Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 52
215
L ÖGRJETTA
216
entafundi og sá að ljós var logandi hjá hon-
um, og gekk inn; hann var þá að lesa í
Shakespeare og sagði: „Hann er ekki með
þennan andskotans móral eins og Holberg!“
Mjer varð hverft við, kvaddi og gekk hugsi
inn til mín; síðar skildi jeg hvað hann átti
við, því Holberg endar æfinlega leiki sína
svo: Moralen er o. s. frv. og eyðileggur með
því ánægjuna fyrir nútíðar lesendum.
Svipað er um draugasögur, sem menn
segja með útskýringum eftir á — eins og
Jón forni Þorkelsson gerði.
Þetta minnir mig á það, að Jón Þorkels-
son rektor, hálærður og einstakt ljúfmenni
sagði okkur skólasveinum, að Eiríkur frá
Brúnum, sem þá hafði ritað og gefið út
ferðasögu sína til Utah — Mormónasveitar-
innar í Bandaríkj unum mundi rita íslenska
tungu allra manna best, eða eins og
hún lifir á vörum þjóðarinnar. En prentar-
arnir, sem „settu“ bókina (ætti raunar að
skrifast: „stafsettu“ bókina) gerðu það af
leik, eða vanþekkingu að afskræma ritið og
er það skoplegt að heyra og sjá vanþekk-
inguna henda gaman að þekkingunni.
Eiríkur hafði skrifað um aðhlynningu þá,
sem kona hans fjekk á vesturleið í hafinu,
að það hefði farið svo vel um hana eins og
í treflöskjum; en í bókinni stóð: trje-flösk-
um! Þannig úði og grúði um alla bókina
af útúrsnúningum.
Þessar öskjur notuðu konur í ungdæmi
mínu undir traf, skrautlín og dúka og voru
þær ekki ósvipaðar smjeröskjum, sem fjall-
reiðamenn og fólk sem lá í tjöldum afbæjar
á engjaslætti hafði undir viðbit.
Þær voru til á Stóranúpi, þegar jeg var
lærisveinn sjera Valdemars Briem, en þar
voru þær nefndar traföskjur.
— Fóstri minn þótti málstirður og var
það. En ekki veit jeg hvort það var vegna
þess, að honum væri stirt um tungutak,
eða fyrir vandvirknissakir.
Hann þótti mæla miður á danska tungu;
en Lund lyfsali, sem var bæði vel gefinn og
lærður, sagðist engan hafa heyrt tala jafn
vel dönsku og bætti við, að hann talaði svo
rjett málið, að óhætt væri að skrifa upp
orðrjett eftir honum. Mig furðaði á þessu
og mintist á að hann bæri „r“ fram eins
og hann væri að tala íslensku. „Góði Sig-
urður, komið þjer ekki með þessa vitleysu.
Þegar íslendingar eru að reyna að apa
þetta eitir okkur, þykir mjer það ógeðslegt;
þeir geta það aldrei hvort sem er!“
Einhverju sinni sem oftar reis upp há
alda í Reykjavík um afnám gömlu málanna
sem námsgreina í Latínuskólanum. Blöðin
fluttu þar bergmál almennings, eins og vant
er. Var þá flestu teflt fram og einkum því,
að þau væru „Luxus“, eða óþarfi. Allir rit-
höfundar, sem notað hefðu latínu fyr og
síðar væru, hvort eð væri, til í ágætum
þýðingum og auk þess væri hún svo eríið
nemendunum. Á hvorttveggja þessu hafði
Ólsen djúpa fyrirlitningu; en mesta þó á
þeirri röksemd, sem mest átti að hrífa:
tímann, sem sparaðist, gætu skólasveinar
notað til frekara enskunáms, svo þeir gætu
orðið fylgdarmenn enskra ferðamanna að
sumrinu til!
Skólasveina,r fyltu að vonum þann hóp-
inn, sem vildi afnám fornmálanna úr skóla.
Því var það, að nokkru fyrir skólahátíðina,
sem haldin var 8. aprílmánaðar, á fæðingar-
dag konungs, Kristjáns IX., hnoðuðu þeir
saman skálaræðu á latínu fyrir minni ól-
sens, sem fermastir voru í latínu í efstu
bekkjunum; var Páll Sveinsson fenginn í
kyrþey til að læra ræðuna til flutnings á
hátíðinni, honum að óvörum.
Jeg var ekki viðstaddur þá, nje endra-
nær, á hátíðahöldum, sem haldin voru þar,
sem bjart var; hafði jeg hvorki fje nje föt
til þess.
En piltur, sem viðstaddur var og sat and-
spænis, skáhalt við borðið og horfði fram-
an í Ólsen, en ekki ræðumanninn, því hann
vissi um aðdragandann, sagði mjer síðar að
Ólsen hefði brosað þegar kom lítið eitt
fram í ræðuna og hann sá hvað í efni var,
en stúlkurnar hlustað eins og í hrifningu,
þótt ekkert orð skildu.
Nú dundu húrrahróp.
ólsen stóð upp eins og ekkert væri um
að vera og byrjaði: „Carissime alumne!“
Hjelt síðan áfram viðstöðulaust.
Síðar um nóttina sótti einhver kunningja
minna mig inn á „rallið“; þar sátu þeir og
skröfuðu og drukku, sem ekki kunnu eða