þess var Ch’u, sem var gamall, kristinn maður. Hann sagði frá því, hvernig hann var unninn til trúar á Krist. í Búddha musteri hafði hann fyrst mætt Jesú, þótt einkennilegt væri. Gamli vinur hans, presturinn Chang, hafði komið aftur til Ta-ning eftir stutta fjar- veru. Ch’u heimsótti hann og bauð hann hjartanlega velkominn. í hljóðlátu herbergi, í einum af musteris- görðunum, sátu þeir lengi saman og ræddust við í vin- semd. Skörp augu fræðimannsins veittu þá athygli bók, sem var að útliti óvenjuleg. Lá hún á rykugri hillu. „Hvað hefur þú þarna, eldri bróðir?“ spurði hann og gekk yfír herbergisgólfið til að ná í hana. „Æ-i, það er einkennileg bók, sem ég náði í á einni af ferðum mínum. Ég held þér muni ekki þykja mikið varið í hana.“ En vaknaður var áhugi hjá Ch’u. Námsmaður var hann að eðlisfari og vegna menntunar. Snemma hafði hann lesið allar algengar bækur. Og er hann hafði unnið fyrir nafnbót sinni, hélt hann áfram að læra. Þarna, uppi á milli fjallanna, var ekki mikið til að lesa. Þarna lá engin alfaraleið, og kyrrstaða nokkur var í vitsmunalífi borgarbúa. En hér var eitthvað nýtt. Með lifandi áhuga leit hann yfir blaðsíðurnar. Gamli Chang reykti sína pípu í friði. Síðan fór hann að sinna reykelsinu og kertunum, sem hann varð að halda log- andi frammi fyrir skurðgoðunum. En Ch’u gaf engu öðru gaum en bókinni, meðan hann stóð við, niður- sokkinn í fyrsta lestur þessarar dásamlegu sögu. Þetta var eintak af guðspjalli Markúsar. Og meðan hann las þessa ævisögu, svo blátt áfram, svo háleita, náði hún tökum á hjarta hans. Aftur og aftur kom hann í musterið til að finna vin sinn og rannsaka litlu bókina, uns innihald hennar spjaldanna á milli var sem rígneglt í huga hans. Hvorki Chang prestur né nokkur annar gat sagt honum meira, hve mikið sem hann langaði til að vita það. Jesús frá Nasaret, konungur Gyðinga, sonur Guðs, vinur tollheimtumanna og syndara, - hver gat þessi dásamlegi kennari verið? Hvílíkur kraftur, speki og kærleikur! Engin furða var, þó að fólkið hrópaði: „Allt hefur hann gert vel!“ En - hvað ságan endaði ein- kennilega. Hann dó í myrkri. En um sólaruppkomu, sjá, hann var risinn upp. Gat þetta verið satt? Væri þetta satt, hve nær gerðist þetta? Hvar er hann nú? Hvað er fagnaðarerindið? Hvemig er hægt „að trúa“? Hvar var unnt að flnna þessa predikara? Þetta vom vandræðin. Enginn þeirra virtist hafa komið til vesturfjallanna. Hvemig sem hann reyndi, gat hann engan fundið, er útskýrt gæti fyrir honum þessa litlu bók. Samt var bókin hérna! Voru aðrar bækur til líkar henni? Var til eitthvert félag, til að fylgja kenningum hennar og útbreiða þær? Væri það, vildi hann tilheyra því. En ekkert virtist geta leyst þetta vandamál. Loksins, eftir hér um bil eitt ár, bárust honum fregnir af því, að útlendingur enskur hafði komið til suðurhluta fylkisins, væri í P’ing-yang og væri að kenna trúarbrögð, sem hann kallaði „góðu fréttimar um Jesúm“. Hann hét Davíð Hill og var að selja bæk- ur eitthvað líkar litla Ma-ko, sem Chang hafði í musterinu. En þriggja daga leið var til P’ing-yang og yfir fjöll að fara. Þar sem hann átti annríkt heima fyrir og við skóla sinn, gat hann alls ekki farið svo langt. Nokkrum mánuðum síðar þurfti einn af nemend- um hans að fara þangað til að taka mikið próf. Er hann kom heim aftur, hafði hann með sér aðrar útlendar bækur, sem hann hélt, að kennari hans hefði hug á að eignast. Gh’u tók fúslega á móti þeim og spurði unga manninn um allt, er hann hafði séð og heyrt. En hann lærði ekkert meira um nýju trúarbrögðin nema heim- ilisfang útlendinganna. Ari síðar fór nemandinn þangað aftur. I þetta skipti kom hann með allt nýja testamentið. „Ég var alltaf að lesa það,“ sagði Ch’u, „þó að ég skildi ekki nema lítið. Eitt af því, sem áhrif hafði á mig, var það, að Jesús sagði, að vegurinn til eilífs lífs væri mjór og hliðið þröngt og fáir þeir, sem finndu það.“ „Æ-i,“ hugsaði ég, „tíminn líður. Endirinn kemur bráðum. Ég er ekki á veginum, og ef til vill get ég aldrei fundið hann.“ Tvö ár liðu hægt hjá. Loksins stóðst Ch’u ekki mát- ið. Hann fór frá öllu og hélt til P’ing-yang og spurði um hús útlendingsins. David Hill var farinn. En Mr. Drake, er sá hugarástand gestsins, hvatti hann til að dvelja þar nokkra daga og athuga þetta í ró. Þetta gerði Ch’u glaður. Meðan hann stóð við, hver skyldi þá koma þangað annar en Hsi, fræðimaðurinn kristni. Hjálp hans og samúð, auk kristniboðans, upplýsti bráðlega þetta allt. Og hvílík opinberun var það! Hann hraðaði sér heim aftur yfir fjöllin og leitaði á fund gamla vinar síns einu sinni enn. í musteri Búddah áttu þeir langar samræður. Hann leiddi prest- inn að fótum frelsara heimsins. Með áhuga og kær- leika fóru þeir báðir saman að kunngjöra fréttirnar góðu sem allra víðast. Mikilli ofsókn mættu þeir. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.