Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 86

Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 86
283 LÖGRJE TTA 284 landið alt gert að einu kjördæmi. Það er varatillaga Alþýðuflokksins, stóru kjör- dæmin, sem allir stjórnmálaflokkarnir ættu að geta fallist á. Núverandí kjördæmaskift- ing hjer er orðin vanskapnaður, sem enginn ætti að mæla með, að haldið yrði fram- vegis. JÓN H. ÞORBERGSSON bóndi á Laxa- mýri í Þingeyjarsýslu, sem er þjóðkunnur maður fyrir dugnað og atorku, gaf í vor út athugaverðan ritling um stjórnmálaástand- ið í landinu nú ásamt bendingum til þess, hvernig koma mætti því í betra horf. Hon- um finst, eins og fleirum, að flokkadeil- urnar á stjórnmálasviðinu sjeu orðnar plága, sem eitri hugsunarhátt manna og spilli hagkvæmu samstarfi milli manna, eigi aðeins á Alþingi, heldur einnig innan bæjarfjelaga og sveitafjelaga. Til að bæta úr þessu vill hann mynda nýjan flokk, sem hann nefnir „þjóðstjómarflokk", og fá inn í hann alla þá, sem meta þjóðræði meira en flokksræði, og endar ritlinginn með „drögum að stefnuskrá“ fyrir slíkan flokk. Það er margt rjett athugað í ritlingnum, og vel má það vera, að nýr stjórnmála- flokkur gæti í bráðina haft góð áhrif í þá átt, að bæla niður það hatur og þá úlfúð, sem nú á sjer stað milli flokkanna og á miklu fremur rætur í persónulegu hatri og valdastreytu milli einstakra manna en í andstæðum eða ósamrímanlegum skoðunum á almennum málum. Ef sá nýi flokkur, sem J. H. Þ. hugsar sjer að upp rísi, gæti kveð- ið þetta niður, þó ekki væri nema um stundarsakir, þá verður því ekki neitað, að hann hefði þarflegt hlutverk af hendi að leysa. LANDSBÓKASAFNIÐ. — Ritaukaskrá safnsins fyrir 1931 er nýkomin. Landsbóka- safnið er svo merkileg stofnun, að rjett er að almenningur veiti starfi þess meiri at- hygli en gert er. Það á nú um 130 þúsund bindi prentaðra bóka og rúmlega 8 þús. handrit og eykst árlega um ca. tvö þúsund bindi og fær flest þeirra gefins. Bókakaup- in eru ekki sjerlega mikil, því að safninu er fengið alt of lítið fje til þeirra. Það sjest því miður ekki nákvæmlega í ritauka- skránni hversu mikið, eða hvað keypt hef- ur verið. En einn augljós galli sjest þó á bókakaupunum. Safnið kaupir tiltölulega mest af ódýrum smábókum um ýmisleg efni, en minna af stærri og merkari bóka- nýjungum. Þessu veldur sjálfsagt hvorki vanþekking nje viljaleysi, heldur fjárskort- urinn. Ódýru bækurnar geta einstakir bóka- menn helst keypt sjálfir, en nýju bækurnar í hverri fræðigrein fyrir sig, einmitt þær, sem oftast er mestur slægur í, eru oft svo dýrar, að einstaklingarnir hafa ekki efni á því að kaupa af þeim neitt sem nemur, með þeim kjörum, sem flestir fræðimenn og bókamenn eiga hjer að að búa. Það væru því helst slíkar bækur, sem opinbert bóka- safn ætti að reyna að útvega þeim, sem þess þarfnast. Landsbókasafnið ætti fyrst og fremst að vera fræðistofnun, rannsókn- armiðstöð þeirra manna, sem þurfa eða vilja fylgjast með í nýjungum bókmenntanna, eða fást við einhverskonar fræðistörf, auk þess sem safnið á að varðveita frá glötun og geyma íslenska bókafjársjóði. Landsbóka- safnið er nú langt frá því að vera slík fræða- stofnun. Það er að mestu leyti útlánssafn fyrir skemtilestur og unglingalesstofa og er það að vísu ekki lastandi út af fyrir sig, og það sem það nær. Þetta sjest á því, að 64,7% allra útlána eru skáldskaparrit og fjórðungur þeirra rita, sem ijeð eru á lestr- arsal eru líka skáldskaparrit og mestur hluti annara lánsbóka þar eru skólabækur fram- haldsskólanna. Næst á eftir skáldskap er sagnfræði mest lesin (19,1%), en aðrar fræðigreinar miklu minna. Trúarbrögð t. d. 1,2%, fjelagsfræði allskonar (hagfræði, lög- fræði, stjórnmál, uppeldismál, verslunarmál o. fl.) aðeins 2,9% og álíka mikið af nátt- úrufræðum. Alls hafa verið ljeð úr safninu 9794 bindi, (mest í nóvember til febrúar) og lántakendur um 685, en í lestrarsalnum var 16121 lesanda ljeð rúmlega 16 þús. bindi, mest skáldskapur, sagnfræði, mál- fræði og rit alm. efnis. Það er eftirtektar- vert, að ritauki safnsins er ekki í samræmi við lesturinn og útlánin, enda þarf ekki á- valt svo að vera. En þetta er fróðlegt til athugunar af því að það sýnir bókakaupa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.