Lögrétta - 01.03.1932, Side 46

Lögrétta - 01.03.1932, Side 46
203 LÖGRJETTA 204 aldrei árekstur. Hann var einarður í fram- komu við kennarana og vinsæll og vel metinn af bekkjarbræðrum sínum. Pjetur Ilelgi Hjálmarsson var mestur íþrótta- maður skólans, glímumaður og skautamað- ur með afbrigðum. Feldi hann alla í glímu, sem við hann þreyttu, bæði innan skólans og utan. Hann stofnaði, ásamt Pjetri heitnum blikksmið o. fl., glímufjelag, sem í voru bæði skólapiltar og utanskólamenn, og varð það síðar fyrsti vísirinn til glímu- fjelagsins „Ármann“, sem enn er hjer við líði. Pjetur Helgi var alla skólatíð sína umsjónarmaður í svefnloftunum, fyrst í Langalofti, síðan í Litlalofti, og síðustu árin var hann einnig umsjónarmaður úti við. Um Pjetur Guðjohnsen má geta þess, að hann stundaði trjesmíðanám jafnframt skólanáminu, og fjekk sveinsbrjef í trje- smíði hjá Magnúsi heitnum Árnasyni sama , vorið sem hann útskrifaðist úr skóla. Pjet- ur var fjörkálfur hinn mesti og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom. í kennslu- stundum var hann oft ókyr og fann upp á allskonar brellum til þess að stytta þær og skapa þar einhverjar tilbreytingar, en gletni hans og gáskapör voru altaf svo eðlileg og laus við alla illkvitni, að þetta kom honum aldrei að klandri. Hann var djarfmæltari við kennarana en nokkur okkar hinna, en framkoman þó jafnframt þannig, að þeir þoldu honum það, án þess að það skapaði hjá þeim nokkra óvild til hans, og sumir af þeim, sem hann rabbaði einna frjálsmannlegast við í kenslustundun- um, t. d. Jón rektor, höfðu gaman af hon- um, og við fundum ekki betur en að hon- um væri hlýtt til Pjeturs, þrátt fyrir alla ókyrðina, sem af honum stóð í kenslu- stundunum. Pjetur var snemma hár vexti og fríður sýnum. Hann var bráður í skapi, en hreinlyndur og drenglyndur, og fyndist honum einhverjum misboðið að óþörfu, sem var minni máttar, þá var honum ætíð þar að mæta. Einu sinni, þegar við vorum komnir nokkuð upp eftir skólanum, var hópur pilta á skólaganginum að draga dár að nýkomnum og fátækum fyrstabekking fyrir það, að hann var illa og eitthvað ó- venjulega til fara. Pjetur kom þar að, og þegar hann hafði skilið, hvað um var að vera, varð hann svo reiður, að hann rjeð sjer ekki, sagði að þetta væri hin mesta skömm og var albúinn til þess, að slást við hvern, sem móti mælti. Hann sló á svip- stundu niður alt háð og spott að piltinum, og þóttu víst öllum eftir á afskifti hans góð og drengileg. Eins og fyr er getið, var góður íjelags- andi ríkjandi í skólanum á þessum árum. Hver bekkur var eins og fjelagsdeild út af íyrir sig, en út á við kom allur skólinn fram eins og fjelagsheild. Allsherjarfjelag skólans var Framtíðin, og voru í henni piltar úr öllum bekkjum. Skömmu eftir að jeg kom í skóla, gerðist það þó, að upp- reisn varð í fjelaginu og var sjera Friðrik Friðriksson uppreisnarforinginn. Neðri bekkirnir risu upp gegn efri bekkjunum og mynduðu fjelag út af fyrir sig. Er nokk- uð frá þessu sagt í æfisögu sjera Fr. Fr. (Undirbúningsárin). En þetta lagaðist síð- ar, er þeir fóru úr skólanum, sem höfðu á höndum stjórn fjelagsins þegar uppreisn- in var gerð. Mímir hjet annað fjelag, sem í voru piltar úr öllum bekkjum, sem sjer- staklega hneigðust að náttúrufræði. Þá var og Bindindisfjelag, sem náði yfir allan skólann, og var jeg um eitt skeið formað- ur þess. Glímufjelagið er áður nefnt, og var Pjetur Helgi að sjálfsögðu formaður í því. Dansfjelag var þar einnig, og var Pjetur Helgi um eitt skeið formaður þess. Svo voru fjelög í hverjum bekk, kölluð bekkjarfjelög, sem oft hjeldu uppi blöðum út af fyrir sig. Þau blöð voru kölluð bekkjarblöð. Við byrjuðum á þessu í 2. bekk, og skrifuðum við Jóhann Sólmundar- son mest í það blað. Það hjet Baldur, og eftir því skýrði Jóhann síðar blað, sem hann gaf út um hríð í Nýja-lslandi. Loks er að minnast á leynifjelag, sem aldrei máttu vera í nema þrír menn í einu. Það var í fyrstu stofnað af Þórhalli Bjarnar- syni, síðar biskupi, og tveimur skólabræðr- um hans, meðan þeir voru í skóla, og hafði það verkefni með höndum, að rita „Ár- bækur skólans“. En þar átti árlega að segja frá því helsta, sem í skólanum gerð- ist, og gera það hlutdrægnislaust, hvort J

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.