Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 37

Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 37
185 LÖGRJETTA 186 ir samgöngur og atvinnulíf eins og norður- heimskautssvæðið (sbr. ummæli dr. Vilhj. Stefánssonar í síðustu Lögrjettu). Rann- sóknirnar á híeimskautssvæðunum hafa far- ið fram í mörgu lagi og venjul. ekkert beint samband verið milli leiðangranna. Menn hafa þó snemma fundið til þarfarinnar á því að fá samfelt yfirlit um verkefnin, sem þarna liggja fyrir, um ástandið á öllu svæð- inu, eftir því sem unt er. Menn komu sjer því saman um skipulagsbundnar og sam- feldar rannsóknir fyrir svo sem 50 árum og hið fyrsta svonefnda „alþjóðlega pólár“ var 1882—83. Það ár gerðu 12 þjóðir út 14 vísindalega leiðangra til heimskauts- landanna og störfuðu þeir allir í samein- ingu að fyrirfram ákveðnum rannsóknum. Nú er annað pólárið að hefjast (1932— 33) og nú eiga rannsóknirnar að vera enn- þá öflugri og víðtækari en áður og hafa í þjónustu sinni öll þau bestu tæki, sem vís- indin eiga nú völ á, og 46 þjóðir taka þátt í þeim. Rannsóknirnar eiga fyrst og fremst að beinast að þessháttar viðfangsefnum, sem rannsaka þarf á mörgum stöðvum samtímis, en þær eiga ekki að keppa við eða gera óþarfa einstaka leiðangra fram- vegis. Rannsóknir þessar eru vísindalega at- hyglisverðar í sjálfu sjer og geta einnig haft ýmislegt gildi fyrir ísland sjerstaklega, svo að rjett er að segja nokkuð frá þeim. Viðfangsefnin eru aðallega: veðráttan, háloftið (hin „hærri atmosfæra“), jarðseg- ulmagn, rafmagn í lofti og „pólljós" (norð- urljós og suðurljós). Það af þessum við- fangsefnum, sem sennilega hefur mest beint gildi fyrir íslendinga, eru veðurat- huganirnar. Þótt veðurathugunarstöðvar sjeu nú komnar mjög víða — sumir segja máske óþarflega víða — eru ennþá afar meinlegar eyður í rannsóknarsvæðin, mein- legar bæði fyrir vísindalega veðurfræði og daglegar hagnýtar veðurspár. 1 sambandi við pólárið er komið upp mörgum nýjum veðurathuganastöðvum og þær gera allar athuganir á sama tíma og síðan verða gerð veðurfarskort. Sjerstök áhersla er lögð á það að rannsaka veðurfar vegna flugferða á norðurleiðum. Skyldar þessum rannsókn- um eru einnig háloftsathuganir þær, sem gerðar eru. Menn gera ráð fyrir því, að á- stand loftsins í nokkurra þúsund metra hæð muni einhver áhrif hafa á ástand neðri loftslaga, en þetta er alt óljóst. Rann- kóknir þessar eru erfiðar og venjulega framkvæmdar með loftbelgjum, sem sendir eru upp með ljett rannsóknartæki, sem falla svo niður, þegar belgurinn springur, en oft langt frá þeim stað þar sem belgur- inn var sendur upp. Þar sem engin manna- bygð er á stóru svæði, er þetta árangurs- laust. Nú hafa framfarir loftskeyta og út- varps hjálpað mönnum til þess að búa til nýtt rannsóknartæki (Radio-sonde), sem er í senn sjálfritandi tæki og útvarpstæki. Verkfærið er sent upp í belg og markar sjálft og sendir frá sjer til veðurstöðvanna, sem sendu það, hita, loftþrýsting o. fl. Jafnframt því, sem menn hafa þarna, eins og víðar, tekið útvarpið í þjónustu vísindanna og þar með skapað þeim nýja möguleika, eiga pólársrannsóknirnar einnig að koma útvarpinu að nokkuru liði. Eitt at- riðið í rannsóknunum á rafmagni loftsins er athugun á útbreiðslu radiobylgjanna. Það er mjög merkilegt mál, m. a. fyrir þekkinguna á ýmsum útvarpstruflunum. Það er kunnugt, að náið samband er milli jarðsegulmagns og norðurljósa (og suður- ljósa) þótt ekki hafi enn tekist að rannsaka það samband nákvæmlega. Það verður nú athugað. Norðurljósarannsóknirnar sjálfar eru mikilsverður þáttur pólársins og fara fram eftir leiðsögu Störmer prófessors. All- ir þekkja norðurljósin, en um eðli þeirra og uppruna vita fræðimenn ekki enn með vissu og ekki t. d. hversu hátt í lofti þau eru. Alt þetta á nú að rannsaka. Hjer á landi fara pólársrannsóknir fram á Snæ- fellsjökli, framkvæmdar og kostaðar af Dönum og Svisslendingum. Ennfremur verða framkvæmdar fyrir íslenskt fje seg- ulmag-nsmælingar í nánd við Reykjavík, undir stjórn Þorkels Þorkelssonar. Þetta er aðeins sýnishorn af viðfangsefn- um pólársins. Það hefst 1. ágúst 1932 og má vænta þess, að af rannsóknunum verði inikill árangur, þar sem að þeim standa merkir vísindamenn frá 46 þjóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.