Norðurljósið - 01.01.1981, Side 12

Norðurljósið - 01.01.1981, Side 12
12 NORÐURLJÓSIÐ • • „Oxar-maður Richard’s Nixon’sí£ Charles Colson heitir maður. Bókin hans: „Endur- fæddur“, varð metsölubók. í ágúst 1979 hélt hann ræðu. Aheyrendur voru 3500. Hann sagði frá þannig: „Ég ólst upp í þessu landi og trúði blátt áfram því, ef ég kæmist í skrifstofu æðstu stjómar, gæti ég haft áhrif á hagkerfið. Ég komst þangað. Á hverjum morgni kl. 8 söfnuðumst við 12 saman í kringum stórt mahóní- borð í Hvíta húsinu. Fundirnir byrjuðu á hverjum morgni eins. Henry Kissinger hóf máls: „Herra Forseti! - Ákvarðanir þær, sem við þurfum að taka þennan morgun, munu breyta rás mannkyns- sögunnar.“ Þetta gerðist á hverjum morgni, fímm daga vikunnar í 52 vikur. „Ég lít um öxl og horfí á þessar ákvarðanir allar. Ég geri mér nú ljóst, hve lítil áhrif við höfðum í raun og veru á rás mannkynssögunnar! Hvernig sambúð fólks er, þá ákvörðun, sem hjörtu vor taka, gerum vér, en stjórnarbyggingin ekki! Heiminn hef ég líka séð, en ekki af tindi tignar í skrifstofunni, sem næst var einkaskrifstofu forsetans. Heiminn hef ég séð gegnum gaddavírs-girðingu, um helming þess tíma hér í Ealtimore. Ég hef fundið, hvernig algert tilgangsleysi, vonleysi og örvænting leggst sem farg á manninn. Ég gleymi aldrei fyrsta kvöldinu mínu í fangelsi. Ég horfði á 40 menn, sem troðið var saman. Hver þeirra var þó svo ósjálfbjarga, svo vonleysislega aleinn. Þarna var gamall þvagþefur úr opnum mígildum við endann á svefnskálanum og reykurinn. Menn risu á fætur. Þeir settust niður og börðu saman hirslum sínum. Oíbeldi. Óþrifnaður. Örvæntingin yfirgnæfði allt. Menn lágu á fletum sínum, störðu upp í loftið. Þeir reyndu að svíkja stjórnina, stytta hegningartímann, með því að sofa eins mikið og þeir gátu. Hryllingin, að sjá mannsævum þannig eytt, brenndi sig inn í reynslu mína af fangelsisvist. En strax fyrsta kvöldið, sem ég var í fangelsi, fyrirhitti ég mann, sem var sannkristinn. Við stofnuðum svolítinn bænahóp. Ekki leið á löngu, þangað til við vorum sjö, er komum saman framan við dyr bókasafnsins á hverju hvöldi. Þar báðumst við fyrir og Iásurn saman ritninguna. Fangarnir hinir, sem lífíð var tilgangslaust hjá, reikuðu inn í herbergið litla, þar sem við vorum komnir saman og rannsökuðum og íhuguðum biblíuna. Þeir sögðu: „Hvað er það í raun og veru, að vera sannkristinn? Hvernig er það með ykkur, piltar?“ Þá ræddum við þá um: að þekkja Jesúm Krist á persónulegan hátt, um iðrun vegna syndanna, hætta við þær, og að bjóða Jesú Kristi inngöngu hjá sér. Ég sá þessa menn verða að nýjum mönnum. Á fangelsis- lóðinni voru þeir næsta dag. Þeir höfðu ástæðu til að lifa, tilgang, endurhæfíngu, - af því að Guð kom inn í hjörtu þeirra, reisti þá við. Er stjómin og stofnanir bregðast, nær aðferð Guðs sínu markmiði. Lausnin á mannlegri neyð er sú, að vér beitum allri orku og sannfæringu til að byggja upp hina kristnu kirkju og nálægð hennar ? þjóðfélaginu. Hvernig fömm vér að því? Frammi fyrir yður stendur maður, sem ekki hefur verið sannkristinn nema í 6 ár. Ég er því eins konar ólærður áhugamaður. Ég mundi byrja þannig, að ég færi inn í söfnuði vora og sópaði burtu ódýrri náð úr röðum kristinna manna. Við skulum hætta að segja fólki, að ekki þurfí meíra til að vera sannkristinn en þetta: syngja sálma, greiða tíund, gera góðverk og trúa því, að Guð er til. Þetta er ekki nóg til þess að vera sannkristinn. Við verðum að skilja, hvað iðrun er. Við verðum að skilja, hvað það er að knékrjúpa og sárbiðja um, að miskunn og náð Guðs verði hlutdeild okkar í lífínu. Við verðum að koma að krossi Krists Jesú, deyja sjálfum okkur, svo að við getum lifað Kristi einum. Ég hef komist að því, að djúpt í hjarta mannsins er hungur eftir samfélagi og félagsskap og gagnkvæmum kærleika vor á meðal. Hvað eigum vér að gjöra? Vér eigum að sýna mönnunum, að sannkristnir menn eiga betri veg, sem þeir geta gengið eftir, meðan þeir lifa hér í heimi.“ (Þýtt úr The Flame (Eldsloginn) mars-apríl 1980.) S. G. J. Fallnir og týndir, fjötraðir neyð, fráskildir Guði, hegning vor beið. Vonlausir er vér sátum í synd, sonur Guðs kom og tók vora mynd. Hegningu þoldi hann fyrir oss, hörmungar leið og dauðann á kross’, blóði var úthellt, borguð vor sekt, burt tekin synd vor, hulin vor nekt. Fallna og týnda, fjötraða menn fínnur og leysir náðin hans enn, máttur hans reisir magnþrota við, miskunn hans gefur huggun og frið. (S. G. J.)

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.