Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 2
115 LÖGRJETTA 116 að ganga nje reka. 11. apríl kom afvopnun- arráðstefnan aftur saman í Genf (hún hófst 2. febrúar), en heldur eru horfurnar þó betri nú en áður. Framtíð vestrænna þjóða og vestrænnar menningar getur oltið á úrlausn afvopnunarmálsins. Vestræn yfirráð yfir heiminum hafa yf- irleitt lamast við heimsstyrjöldina, Evrópu- þjóðirnar hafa mist fótfestu sína í nýlend- unum að ýmsu leyti, mist traust sitt þar og þann aga sem þær höfðu. Aukin sjálfs- meðvitund hinna svonefndu lituðu þjóða og veiklun Evrópuþjóðanna veldur því, að meira eða minna los er nú á öllum nýlend- um þeirra. Þetta kemur greinilegast fram að því er Bretland snertir og mest í Ind- landi. Ottawa ráðstefnan getur ráðið miklu, ekki einungis um framtíð Bretaveldis, hins merkasta heimsríkis sögunnar, heldur um framtíð alls heimsins. Mönnum verður tíðræddast um fjármálin og stjórnmálin þegar menn eru að gera sjer i grein fyrir ástandinu og horfunum. Stjórn- arskiftin í Þýskalandi, Frakklandi og Jap- an eru merkustu stjórnmálaatburðir síð- ustu tímanna. Bæði í Þýskalandi og Japan hafa hershöfðingjar hrifsað völdin, í Japan eftir morð Inukai forsætisráðherra og 1 Þýskalandi með undirróðri gegn Briining kanslara. Vanmáttur þingræðisins til þess að ráða fram úr vandamálum nútímans er eitt af helstu einkennum opinbers lífs, án þess að hermannavaldið eða einræðisvaldið, sem í staðinn hefur komið í ýmsum ríkjum hafi nokkuð getað bætt úr skák til lengdar, svo að enn verði sjeð. En að vísu er enn erfitt að dæma um þetta sumstaðar, s. s. í Ítalíu og Rússlandi. Þótt mönnum verði tíðræddast um þessi mál, eins og áður segir, eru það sennilega önnur mál, sem meira marka svip menning- arinnar þegar alt kemur til alls, s. s. þær hreyfingar, sem nú eru í vísindum og trú- málum heimsins og er hjer á eftir sagt frá ýmsum nýmælum á þeim sviðum. Innan um öll eyðingarstörfin og jafnframt öllu ófrjó- sömu þrefi og streitu, eru unnin merkileg verk til uppbyggingar menningunni og sem vottur um mátt og snilli nútímatækninnar og vjelrænnar menningar í þjónustu lífsins. Sem dæmi má nefna fyrirtæki eins og Sidney-brúna, Sukkur-áveituna, Jórdan orkuverin og rússnesku vatnavirkjanirnar. Á sviði vísindanna rekur hver merkisat- burðurinn annan, t. d. atomrannsóknirnar og vitamínrannsóknirnar í Cambridge og margt íleira og er sagt sjerstaklega frá sumu því helsta hjer á eftir. Jafnframt opnast manninum nýir og furðulegir heim- ar í fortíð eða forneskju hans með forn- leifarannsóknum þeim, sem nú eru víða stundaðar af miklu kappi og drepið er á hjer á eftir. I bókmentum heimsins er einnig að renna upp ný öld. Þær eru að færast úr þeim losarabrag sem á þeim var fyrst eftir öfugstreymi ófriðaráranna, á- hrifin eru að skýrast og festast og ýms merkileg stórvirki koma nú fram, t. d. í skáldsagnargerðinni, eins og nokkuð er sagt frá í bókmentabálkinum. Kreppan í efnalegu og andlegu lífi hefur verið sár, og mönnum sjálfum að kenna, og á máske enn eftir að sverfa fast að, en það er einn- ig undir mönnunum sjálfum komið hvenær og hvernig henni ljettir af. Þeir eiga í vis- indum sínum verkfæri til þess að byggja með nýja framtíð og betri en fortíðina, ef þeir hafa þá trú, sem til þess þarf að beita þeim rjett. Sfeuldír og sfeaðabætur Þótt nú sjeu liðin þrettán ár síðan Ver- salafriðurinn var saminn eftir heimsstyrj- öldina, eru mörg deilumál út af ófriðnum og friðarsamningunum ennþá óútkljáð. Menn deila um upptök styrjaldarinnar og ekki síst um það, hver eigi að borga styrj- aldarkostnaðinn og deilumar um stríðs- skuldirnar og skaðabæturnar eru nú alvar- legasta úrlausnarefni millirikjamálanna. Hver ráðstefnan hefur verið haldin á fætur annari til þess að reyna að ráða fram úr i þessum málum, en það hefur ekki tekist til þessa. Ýmsir helstu fjármiála- og stjóm- málamenn Evrópu og Ameríku hafa einnig skrifað um þessi mál bækur, nú seinast Lloyd George („Sannleikurinn um skaða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.