Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 9
129
L ÖGRJETTA
130
þyngri áhyggjur. Þá áttu þeir við að stríða
erfiðleikana á því, að útvega rjett það, sem
stritandi fólk þurfti að bíta og brenna.
Þessu er ekki svona farið í Evrópu nú. Þar
er þvert á móti svo mikið daglegt brauð,
að unt er að fæða einnig þá, sem atvinnu-
lausir eru. Við megum því ekki halda, að
erfiðleikamir, sem nú sverfa að muni hefta
framfarirnar. Jafnvel þótt þeir komi hart
við okkur og neyði okkur til þess að breyta
vinnubrögðum okkar, munu þeir verða til
þess að lokum, að skapa betri lífsskilyrði
um allan heim.
"Kreþpan og vísíndín
Kaupsýslumenn og stjórnmálamenn eru
sammáJa um það, hvað sem þeim ber ann-
ars á milli, að á kreppunni verði ekki sigr-
ast nema með fjárhagslegum og pólitískum
ráðum. Þetta er samt ekki allra manna
skoðun. Ýmsir náttúrufræðingar eru á öðru
máli. Menn geta einungis sigrast á krepp-
unni, segja þeir, með aðstoð vísindanna,
með því að hagnýta sjer ný vísindaleg
vinnubrögð og vísindalega hugsun, sem
skapar ný og bætt atvinnu- og lífsskilyrði.
Á tímum eins og stríðstímanum seinasta
knúði þörfin og neyðin fram miklu örari
og skarpari hugsun og vinnu en ella er al-
geng og afarmargar og merkar nýjungar
voru þá hugsaðar og reyndar, miklu fleiri
en hægt var að nota, eða þörf var á að
framkvæma í svipinn í ólgu ófriðarins.
Kreppan hefur m. a. sprottið af þeim
skyndilega afturkipp, sem eftir stríðið
kom í slíka starfsemi. Fjöldi af verksmiðj-
um, umfangsmiklar framleiðslugreinar,
stöðvuðust, fólk varð atvinnulaust og fjár-
málin komust á ringulreið o. s. frv.
Kreppan hverfur svo þegar menn fara aft-
ur að hagnýta og bæta þær hugsanir og
rannsóknir, sem byrjað var á áður en
kreppan skall á, en ekki var þá unt að
nota út í æsar.
Svipuð hugsun og þessi kemur til dæmis
fram nýlega í ritgerð í Scientific Ame-
rican. Heimsstyrjöldin krafðist fyrst og
l'remst betra efnis en áður var til, segir
höf. Menn fundu þá ýmsar nýjar aðferðir
til þess að hagnýta járn, stál og aðra
málma, menn endurbættu stórlega útvarps-
tæki og ýms samgöngutæki, einkum flutn-
ingabíla og lærðu nýja notkun á baðmull
og „nitrocellulosa“ (vegna reyklausa púð-
ursins) — alt í hernaðarþágU.
Eftir stríðið hafa menn íarið að nota
þessar uppgötvanir og rannsóknir á nýjum
og víðtækari grundvelli en áður, í þágu
friðsamlegrar framleiðslu. Stáliðnaðurinn
er að verða meiri og meiri og stálið notað
á margvíslegan hátt, sem áður var óþekt-
ur. Úr púðurframleiðslu stríðsáranna, eða
baðmullarnotkuninni í sambandi við hana,
hefur, þótt undarlegt virðist í fljótu bragði,
sprottið nýr og mikill silkiiðnaður, fram-
leiðslan á silkilíki (eða ,,kunst“ silki), sem
gert er úr baðmull, sem látin er verða fyrir
ýmsum áhrifum saltpjeturssýru og annara
efna. Úr þessnm sömu tilraunum hefur
einnig sprottið nýr málaraiðnaðui, fram-
leiðsla á nýju lakki (eða lakkfernis). Þá
eru alkunnar framfarir síðustu ára á sviði
útvarps og flugferða og mætti svöna lengi
telja. ,,Sá, sem ætlar sjer að finna heil-
brigða og hagnýta lausn á iðnkreppu þeirri,
sem nú gengur yfir, verður að gera sjer
grein fyrir iðnþróun seinustu áratuga og
grafa upp ónotaðar eða hálfnotaðar hugs-
anir þaðan. Þar er lykillinn að arði fram-
tíðarinnar".
'Kreþpan og heímsverslunín
Kreppan hefur haft mjög tilfinnanleg
áhrif á svo að segja alla verslun í heimin-
um. Mönnum telst svo til, að verðmæti
vöruumsetningarinnar í 19 helstu verslun-
arlöndum heimsins hafi síðastliðið ár(1931)
numið 28.9 milljörðum dollara, eða verið
um 20 milljörðum minna en árið 1929, þá
var það 49.5 milljarðar, 1930: 40.5, 1927:
48.2 og 1928: 49.7. Ef merðmæti umsetning-
arinnar 1927 er sett 100, er það 59.9 árið
1931. Þessi lækkun spratt að mestu leyti
af verðfallinu, en þó var það ekki eins
mikið og rýrnun vörumagnsins. Ef heild-
sölumeðalverð er sett 100 árið 1927 var
það 74.5 árið 1931, en hafði farið upp í 102.4
árið 1928 (samkv. Bureau of Labour).
Framleiðslan hefur einnig minkað, þó ekki
verði enn sjeð með vissu hvort hún hefur