Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 69

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 69
249 LÖGRJETTA 250 BÓKMENTA BÁLKUR____________________ -------- LÖGRJETTU Sveínn frá Slívogum Sveinn Hannesson frá Elivogum er víða orðinn kunnur fyrir rímleikni sína og orð- fimi. I ljóðum hans er frásögnin föst og einföld, oftast stutt, en hæfir þó markið. Lausar vísur eftir hann hafa borist mann frá manni, en það eitt er víst, að af þeim fá menn ekki nema sýnishorn af ljóðagjörð hans. Engin tvímæli eru, að þungt hefur hann höggvið í garð mótpartsins, enda oft háður andstæðum og hleypidómum samtíð- ar sinnar. í hrikalegu og eyðilegu fjalllendi, á milli Húnavatns- og Skagafjarðarsýslna, í svonefndum Gönguskörðum, ólst Sveinn upp til 15 ára aldurs, á Gvendarstöðum og Hryggjum. Hann er fæddur 8. apríl 1889 í Móbergsseli í Laxárdal. Öll eru býli þessi nú komin í auðn. Árið 1904 fór hann að Elivogum í Skaga- firði, og var þar ýmist fyrirvinna hjá móð- ur sinni eða búandi í 20 ár. Síðan 1924 hefir hann verið í Húnaþingi, lengst á Lax- árdal. Frá uppeldisárum Sveins segir fátt. Ein- manalegt líf í þröngu og ömurlegu um- hverfi. Vetrarharðindi og engar bækur til að lesa. Fátækt og menningarskortur þeirra tíma hafa því átt sinn þátt í því að móta unglinginn, með öllum þeim breytileik er kemur fram í kvæðum hans, alt frá hinu norræna víkingaeðli til hinna rólegu yfir- vegandi hugsana nútíðarmannsins. Örfá sýnishorn af ljóðagjörð hans set jeg hjer, tekin vítt á dreif, mest lausavísur. Skaphörku- og víkingseðli hans má sjá af þessu erindi: Megingjörðum mínum stal mótgangs örðug pína. En með hörðu aftur skal egg í skörðin brýna. Eldmóður Sveins, geðríki og sjálfsvörn, sjest af þessari vísu: Brotið stýri, sinnið sært, sorgin knýr á hugans lendur. því er dýrið í mjer ært, eitri spýr á báðar hendur. Hvað hann getur sagt mikið í einu vísu- erindi, sjest á eftirmælum hans eftir Skúla Thoroddsen, sem eru aðeins þessi vísa: Nú er Skúla komið kvöld, kappinn horfinn vorum sjónum. þótt að hríði í heila öld harðsporamir sjást í snjónum. Rímleikni Sveins sjest á þessari stöku: Sljettum hróður, teflum taflið, teygjum þráðinn snúna. Þegar feldur er fremsti stafur af hverju vísuorði, er seinniparturinn kominn. Vísan verður því þannig: Sljettum hróður, teflum taflið, teygjum þráðinn snúna. Ljettum róður, eflum aflið eygjum ráðinn núna. Stundum hittir það Svein, sem fleiri al- þýðumenn, er hafa átt við erfiðleika að stríða, og ekki síst hafi samtíðin misskilið þá, að þunglyndið fær yfirhöndina — jafn- vel vonleysi í bili. Tilfæri þessa vísu: Bresti lengi ljós og yl lamast strengja takið. það sem gengur grafar til getur enginn vakið. Einna glöggasta lýsing á, að hann hefur sjaldan setið sólarmegin í lífinu, en oft- ast verið misskilinn, fær maður af kvæði hans „Mansöngur“. Það er alllangt en vel kveðið. Rúmsins vegna tilfæri jeg að eins 3 erindi er snerta hann sjálfan: Mig ásaka hart jeg hlýt harma blaki skorinn. Er til baka augum lít yfir klaka sporin. Dignar sinni, brestur björg böls í kynningunum. Æsku minnar afglöp mörg eyddu vinningunum. Hlaut í fangið hríð og frost hrepti stranga villu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.